Píratar
Frambjóðendur flokksins
Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.
Reykjavíkurkjördæmi norður
- 1. Lenya Rún Taha Karim
- 2. Halldóra Mogensen
- 3. Andrés Ingi Jónsson
- 4. Alexandra Briem
- 5. Kristín Vala Ragnarsdóttir
- 6. Arna Sigrún Haraldsdóttir
- 7. Eyþór Máni Steinarsson Andersen
- 11. Steinar Jónsson
- 12. Illugi Þór Kristinsson
- 14. Leifur Aðalgeir Benediktsson
- 15. Jónína Ingólfsdóttir
- 16. Atli Stefán Yngvason
- 18. Rakel Glytta Brandt
- 19. Snorri Sturluson
- 21. Gísli Sigurgeirsson
Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?
Píratar vilja öðruvísi stjórnmál. Það er augljóst að pólitíkin í dag er ekki að virka til þess að takast á við áskoranir nútímasamfélags. Píratar vilja meira lýðræði og sjálfbært velsældarhagkerfi sem virðir náttúru landsins. Píratar vilja beita sér fyrir frjálsu og öruggu samfélagi fyrir öll, þar sem grunninnviðir eins og heilbrigðisþjónusta, menntakerfi og húsnæðismarkaður virka sem best fyrir sem flest. Píratar styðja við nýsköpun og vilja stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á Íslandi.
Hvernig sér flokkurinn Ísland eftir 10 ár?
Islendingar hafa samþykkt nýja stjórnarskrá sem veitir valdhöfum aðhald og tryggir sanngjarna greiðslu fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Fólk þarf ekki að ferðast landshornanna á milli til þess að nálgast nauðsynlega þjónustu því hana má nálgast um land allt. Ungt fólk getur strax byrjað að eignast öruggt þak yfir höfuðið að afloknu námi án íþyngjandi skulda. Stór ágreiningsmál og mikilvæg samfélagsleg verkefni eru rædd og afgreidd í bindandi atkvæðagreiðslum sem eykur samkennd og samvinnu í pólitík.
Með hvaða flokkum viljið þið helst vinna á Alþingi?
Píratar geta unnið með öllum flokkum að framgangi góðra mála á Alþingi. Píratar vilja helst fara í ríkisstjórnarsamstarf með flokkum sem deila grunngildum Pírata um mikilvægi lýðræðis, réttarríkis, mannréttinda og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.
Með hvaða flokkum ættuð þið erfiðast með að vinna með á Alþingi?
Samvinna á Alþingi er tvenns konar. Annars vegar málefnalegt samstarf um einstaka mál. Þar geta Píratar unnið með öllum flokkum sem eru með góðar hugmyndir. Hins vegar er það ríkisstjórnarsamstarf sem snýst um völd. Af gefinni reynslu treysta Píratar ekki Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum fyrir völdum og sjá fyrir sér að valdasamstarf með þeim flokkum myndi aldrei endast út kjörtimabilið.
Sumir leika sér að því að stilla flokkum upp á vinstri-hægri ás. Hvar á ásnum viljið þið staðsetja flokkinn ykkar?
Píratar eru frjálslyndur mannréttindaflokkur. Lausnirnar við áskorunum samfélagsins er ekki að finna eingöngu í hægri eða vinstri stefnu heldur þarf að vera pláss fyrir öll í samfélaginu okkar. Það þarf að vera pláss fyrir einstaklingsframtakið á sama tíma og ríkið verður að hafa sterkt og gott öryggisnet fyrir allt samfélagið. Hvort tveggja getur verið til á sama tíma.
Svör í kosningaprófinu:
Píratar
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- P
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- P
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- P
Svona svarar P:
Auðvitað á að kenna í skólum hvaða mannréttindi við búum við, sögu þeirra og tilgang.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- P
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- P
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- P
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- P
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- P
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- P
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- P
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- P
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- P
Svona svarar P:
Það er ekki hægt að herða lög til að fólk sæki ekki um vernd, nema með því að hætta að taka á móti umsóknum og gerast þannig brotleg við alþjóðlega samninga.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- P
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- P
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- P
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- P
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- P
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- P
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- P
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- P
Svona svarar P:
Gæta þarf þess að fórna ekki lífsgæðum íbúa þegar slakað er á regluverki, en sjálfsagt að leita leiða til að flýta byggingarferlinu.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- P
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- P3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- P3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- P4
- 5
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- P4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- P4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Píratar svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Umhverfis- og loftslagsmál