D

Sjálfstæðisflokkur

Frambjóðendur flokksins

Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.

Reykjavíkurkjördæmi norður

  1. 1. Guðlaugur Þór Þórðarson
  2. 2. Diljá Mist Einarsdóttir
  3. 4. Hulda Bjarnadóttir
  4. 5. Tryggvi Másson
  5. 6. Jón Magnússon
  6. 7. Júlíus Viggó Ólafsson
  7. 8. Bessí Jóhannsdóttir
  8. 9. Egill Trausti Ómarsson
  9. 11. Snorri Ingimarsson
  10. 13. Benedikt G Jósepsson
  11. 15. Júlíana Einarsdóttir
  12. 17. Elínborg Ásdís Árnadóttir
  13. 18. Oliver Einar Nordquist
  14. 19. Kristín Alda Jörgensdóttir

Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?

Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru kjósendur að styðja við stefnu sem hefur skilað íslensku samfélagi mestum árangri í áranna rás og tryggir áframhaldandi vöxt og framfarir. Flokkurinn hefur sýnt fram á árangur í að stuðla að stöðugleika, efnahagslegum framförum og auknum tækifærum fyrir alla landsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í að móta eitt mesta velferðarsamfélag heims, byggt á frelsi, jafnrétti og jöfnum tækifærum.

Hvernig sér flokkurinn Ísland eftir 10 ár?

Með stefnu Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi verður Ísland eftir 10 ár land óþrjótandi tækifæra, þar sem frelsi einstaklingsins og jafnrétti eru í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trú á að Ísland verði áfram framsækið samfélag sem byggir á sterkum efnahag, stöðugleika í stjórnmálum og ríkulegum náttúruauðlindum.Við munum halda áfram að leggja áherslu á nýsköpun og þróun, sem eru lykilorðin að framtíðarsókn okkar.

Með hvaða flokkum viljið þið helst vinna á Alþingi?

Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir samstarfi með öllum flokkum sem eru tilbúnir að hugsa til hægri og virkja kraftinn í fólkinu í landinu. Við viljum vinna með þeim sem eru tilbúnir að lækka skatta, minnka ríkisafskipti og leyfa fólki að skapa sér sína framtíð. Það er mikilvægt að samstarf byggist á sameiginlegum markmiðum um að efla frelsi einstaklingsins og stuðla að öflugu atvinnulífi og verðmætasköpun.

Með hvaða flokkum ættuð þið erfiðast með að vinna með á Alþingi?

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vera opinn fyrir samstarfi með öllum flokkum sem deila okkar markmiðum um að efla frelsi einstaklingsins, lækka skatta og minnka ríkisafskipti. Hins vegar getur verið erfiðara að vinna með flokkum sem hafa mjög ólíka sýn á þessi grundvallaratriði, eins og þeir sem leggja áherslu á aukin ríkisafskipti, hærri skatta og minni áherslu á einstaklingsfrelsi.

Sumir leika sér að því að stilla flokkum upp á vinstri-hægri ás. Hvar á ásnum viljið þið staðsetja flokkinn ykkar?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið staðsettur á hægri væng stjórnmálanna á Íslandi. Flokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti, lægri skatta og öflugt atvinnulíf. Þessi áhersla á einstaklingsfrelsi og markaðslausnir er í samræmi við hægri stefnu í stjórnmálum. Við trúum því að með því að efla frelsi og ábyrgð einstaklinga, og með því að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta blómstrað, stuðlum við að aukinni velsæld og betri lífskjörum fyrir alla landsmenn.

Svör í kosningaprófinu:

Sjálfstæðisflokkur

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Íslenskt samfélag hefur ávallt lagt áherslu á réttsýni, sanngirni og jöfn tækifæri. Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri, sem leiðir til betri lífskjara fyrir alla. Það er mikilvægt að halda áfram að vinna að þessum markmiðum til að tryggja að þau haldist í framtíðinni.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Það skiptir ekki máli hvort framkvæmdin sé í höndum hins opinbera eða einkaaðila. Ríkið ætti að greiða fyrir tiltekna þjónustu óháð rekstrarfyrirkomulagi, þannig nýtum við fjármagnið betur og getum styrkt heilbrigðisþjónustuna án þess að ríkið þurfi að standa fyrir uppbyggingu eða rekstri. Reynsla sýnir að einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins getur gengið vel, til dæmis í rekstri heilsugæslustöðva.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kenna börnum grunnfærni eins og lestur, skrift og stærðfræði. Það gera foreldrar líka á sama tíma og þeir bera meginábyrgð í þroska og uppeldi barna. Það er ekki síður nauðsynlegt að skólar stuðli að því að börn fái tækifæri til að þróa félagsleg og siðferðileg gildi. Samstarf milli heimilis og skóla er afar mikilvægt. Ekki verður dregin skýr lína á milli heimilis og skóla með þeim hætti sem gert er í spurningunni.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Sjálfstæðisflokkurinn virðir samningsfrelsi á vinnumarkaði. Lágmarkslaun eru ákveðin í kjarasamningum á vinnumarkaði en ekki með lögum á Alþingi. Markmið flokksins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun og þannig skapast forsendur fyrir því að halda áfram að auka kaupmátt lægstu launa, sem og annarra.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vegna stórfelldra vanáætlana á kostnaði. Þrátt fyrir það er mikilvægt að tryggja greiðar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínan er hluti af þessum áætlunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lagt áherslu á að samtalið um samgöngubætur þurfi að eiga sér stað við samgönguráðherra og að það þurfi heildstæða lausn á samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að fjárhagslegar forsendur standist.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Ísland hefur lagt ríka áherslu á að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn innrás Rússlands, sem er talin ein alvarlegasta öryggisógn Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Stuðningur Íslands hefur verið fjölþættur og felur í sér fjárframlög til mannúðaraðstoðar, þjálfun í sprengjuleit, flutning vopna og hersjúkrahúsa. Stuðningur bandalagsþjóða, m.a. í formi vopnakaupa, er nauðsynlegur til að vernda alþjóðalög og öryggishagsmuni Íslands til lengri tíma.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Markmiðið með kostnaðarþátttöku sjúklinga á að vera að auka gæði þjónustunnar. Með því að lækka kostnaðarhlutdeildina, til dæmis með því að efla einkarekstur innan kerfisins, er hægt að stytta biðlista og skapa sérhæfða starfsemi með meiri skilvirkni og lægri kostnaði en nú þekkist. Þannig getum við lækkað kostnaðarhlutdeild sjúklinga án þess að auka ríkisútgjöld.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Skattkerfið ætti að stuðla að hvetjandi umhverfi sem ýtir undir efnahagslegan vöxt og aukna verðmætasköpun. Það á að vera einfalt, sanngjarnt og skapa hvata fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að nýta hæfileika sína til að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Það er ekki síður mikilvægt að hafa öflugt og einfalt stuðningskerfi fyrir þá sem þurfa á því að halda.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Auðlindagjöld eru mismunandi eftir því hvaða auðlindir eru nýttar. Því er spurningunni ekki auðsvarað. Auðlindagjöld snúast ekki eingöngu um fyrirtæki; til dæmis er mikilvægt að koma á aðgangsstýringu á vinsælum ferðamannastöðum. Nauðsynlegt er að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt þannig að samfélagið hafi af því ávinning og samkeppnisaðilar fylgi sömu reglum.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Ísland hefur skýrt afstöðu sína varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Íslensk stjórnvöld hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, lausn allra gísla, óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og annarra nauðþurfta, og undantekningarlausri virðingu við alþjóðalög. Þessi skýra afstaða og aðgerðir endurspegla stefnu Íslands í málinu og við teljum ekki rétt að stjórnvöld blandi sér frekar í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Skapa þarf hvata fyrir fólk og fyrirtæki til að nýtaumhverfisvænar lausnir með hagkvæmni í huga. Hærri gjöld eru ekki alltaf viðeigandi í því samhengi, þar sem tækniþróun hefur ekki átt sér stað í öllum atvinnugreinum til að leyfa auðvelda innleiðingu á umhverfisvænni valkostum. Mikilvægt er að huga að því að slíkir hvatar skerði ekki samkeppnishæfni eða geri einföld verkefni óþarflega flókin. Sjálfstæðisflokkurinn telur hækkun gjalda ekki alltaf réttu leiðina, þó hún geti verið nauðsynleg í sumum tilvikum.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að herða lög og reglur varðandi móttöku umsókna um alþjóðlega vernd og hafa þegar verið samþykktar breytingar á útlendingalögum sem miða að því að styrkja landamærin og draga úr aðsókn til landsins til að tryggja öryggi og draga úr álagi á innviði. Mikilvægt er að þessi vinna haldi áfram til að tryggja að Ísland geti tekið á móti þeim sem raunverulega þurfa á vernd að halda, á sama tíma og við verndum innviði okkar og samfélag.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Það er mikilvægt að efla löggæslu enn frekar. Samþykkt nýrra lögreglulaga var tímabær og nauðsynleg aðgerð til að styrkja heimildir lögreglu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þróunin sem á sér stað á Íslandi er hluti af alþjóðlegri þróun, og við verðum að standa vörð um öryggis- og frelsistilfinningu íbúa landsins. Þó Ísland sé eitt öruggasta land í heimi, getum við ekki hunsað þessa þróun og þurfum að viðurkenna að öryggið hefur farið minnkandi.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri eins og COVID-19 eru flókin og krefjast mikillar ígrundunar. Þegar kemur að því að meta hvort stjórnvöld ættu að ganga skemmra í framtíðinni, er nauðsynlegt að taka mið af þeim lærdómi sem dreginn var af COVID-19 faraldrinum og tryggja að viðbrögð séu í samræmi við aðstæður hverju sinni. Það er mikilvægt að stjórnvöld séu sveigjanleg og tilbúin að aðlaga aðgerðir sínar eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Stuðningur stjórnvalda við Grindavík hefur miðað að því að endurheimta mannlíf og atvinnustarfsemi í Grindavík, og stjórnvöld munu standa með þeirri von um endurreisn. Þó þarf að meta hverja aðgerð í ljósi kostnaðar og ávinnings, og tryggja að stuðningurinn sé sjálfbær til lengri tíma. Það er ekki einfalt að svara því hvort stjórnvöld eigi að gera allt sem í þeirra valdi stendur, en það er ljóst að þau hafa þegar gengið langt í að styðja við samfélagið í Grindavík.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. D
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Íslensk náttúra er afar verðmæt. Auðlindir má nýta með sjálfbærum hætti, sem hefur lítil áhrif á náttúruna en er þjóðarbúinu mjög mikilvægt og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Verðmætasköpun er grunnstoð öflugs velferðarkerfis. Það er mikilvægt að skoða hvert mál í heild sinni, þar sem fleiri þættir en náttúruvernd og fjármagn koma til álita.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. D
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Sjálfstæðisflokkurinn telur að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan ESB. Þegar kemur að því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB hefur auk þess verið bent á að það geti skapað vandræði ef niðurstaðan er ekki í samræmi við vilja meirihluta þingsins. Það er mikilvægt að hafa í huga að þjóðaratkvæðagreiðslur þurfa að vera vel ígrundaðar og að spurningar sem lagðar eru fyrir þjóðina séu skýrar og í samræmi við vilja þingsins.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Nýta verður öll úrræði til að hraða samgöngubótum. Veggjöld hafa sannað gildi sitt, eins og í Hvalfjarðargöngum, þar sem þau flýttu framkvæmdinni og hafa skilað milljarðatuga ávinningi fyrir íslenskt samfélag. Sjálfstæðismenn hafa þrisvar lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi til að einfalda heimamönnum að flýta samgöngubótum sem yrðu að hluta fjármagnaðar með veggjöldum.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Nauðsynlegt er að fjölga virkjunum og styrkja flutningskerfið til að nýta betur þá orku sem hægt er að framleiða. Einföldun regluverksins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er mikilvægt skref. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir tafir á virkjanaverkefnum í nýtingarflokki.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. D
    Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að einfalda regluverk og draga úr hindrunum í byggingariðnaði til að stuðla að hraðari og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis, sem er í samræmi við markmið flokksins um að lækka byggingarkostnað og auka framboð á húsnæði.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. D
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar D:
Sjálfstæðisflokkurinn bindur vonir við að samstaða geti tekist um ákveðin stjórnarskrármál á næsta kjörtímabili, og það er mikilvægt að Alþingi hafi skýra sýn á það hvernig eigi að þróa stjórnarskrána til að mæta þörfum nútímans og framtíðarinnar. Það er hluti af því að tryggja að lýðræðið okkar sé sterkt og að við höldum áfram að byggja á traustum grunni.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. D
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu um að lækka skatta. Lægri skattar stuðla að öflugra atvinnulífi og auka tækifæri einstaklinga til að skapa sér betri framtíð. Með því að draga úr álögum á fólk og fyrirtæki, stuðlum við að aukinni verðmætasköpun og samkeppnishæfni samfélagsins. Þetta er í samræmi við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að draga úr ríkisafskiptum og auka frelsi einstaklinga.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. D
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Ísland er meðal þeirra landa sem innheimta hæstu skatta í heimi, sérstaklega þegar tekið er mið af mismunandi lífeyriskerfum. Það er mikilvægt að einfalda skattkerfið og lækka skatta. Það stuðlar að öflugra atvinnulífi og auknum tækifærum einstaklinga til að skapa sér betri framtíð. Með því að draga úr álögum á fólk og fyrirtæki, stuðlum við að aukinni verðmætasköpun og samkeppnishæfni samfélagsins.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. D
    4
  5. 5

Svona svarar D:
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Við höfum lagt áherslu á að aðlögun innflytjenda taki til tungumálakennslu, menningar, skólakerfis og annarra þátta sem stuðla að því að þeir verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta er stórmál sem krefst nægilegs fjármagns og stuðnings til að tryggja að börn innflytjenda séu ekki félagslega jaðarsett og hafi jöfn tækifæri til tómstunda og félagsstarfs.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. D
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar D:
Höfuðborgarsvæðið er dýrasti búsetukostur landsins. Mikil tækifæri felast í því að flytja opinber störf til landsbyggðarinnar, bæði staðbundin og óstaðbundin. Mörg stórfyrirtæki starfa óháð staðsetningu, og íslenska ríkið ætti að geta gert slíkt hið sama með þau störf sem það leyfir.

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. D
    5

Svona svarar D:
Mjög mikilvægt Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum, þar á meðal í áfengissölu og að endurskoða eigi ríkiseinokun í smásölu á áfengi. Sjálfstæðismenn lagt fram frumvarp til að skýra reglur um netverslun með áfengi. Þetta sýnir að við erum opin fyrir því að skoða hvernig við getum aukið frelsi í áfengissölu, en það er mikilvægt að slíkar breytingar séu gerðar með ábyrgum hætti til að tryggja að þær stuðli að heilbrigðu samfélagi.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Sjálfstæðisflokkur svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Vextir og verðbólga