M

Miðflokkur

Frambjóðendur flokksins

Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.

Reykjavíkurkjördæmi norður

  1. 1. Sigríður Á. Andersen
  2. 2. Jakob Frímann Magnússon
  3. 3. Bessí Þóra Jónsdóttir
  4. 4. Einar Jóhannes Guðnason
  5. 5. Jón Ívar Einarsson
  6. 6. Erna Valsdóttir
  7. 7. Ásta Karen Ágústsdóttir
  8. 11. Fabiana Martins De A. Silva
  9. 15. Eva Þorsteinsdóttir
  10. 16. Stefán Hans Stephensen
  11. 17. Bjarney Kristín Ólafsdóttir
  12. 19. Kristján Orri Hugason

Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?

Við leggjum áherslu á örugg landamæri - skynsemi í ríkisútgjöldum - orkuöflun sem tryggir áframhaldandi hagsæld og við gerum það sem við segjumst ætla að gera.

Svör í kosningaprófinu:

Miðflokkur

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. M
    Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Með aukinni verðmætasköpun skapast svigrúm til að hækka laun.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. M
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Mjög mikilvægt Miðflokkurinn er fylgjandi markmiðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hvað varðar stofnbrautaframkvæmdir, göngu- og hjólastíga og flæðisbætandi aðgerðir, en flokkurinn hafnar þeirri útfærslu Borgarlínu sem nú er horft til, enda er hún mjög dýr, tekur langan tíma að fá hana í virkni og hún hefur neikvæð áhrif á flæði almennrar umferðar. Miðflokkurinn styður við markmið um bættar almenningssamgöngur en því markmiði má ná fram hraðar, með lægri tilkostnaði með öðrum leiðum en nú er horft til.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. M
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Ísland á að nálgast mál með sama hætti og áður, bein vopnakaup eru ekki partur af þeirri mynd.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Kostnaðarþáttaka sjúklinga á að vera hófleg og þannig að hún letji ekki tekjulægri til að sækja sér heilbrigðisþjónustu.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Meginmarkmið skattkerfisins verður alltaf að vera tekjuöflun hins opinbera. Til jöfnunar eru til aðrar og skilvirkari leiðir.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Það er skynsamlegt að horfa með víðtækari hætti en gert hefur verið til gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum. Auknar heildartekjur í ríkissjóð eiga að koma af víðtækari sjálfbærri auðlindanýtingu.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Friður á svæðinu er mikilvægur, stjórnvöld hafa skipað sér á bekk með vinaþjóðum hvað afstöðu og nálgun varðar og flokkurinn telur skynsamlegt að viðhalda þeirri stöðu.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. M
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Á meðan valkostir eru ekki til staðar hvað varðar flug og siglingar, þá ætti land eins og Ísland ekki að leggja gjöld eins og viðbótarskatta á flutninga og flug, enda er Ísland til fyrirmyndar í loftslagsmálum.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. M
    Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Mjög mikilvægt Það er nauðsynlegt að ná stjórn á landamærunum.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. M
    Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. M
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Sama hvað það kostar er auðvitað fráleitur hluti spurningarinnar, við kjósum að líta svo á að textinn fyrir aftan kommuna sé þarna fyrir mistök.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Ef hagsmunir náttúrunnar trompa alltaf aðra hagsmuni, þá verður ekki framleitt meira af rafmagni á Íslandi, slík nálgun á samfélagið dregur úr hagsæld og undir slíkt getur Miðflokkurinn ekki tekið.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. M
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Mjög mikilvægt Miðflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan tollabandalagsins. Í því ljósi telur flokkurinn enga ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, enda virðast þeir flokkar sem fyrir slíku tala alls ekki vilja að spurt sé: Villtu ganga í Evrópusambandið eins og það er? Sem er það sem stendur til boða, enda engar varanlegar undanþágur í boði eins og fulltrúar ESB hafa verið alveg skýrir með.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Veggjöld geta verið ágæt í tengslum við tiltekna gerð verkefna, en áherslur ríkisstjórnarinnar hafa verið á að auka gjaldtöku af ökutækjum og umferð án þess að koma fram með heildstæða nálgun á gjaldtökuna. Það má ekki sífellt leggja á ný viðbótargjöld án þess að tekið sé tillit til þess í þeim gjöldum sem þegar eru innheimt.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. M
    Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Mjög mikilvægt Það er ótrúleg staða að skortur sé á orku á Íslandi, við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í tengslum við framleiðslu raforku og koma verkefnum til framkvæmda sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Það leggjum við til að verði gert með sérlögum um hvern virkjanakost.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. M
    Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Athugasemd við orðalag spurningar: það er sitthvað að slaka á og að einfalda og gera skilvirkara. Það er nauðsynlegt að gera leyfisveitingaferli í mannvirkjagerð skilvirkari en nú er og það er nauðsynlegt að einfalda reglugerðir. Þetta er hægt að gera án þess að draga úr gæðum bygginga.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. M
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar M:
Það á að endurskoða þá kafla stjórnarskrárinnar sem kalla á endurskoðun, en heildstæð endurskoðun á ekki að vera sérstakt markmið.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. M
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. M
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar M:
Ísland er með skattpíndustu þjóðum innan OECD, við eigum að leggja áherslu á hóflegri skattheimtu en ekki að bæta í.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. M
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar M:
Fyrst og fremst þarf að betri stjórn á flæði fólks til landsins og styðja við aðlögun þeirra sem hingað koma.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. M
    4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. M
    4
  5. 5

Svona svarar M:
Varðandi netsölu áfengis, þá gengur auðvitað ekki upp að erlendar netverslanir fái að stunda starfsemi hér á landi sem innlendar netverslanir, sem skila sköttum og skyldum til samfélagsins fá ekki að stunda.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Miðflokkur svaraði:

  • Málefni flóttafólks og innflytjenda
  • Orkuöflun og orkuöryggi
  • Útgjöld og tekjur hins opinbera