Alexandra Briem (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er í dag borgarfulltrúi fyrir Pírata, alin upp í Breiðholti en bý í dag í miðbænum. Ég er trans, ég er mikið nörd og ég hef mikinn en frekar slæman húmor. Ég brenna fyrir því að bæta landið og taka á djúpstæðri og langvinnri spillingu og óréttlæti.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1983

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku, en líka smá dönsku og þýsku.

Við hvað starfar þú?

Ég er í dag borgarfulltrúi í Reykjavík.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Ég er nýbúin að kaupa mína fyrstu íbúð.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Framhaldsskólapróf af náttúrufræðibraut. Ég er reyndar hálfnuð með próf í hagfræði með stjórnmálafræði aukafag, en það hefur verið í pásu ansi lengi. Kannski fer ég einn daginn og klára.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Síðan 2014 formlega, en byrjaði að mæta á kosningavöku 2013

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Réttlátt samfélag þar sem gagnsæi, jafnrétti og heiðarleiki eru í fyrirrúmi. Þar sem auðlindir eru í eigu þjóðarinnar, þar sem fólk er velkomið og líður vel. Þar sem við lifum í sátt við umhverfið og hvert annað.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Ég hef ýmsar fyrirmyndir. Helgi Hrafn, Barack Obama, Jean-Luc Picard.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Freddy Mercury í Queen.

Hver er þín eftirlætis bók?

Hitch Hikers guide to the Galaxy eftir Douglas Adams, en líka Small Gods eftir Terry Pratchett

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Star Trek: First Contact, en líka Cloud Atlas

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Spunaspil, svosem Dungeons and Dragons eða Runequest.

Svör við kosningaprófinu:

Alexandra Briem

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Alexandra Briem
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Mjög mikilvægt Þó svo Ísland standi betur en mörg lönd hvað varðar tækifæri og réttlæti, þá hefur djúpstæð ósanngirni fengið að grafa um sig, örfáum einstaklingum og erfingjum þeirra var gefinn einkaréttur að kvótanum og sá hópur verður sí auðugri á kostnað hinna. Sami hópur heldur úti stuðningi við hjálpsama miðla og stjórnmálaflokka og í dag eru rosalega mikil völd og auður búin að safnast á allt of fáar hendur. Baktjaldamakk og frændsemi virðast líka hafa mikið vægi í stórum ákvörðunum.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Alexandra Briem
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Einhver einkarekstur á stofum er í lagi, sérstaklega fyrir valkvæða þjónustu, en megin þorri heilbrigðisþjónustu á að vera í gegnum opinberar stofnanir. Það þarf að tryggja að þær séu fjármagnaðar og skipulagðar þannig að þær virki og veiti góða þjónustu, en sé ekki leyft að grotna niður til að gera einkavæðingu óumflýjanlega.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Alexandra Briem
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Aðstæður barna eru mjög mismunandi og geta foreldra til þess að aðstoða og kenna eru einnig misjafnar. Það þarf samfélag til að ala upp einstakling, og skólarnir eru mikilvægt tæki til að undirbúa börn fyrir lífið. Vissulega með kennslu í skrift og reikningi, en líka í að skilja samfélagið, tæknina og lýðræðið. Kunja samskipti, þekkja sig sjálf og kannski sérstaklega að kunna að varast falskar upplýsingar.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það á að vera töluvert minni munur á hæstu og lægstu launum. Fólk á allt að geta haft það ágætt. Það er líka mikilvægt að ná sátt um nýtt jafnvægi svo munur á hefðbundnum karla og kvennastéttum jafnist.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Mjög mikilvægt Það er algjört lykilatriði að halda áætlun þar. Það er eina fýsilega leiðin til að draga úr umferð og draga úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur verið rannsakað ítarlega og aðrir valkostir til að takast á við vandann (svosem fleiri vegir og mislæg gatnamót) myndu kosta meira og duga verr. Borgarlína gagnast líka best þeim sem eru áfram á bíl

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Úkraína má ekki tapa fyrir Rússlandi. Nú þegar stefnir í að Trump taki við sem forseti Bandaríkjanna, en hann er ekki sennilegur til að halda áfram stuðningi, er mikilvægara en nokkru sinni að Evrópa standi þétt við bak Úkraínu. Ef hún fellur, eða neyðist til að afhenda mikið landsvæði eða taka upp stjórn þóknanlega Kreml, þá lærir Pútin þá lexíu að þetta virki. Þá geta önnur ríki, Moldova, Pólland og Eystrasaltsríkin verið í mikilli hættu og Evrópa þar með.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Alexandra Briem
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Mjög mikilvægt Skattkerfið á að vera sanngjarnt og ekki of íþyngjandi. Á síðustu áratugum hefur skattbyrði færst í sí auknum mæli af þeim tekjuhæstu á tækjulegri hópa. Þessu þarf að breyta. Sérstaklega er óboðlegt að þau sem hafa helst tekjur í fjármagnstekjum greiði mun minna hlutfallslega til samfélagsins.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Mjög mikilvægt Þetta er algjört lykilatriði. Íslendingar verða að endurheimta stjórn á auðlindum landsins og fá eðlilegar rentur af þeim frá þeim sem fá að hagnast á þeim. Þar er um ótrúlegar fjárhæðir að ræða sem ætti að nota í að byggja upp samfélagslega innviði, heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið, skólakerfið og aðra innviði, svosem húsnæði og samgöngur.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Framferði Ísraels gegn Gaza hefur fyrir löngu farið út fyrir öll mörk. Hvernig getum við annað en beitt okkur gegn því?

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Gjaldtaka á þá sem menga er sanngjörn leið til að búa til hvata og um leið afla tekna til að búa til mótvægi. Það er ákveðinn markaðabrestur ef skaðinn sem ákveðin starfsemi veldur, sem er týpa af kostnaði, lendir ekki á þeim sem græðir á starfseminni heldur á samfélaginu í heild. Svona gjöld eru leið til að lagfæra þann markaðsbrest.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Alexandra Briem
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Við erum hluti af alþjóðlegum samningum, fólk á rétt á að koma hingað undir vissum kringumstæðum og við eigum að taka vel á móti því. 'Vandamálið' eins og stjórnvöld hafa stillt því upp, er að fólki er bannað að vinna meðan það bíður afgreiðslu, þá þarf það að vera á framfærslu ríkisins á meðan. Alveg sérstaklega kom það sem högg þegar fólk frá Venesúela var sviptur atvinnuleyfi á einu bretti og þá birtist skyndilega mikill kostnaður. Þetta þarf ekki að vera svona heimskulegt og illkvittið.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Alexandra Briem
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Held reyndar að það hafi aldrei verið alveg jafn friðsælt og fólk segir. En við erum að sjá í dag afleiðingar þess að ójöfnuður eykst, samfélagslegir innviðir verri, fólk upplifir sig jaðarsett og undanskilið. Við verðum að halda betur utan um börn, við verðum að leyfa innflytjendum að upplifa sig alvöru hluta af samfélaginu, við verðum að taka á spillingu og ójöfnuði.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Alexandra Briem
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það voru einstaka aðgerðir í Covid sem gengu of langt, sérstaklega sem vógu um of að frelsi fólks, en yfir það heila getur það verið, og var í þessu tilfelli, nauðsynlegt að grípa til stórtækra aðgerða til að hemja útbreiðslu Covid nægilega til að tryggja að geta sjúkrahúsa og heilbrigðisstarfsfólk til að sinna þeim sem urðu mjög veik hefðu undan. Á einhverjum tímapunkti þarf að meta hlutfallslega hættu á dauða vegna faraldurs og bara samfélagslegs kostnaðar í þunglyndi, heimilisofbeldi og öðru.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Alexandra Briem
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það sem ég er ósammála í þessu er 'sama hvað það kostar'. Það á að gera það kleift að búa áfram í Grindavík ef fólk vill gera það. En það er ekki útilokað að eldvirknin verði þannig, skaðinn það mikill, eða vilji fólks til að búa áfram það lítill að kannski er það sanngjarnara að gera öllum kleift að fara en að þau sem geta fari og hin sitji eftir með verðlausar eignir í sveitarfélagi sem stendur ekki undir sér. Tel ekki að við séum þar í dag, en það gæti farið svo.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Við verðum að vinna í sátt við náttúruna og komandi kynslóðir. Það er ekki óbrjótandi lögmál að hagvöxtur og velsæld verði að vera á kostnað náttúrunnar. Við eigum að hugsa um nýsköpun og grænan iðnað, en í þeim tilfellum sem það er nauðsynlegt að fara í aðgerðir sem valda skaða, þá þarf að tryggja að sá skaði sé lágmarkaður og farið sé í mótvægisaðgerðir.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Við vorum á sínum tíma svikin um þessa atkvæðagreiðslu. É persónulega tel að hagsmunum Íslands sé best borgið í þéttu samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Það er Evrópa. Okkar helstu þarfir eru að tryggja öryggi og öruggt aðgengi að mörkuðum. Með breyttum aðstæðum í heiminum eftir sigur Trump í Bandaríkjunum tel ég enn nauðsynlegra að færa okkur nær Evrópusambandinu. Það er alltaf erfitt að kjósa um svona áður en samningur liggur fyrir, en úr því sem komið er, er það besta leiðin áfram.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Alexandra Briem
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Við ættum að nýta í auknum mæli samstarfsfélög einkageirans og hins opinbera (PPP- public private partnership) að norrænni fyrirmynd, með ákveðnum skuldbindingum af hálfu ríkisins. Einhverjar framkvæmdir eru auðvitað þess eðlis að þær ættu áfram að vera í höndum hins opinbera.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Alexandra Briem
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það er ekki eins nauðsynlegt og fólk heldur. Framreiknuð þörf á rafeldsneyti fyrir flugsamgöngur eru stærstur þáttur af reiknaðri framtíðarþörf. En þar er það bara val, á að framleiða það hér? Er mikilvægara að gera það en að halda áfram að bræða svona mikið ál? Að því sögðu er nauðsynlegt að búa til regluverk utan um vindorkuver svo hægt sé að fara í einhverjar uppbyggingu á þeim þar sem það er skynsamlegt, í góðri sátt við náttúruna og nærliggjandi sveitarfélög, svo það fari ekki í gullgrafaraæði.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Alexandra Briem
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það ætti að slaka á reglum til þess, við erum með ítarlegar ráðleggingar þess efnis frá OECD, en líka efla stafræna innviði og skil, eins og gert hefur verið mikið í hjá Reykjavíkurborg. Það þarf líka að breyta hvötum til þess að uppbyggingaraðilar sitji ekki á lóðum og braski með þær í stað þess að byggja, og lækka fjármögnunarkostnað.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Alexandra Briem
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Alexandra Briem:
Það þarf að fara aftur í ferli, fá aðkomu þeirrar kynslóðar sem vaxið hefur úr grasi síðan síðustu drög voru unnin, og innleiða þá niðurstöðu. Ef ekki í heilu lagi, þá í áföngum. Það mikilvægasta er að tryggja eign þjóðarinnar á sínum auðlindum, skýra valdsvið og valdskiptingu ríkisins, og gefa almenningi leiðir til að hafa áhrif.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Alexandra Briem
    4
  5. 5

Svona svarar Alexandra Briem:
Ég segi 'hærri' en er þó ekki að tala um hærri prósentu. Ég er að tala um að taka á glufum í kerfinu, bæta eftirlit með undanskotum. Taka á því þegar fyrirtæki komast undan skatti með því að skulda vísvitandi erlendu móðurfyrirtæki og láta lánagreiðslur núlla út hagnað, og taka á lóðréttri samþættingu og mörgu fleira.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Alexandra Briem
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Alexandra Briem:
Ég segi óbreyttir, en ég vil vissulega breyta samsetningu skattlagningar. Það þarf að snúa því við að skattbyrðin hefur á síðustu áratugum færst mjög yfir á tekjulægri hópa. Það þarf að taka á því að þau sem hafa tekjur aðallega í fjármagnstekjum borgi mun minna.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Alexandra Briem
    5

Svona svarar Alexandra Briem:
Við verðum að gera betur, í móttöku, í fræðslu, íslenskukennslu, fræðslu um réttindi fólks og fræðslu um hvað það þýðir að vera þátttakandi í samfélaginu. Við verðum að meta menntun fólks. Við verðum líka að gera betur í að byggja innviði, húsnæði, heilbrigðiskerfið, velferðar og menntakerfið. Við verðum að leyfa fólki að upplifa sig hluta af samfélaginu.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Alexandra Briem
    3
  4. 4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Alexandra Briem
    4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Alexandra Briem svaraði:

  • Húsnæðismál
  • Umhverfis- og loftslagsmál

Svona svarar Alexandra Briem:
Þessir málaflokkar tengjast mikið og erfitt að velja bara þrjá. Vextir og verðbólga og húsnæðismál eru svona næstum því sama málið. Þó ég velji það ekki beinlínis, þá er það bara vegna þess að ég varð líka að koma að umhverfismálum og heilbrigðismálum