Vinstrihreyfingin - grænt framboð
Frambjóðendur flokksins
Einungis frambjóðendur sem að hafa svarað kosningaprófinu birtast hér að neðan.
Reykjavíkurkjördæmi norður
- 1. Finnur Ricart Andrason
- 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
- 3. Brynhildur Björnsdóttir
- 4. Sveinn Rúnar Hauksson
- 5. Berglind Häsler
- 6. René Biasone
- 7. Elín Björk Jónasdóttir
- 8. Helgi Hrafn Ólafsson
- 9. Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir
- 10. Þuríður Harpa Sigurðardóttir
- 12. Ingileif Jónsdóttir
- 13. Guy Conan Stewart
- 14. Sigrún Jóhannsdóttir
- 15. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
- 16. Úlfur Bjarni Tulinius
- 17. Steinunn Þóra Árnadóttir
- 18. Anna S Pálsdóttir
- 19. Ynda Eldborg
- 21. Álfheiður Ingadóttir
Hvers vegna ættu kjósendur að greiða flokknum atkvæði sitt?
Vinstri græn er eini flokkurinn í framboði sem leggur áherslu á félagslegt réttlæti, jöfnuð, mannréttindi, náttúruvernd, loftslagsmál og frið í heiminum.
Hvernig sér flokkurinn Ísland eftir 10 ár?
Sjálfbært samfélag jöfnuðar og friðar, leiðandi í kvenfrelsis- og mannréttindamálum þar sem öll hafa tækifæri til að blómstra, óháð efnahag, bakgrunni eða kynferði.
Með hvaða flokkum viljið þið helst vinna á Alþingi?
Þeim flokkum sem deila okkar sýn á samfélagið og grunnstoðir þess.
Með hvaða flokkum ættuð þið erfiðast með að vinna með á Alþingi?
Þeim sem leggja áherslu á einstaklingshyggju, markaðsdrifna nálgun á nýtingu auðlinda og aðskilnað ólíkra samfélagshópa.
Sumir leika sér að því að stilla flokkum upp á vinstri-hægri ás. Hvar á ásnum viljið þið staðsetja flokkinn ykkar?
VG er vinstra megin á ásnum - mjög greinilega.
Svör í kosningaprófinu:
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Þegar á reynir er samfélagið á Íslandi sterkt. Það sem gerir Ísland að góðum stað til að búa á er samfélagið okkar, sterkir samfélagslegir innviðir. Skólar, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi, en líka félagasamtök, kórar, leikhópar, menning. Þessir samfélagslegu innviðir hafa verið smíðaðir þrátt fyrir einstaklingshyggju með samstöðu umbótaafla á vinstri væng stjórnmálanna og öflugrar verkalýðshreyfingar í gegnum árin og áratugina, fjölmörg framfaramál og nú síðast gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Heilbrigðiskerfið er hornsteinn velferðarsamfélagsins og það þarf að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið með öllum ráðum. VG vill auðvelda læknum og heilbrigðisstarfsfólki að flytja heim með niðurfellingu námslána og auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- V
Svona svarar V:
Vinstri græn hafa á stefnuskrá sinni að í grunnskólum landsins er mikilvægt að börnum sé mætt óháð ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum eða atgervi. Það á að fagna fjölbreytileika skólasamfélagsins og vinna markvisst að því að brjóta niður staðalmyndir og kveða niður fordóma. Fjölbreytileiki og síbreytilegt samfélag þarf að endurspeglast í námsefni, nálgunum og kennsluaðferðum. Eflum grunnmenntun barna og leggja áherslu á fræðslu sem styrkir sjálfsmynd þeirra.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- V
Svona svarar V:
Stöðugleiki á vinnumarkaði má ekki snúast um að halda láglaunahópum niðri og grafa undan velferðarkerfinu.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Fjárfesting í fjölbreyttum samgöngumáta er samfélagslega mikilvæg, ekki síst hvað félagslegan jöfnuð og loftslagsmál varðar – hvort tveggja málefni sem Vinstrihreyfingin – grænu framboði leggjum mikla áherslu á.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- V
Svona svarar V:
Myndi bæta við rökstuðningi: Utanríkisstefna Íslands þarf að byggjast á því sjónarmiði að við kjósum alþjóðlegt réttlæti, afvopnun og friðsamlegar lausnir deilumála og fordæmum hvers kyns árásarstríð og ofbeldi í samskiptum þjóða.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- V
Svona svarar V:
Heilbrigðisútgjöld þurfa að lækka sem hlutfall af tekjum heimila og sjúklingagjöld í heilsugæslu og á sjúkrahúsum skulu afnumin. Lágmarka á gjöld fyrir sérfræðiþjónustu og lækka lyfjakostnað sjúklinga með hagkvæmari innkaupum. Aðgengi að lyfjum má ekki ráðast af öðru en faglegu mati lækna og alls ekki af fjárráðum viðkomandi sjúklings eða þeim fjölda sem þarf á sama lyfi að halda. Lyf fyrir börn og ungmenni skulu vera endurgjaldslaus.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- V
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Vinstri græn hafa frá upphafi lagt ríka áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, gert fortakslausa kröfu um sjálfbæra nýtingu og bent á mikilvægi grunnrannsókna og fræðilegrar þekkingar í því sambandi. Treystum sameign okkar í sessi með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því tengd er sú sjálfsagða krafa að eigandinn, þjóðin, njóti arðs eða auðlindarentu þegar einkaaðilar fá aðgang að sameiginlegri auðlind til hagnýtingar í ábataskyni.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Vinstrihreyfing grænt framboð hefur oft ályktað af festu gegn hernaði - hvar sem hann á sér stað, og eins um ástandið á Gaza. Einnig hafa þingmenn lagt fram mál á Alþingi ítrekað m.a. tillögu um að beita viðskiptaþvingunum.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Náttúran á alltaf að njóta vafans. Innleiða skal mengunarbótaregluna í alla framleiðslu og þjónustu þannig að þau sem menga borgi. Merkja ætti vörur með vistspori þeirra og uppruna.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Fjölbreytni bætir öll samfélög, VG vill taka vel á móti innflytjendum og tryggja þeim möguleika á að blómstra sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu, t.d. með að tryggja ókeypis íslenskukennslu fyrir innflytjendur.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- V
Svona svarar V:
Það sem gerir Ísland að góðum stað til að búa á er samfélagið okkar, sterkir samfélagslegir innviðir. Þessir samfélagslegu innviðir hafa verið smíðaðir þrátt fyrir einstaklingshyggju með samstöðu umbótaafla á vinstri væng stjórnmálanna og öflugrar verkalýðshreyfingar í gegnum árin og áratugina.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- V
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- V
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Náttúran á alltaf að njóta vafans. Náttúra Íslands er einstök. Styrkjum möguleika bænda til að byggja afkomu sína á náttúruvernd, með varðveislu og endurheimt landgæða og umsjón friðaðra svæða. Fjölgum friðuðum svæðum, setjum inn hvata til umhverfisvænni framleiðslu og tímasetjum útfösun á eldi í opnum sjókvíum. Almenningur, sér í lagi ungt fólk, á að hafa beina aðkomu að ákvörðunum um umhverfis- og auðlindamál og tryggja þarf réttarstöðu náttúruverndarsamtaka samkvæmt Árósarsamningnum.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- V
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- V
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- V
Svona svarar V:
Mjög mikilvægt Við erum á góðri leið að byggja hér upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og við ætlum að ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. Það þarf að leita allra leiða til að nýta betur þá orku sem þegar er framleidd, ná fram betri nýtingu í virkjunum sem fyrir eru og takmarka orkutap í orkukerfinu öllu.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- V
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- V
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- V4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- V3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- 4
- V5
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- V5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- V1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Vinstrihreyfingin - grænt framboð svaraði:
- Heilbrigðismál
- Jafnrétti og mannréttindi
- Umhverfis- og loftslagsmál