Sósíalistaflokkur Íslands
Frambjóðendur flokksins
Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.
Reykjavíkurkjördæmi norður
- 1. Gunnar Smári Egilsson
- 2. María Pétursdóttir
- 3. Guðmundur Auðunsson
- 4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
- 5. Arnlaugur Samúel Arnþórsson
- 7. Karla Esperanza Barralaga Ocon
- 8. Anita da Silva Bjarnadóttir
- 9. Ása Lind Finnbogadóttir
- 10. Eyjólfur Bergur Eyvindarson
- 13. Kristjana Kristjánsdóttir
- 14. Viktor Gunnarsson
- 15. Ísabella Lena Borgarsdóttir
- 16. Signý Sigurðardóttir
- 17. Björn Rúnar Guðmundsson
- 18. Elísabet Ingileif Auðardóttir
Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?
Vegna þess að sósíalistar hafa sýnt fram á að geta breytt íslensku samfélagi, almenningi í hag. Við höfum breytt verkalýðsbaráttunni, borgarmálunum, húsnæðisumræðunni og fjölmiðlun þannig að nú heyrast raddir almennings svo á er hlustað. Sósíalismi er rödd fólksins.
Hvernig sér flokkurinn Ísland eftir 10 ár?
Eftir 10 ár í félagshyggjuríkisstjórn er Sósíalistaflokkurinn kominn vel af stað með að vinda ofan af einkavæðingu og hefur félagsvætt samfélag okkar þannig að nú eru tekjustofnar ríkisins fjármagnaðir með sanngjarnri skattastefnu sem brýtur ekki bak lífeyris- og launafólks í landinu. Eftir 10 ár af einkavæðingarríkisstjórn eru fáir sem hafa það mjög gott og það á kostnað lífeyris- og launafólks.
Með hvaða flokkum viljið þið helst vinna á Alþingi?
Þeim flokkum sem byggja sín stefnumál á félagshyggju.
Með hvaða flokkum ættuð þið erfiðast með að vinna með á Alþingi?
Auðvaldsflokkunum.
Sumir leika sér að því að stilla flokkum upp á vinstri-hægri ás. Hvar á ásnum viljið þið staðsetja flokkinn ykkar?
Lengst til vinstri.
Svör í kosningaprófinu:
Sósíalistaflokkur Íslands
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- J
Svona svarar J:
Í alþjóðasamanburði er Ísland rík þjóð og kemur gjarnan vel út á ýmsum mælikvörðum en samfélagið einkennist ekki af réttlæti þegar þúsundir barna búa við fátækt, húsnæðiskrísa ríkir sem og ójöfnuður.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- J
Svona svarar J:
Mjög mikilvægt Það þarf að styðja hið opinbera kerfi og tryggja að það sé gott í stað þess að færa einkafyrirtækjum leið til þess að hagnast á heilbrigðisþörfum fólks.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- J
Svona svarar J:
Skólinn er í sjálfu sér samfélag og þarf að taka þátt í að búa nemendur undir lífið og þátttöku þeirra í lýðræðislegu samfélagi. Eðlilegt er að foreldrar kenni börnum sínum samfélagsleg gildi einnig en ekki eru allir foreldrar jafn vel í stakk búnir til þess.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- J
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- J
Svona svarar J:
Sósíalistaflokkurinn styður uppbyggingu almenningssamgangna og uppbyggingu samgönguinnviða enda mikil þörf á en getur ekki tekið undir fjármögnun með veggjöldum en fjallað er um slíkan valmöguleika sem fjármögnunarhluta Samgöngusáttmálans.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- J
Svona svarar J:
Í stefnu Sósíalistaflokksins um utanríkismál kemur fram að við fordæmum allt ofbeldi og styðjum á engan hátt stríðsátök.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- J
Svona svarar J:
Mjög mikilvægt Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- J
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- J
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- J
Svona svarar J:
Mjög mikilvægt Hér má sjá tvær ályktanir Sósíalistaflokks Íslands um þjóðarmorðið í Palestínu: https://sosialistaflokkurinn.is/2024/10/20/islensk-stjornvold-eru-samsek/
https://sosialistaflokkurinn.is/2023/10/28/stodvid-arasir-a-gaza/
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- J
Svona svarar J:
Sósíalistar leggja til stigvaxandi kolefnis- og mengunarskatta á fyrirtæki til að verja umhverfi og náttúru. Aðgerðir í loftslagsmálum verða að vera samfélagslega réttlátar.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- J
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- J
Svona svarar J:
Nýfrjálshyggjan hefur leitt af sér samfélag ójöfnuðar og hningnandi innviða sem hefur haft áhrif á líf fólks til hins verra.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- J
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- J
Svona svarar J:
Hlusta þarf á vilja íbúa og mæta því eins og kostur er.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- J
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- J
Svona svarar J:
Skiptar skoðanir eru um málið og þörf á að ræða það mál í stærra samhengi við almenning. Utanríkisstefna Sósíalistaflokksins er m.a. um að auka lýðræðislega aðkomu almennings að ákvarðanatöku varðandi veigamikla þætti heildstæðrar utanríkisstefnu og að allar stærri ákvarðanir sem komi til álita og varða alþjóðlegt samráð og þátttöku í stærri bandalögum verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- J
Svona svarar J:
Stefna Sósíalistaflokks Íslands í samgöngumálum kveður á um að jarðgöng, brýr og vegir séu öllum aðgengilegir án gjaldtöku og veggjöldum verið alfarið hafnað.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- J
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- J
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- J
Svona svarar J:
Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. 66,9% kjósenda samþykktu í atkvæðagreiðslunni að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tillögurnar eru í daglegu tali kallaðar nýja stjórnarskráin. Við eigum nýja stjórnarskrá og hún ætti að taka strax gildi. Í framhaldinu telur Sósíalistaflokkur Íslands að umgangast ætti hana sem lifandi samfélagssáttmála, sem getur tekið breytingu með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- J4
- 5
Svona svarar J:
Mjög mikilvægt Rökstuðningur: Sósialistaflokkurinn vill lækka skatta á smærri fyrirtæki og einyrkja auk þess að lækka tryggingargjald á fyrstu starfsmenn en hækka skatta á allra stærstu fyrirtækin. Til þess að fyrirtækin greiði eðlilega til samneyslu sveitarfélaganna verði aftur komið á aðstöðugjaldi og það þrepaskipt eftir stærð þeirra.
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- J1
- 2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar J:
Mjög mikilvægt Sósíalistaflokkurinn vill afnema skatt af lægstu launum og þar með talið á grunnlífeyri eftirlaunafólks, öryrkja og fólks með fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum.
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- 4
- J5
Svona svarar J:
Rökstuðningur: Stjórnvöld eiga að leggja mun meira í þennan málaflokk en áhersla stjórnvalda ætti að vera á inngildingu fremur en aðlögun sem er einhliða lögð á þá sem hingað flytjast.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- J4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- J2
- 3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Sósíalistaflokkur Íslands svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Vextir og verðbólga
Svona svarar J:
Þá eru útgjöld og tekjur hins opinbera einnig forgangsmál hér.