S

Samfylkingin

Frambjóðendur flokksins

Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.

Reykjavíkurkjördæmi norður

  1. 1. Kristrún Frostadóttir
  2. 2. Dagur B. Eggertsson
  3. 3. Þórður Snær Júlíusson
  4. 4. Dagbjört Hákonardóttir

Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?

Samfylkingin er með skýrt plan um breytingar til að laga Ísland. Við ætlum að negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið og byrja aftur að fjárfesta í innviðum sem eru undirstaða verðmætasköpunar í landinu. Samfylkingin er einnig með öflugan leiðtoga, Kristrúnu Frostadóttur, sem við bjóðum fram til að leiða næstu ríkisstjórn. Þetta er einmitt það sem Ísland þarf núna: Nýtt plan og nýr verkstjóri til að leiða breytingar fyrir fólkið í landinu.

Hvernig sér flokkurinn Ísland eftir 10 ár?

Fáum við til þess traust í næstu kosningum, þá verður Samfylkingin búin að styrkja velferð og verðmætasköpun um land allt eftir 10 ár. Þá verðum við búin að auka öryggi og tækifæri almennings á Íslandi til að láta drauma sína rætast og lifa hamingjusömu lífi.

Með hvaða flokkum viljið þið helst vinna á Alþingi?

Flokkum sem geta unnið eftir plani Samfylkingar um að laga Ísland – út frá gildum klassískrar jafnaðarstefnu, sem er sú stjórnmálastefna sem hefur lagt grunninn að farsælustu samfélögum heims á Norðurlöndum

Með hvaða flokkum ættuð þið erfiðast með að vinna með á Alþingi?

Flokkum sem láta stjórnast um of af hugmyndafræði harðlínuhægristefnu. Við megum ekki festast í viðjum hugmyndafræði heldur eigum við alltaf að leita lausna og samvinnu. Langflestir Íslendingar eru með sterka jafnaðartaug og það skiptir máli að stjórnmálin endurspegli lífsviðhorf almennings í landinu.

Sumir leika sér að því að stilla flokkum upp á vinstri-hægri ás. Hvar á ásnum viljið þið staðsetja flokkinn ykkar?

Samfylkingin er breiðfylking. Við höfum opnað faðminn og opnað flokkinn okkar og því má segja að Samfylkingin spanni vinstri-hægri ásinn í stjórnmálum alveg frá vinstri og yfir miðjuna. En hjartað í Samfylkingunni er staðsett svolítið vinstramegin við miðjuna og þaðan vinnum við, af heilum hug, að hagsmunum Íslands.

Svör í kosningaprófinu:

Samfylkingin

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar S:
Ísland er frábært land. En við getum gert svo miklu betur til að auka réttlæti og tryggja jöfn tækifæri.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. S
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. S
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. S
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. S
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. S
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Samfylkingin sleppti þessari fullyrðingu

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. S
    Mjög góð tillaga

Svona svarar S:
Á réttum tímapunkti. Til dæmis undir lok næsta kjörtímabils eða samhliða næstu Alþingiskosningum.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. S
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. S
    3
  4. 4
  5. 5

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. S
    3
  4. 4
  5. 5

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. S
    4
  5. 5

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. S
    4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. S
    3
  4. 4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Samfylkingin svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Vextir og verðbólga