Arnlaugur Samúel Arnþórsson (5. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er valdalaus ungur sósíalískur paunkari úr grafarholtinu. Á öryrkja foreldri, er langveikur sjálfur, hef farið í gegnum mestmegnið af menntaúræðum sem boðið er upp á og skulda því kerfinu alveg helling. Ég vil að við byggjum upp öflugt velferðarkerfi svo að þeir sem á eftir okkur koma njóti sömu eða meiri velferðar en við sem á undan þeim komu.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1999
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku
Við hvað starfar þú?
Skrifstofustarfsmaður hjá garðyrkjufyrirtæki
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Stúdentagörðum.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Stúdentspróf og stunda nú nám til að öðlast réttinda sem viðurkenndur bókari.
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
7 ár.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Eitthvað annað en nýfrjálshyggju martröð.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
James Connolly
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Against me!
Hver er þín eftirlætis bók?
Trainspotting
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
SLC punk!
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
D&D
Svör við kosningaprófinu:
Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Við erum langt kominn sem þjóð í mörgum af þessum málaflokkum. En sjálfur lít ég svo á að við getum ekki verið samfélag sem einkennist af réttlæti, sanngirni, og jöfnuð þegar hátt í 13% barna á Íslandi lifa við fátækt.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Grunninnviðir þjóðarinnar eiga aldrei að vera markaðsvara.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Börn eiga að hafa jafnt aðgengi að menntun. Líklega eru flest heimili ekki reiubúinn að kenna börnum það sem samsvarar mörg ár í námi. Þar sem flestar ef ekki allar námsgreinar eiga einhverjar rætur að sækja í samfélagsleg gildi, því þarf að kenna þær greinar í samhengi við þau gildi.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ef að ríkið leysir ekki þau vandamál sem valda auknum kostnaði heimilana þá þurfa lægstu laun að hækka í takt við kostnað til að halda mannsæmandi lífsgæðum.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ríkið á að styðja við uppbyggingu innviða um land allt. Núverandi staða í almenningssamgöngum bæði innan og utan borgarinnar er það sem flest önnur lönd í kringum okkur myndu flokka sem neyðarástand.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ísland ætti ekki að taka þátt í vopnavæðingu. Miklu frekar ættum við að efla mannúðaraðstoð til Úkraínu.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls. Fólk á ekki að þurfa að íhuga hvort það eigi efni á því að sækja læknisþjónustu.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Grundvöllur samfélags byggt á jöfnuð er að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör. Þá þurfa þeir sem hafa mest á milli handanna að greiða hlutfallslega meira en þeir sem minnst eiga.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Auðlindir þjóðarinnar eiga að vera í eigu þjóðarinnar. Þá þurfa fyrirtæki og aðilar sem vilja nýta þær auðlindir sér til hagnaðar að borga rétt verð fyrir þau afnot.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Í núverandi stöðu er Ísrael með allt vald til að koma á frið. Því verðum við að beita okkur bæði fyrir því að enda þjóðarmorðið á Gaza og að Ísrael endar hernám sitt í palestínu svo hægt sé að byggja varanlegan frið.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Þá sérstaklega á fyrirtæki, þar sem stærsti hluti mengunar á sér ekki stað á heimilum heldur hjá fyrirækjum.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Hinsvegar þarf að skoða hvað sé hægt að gera til að kerfið sé skilvirkara. Ótrúleg óvissa sem ríkir þegar fólk þarf að bíða í mörg ár eftir svari hvort það fær vernd hér.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Samkvæmt tölfræði lögreglu hefur ekki verið aukning í fjölda afbrota á hvern íbúa seinustu ár. En ef við viljum raunverulega minnka fjölda afbrota sérstaklega á meðal ungmenna þá þurfum við að byggja upp samfélag sem ungmenni treysta til þess að eiga góða farsæla framtíð í.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ef við lendum í öðrum heimsfaraldri þurfum við að treysta mati fagfólks því ómögulegt er að spá fyrir hvaða áhættur munu koma fram í mismunandi aðstæðum.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ef metið er að nógu öruggt sé að halda áfram byggð í Grindavík er það sjálfsagt að Grindvíkingar fái að ráða sjálfir. En alltaf þarf öryggi almennings að vega þyngra en önnur sjónarmið.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Allstaðar þar sem nú er byggð var eitt sinn ósnert náttúra. Því þarf alltaf að meta hvort hagsmunir fólks séu meiri heldur en kostnaður á náttúruna þegar byggt er á nýju svæði.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Þjóðin á að eiga rétt á því að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB. Stjórnmálamenn eiga ekki að fara í aðildarviðræður án skýrs umboðs almennings.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Fólk á að vera frjálst til að nýta innviði vegakerfisins án auka gjaldtöku.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Auðvitað á að taka tillit til framtíðar orkunotkun. En eins og staðan er í dag þá nota almenn fyrirtæki og heimili bara 20% af þeirri raforku sem framleydd er á Íslandi. Rest fer í stór iðnað og álver.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Miklu frekar þarf að passa að eftirlit sé fylgt eftir á skilvirkan hátt. Virðumst vera langt á eftir nágrannalöndum þegar það kemur að verkferlum á byggingarsvæðum.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Þjóðin á nýja stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ættum við að innleiða hana eða fara í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu til að endursækja umboð þjóðarinnar til að innleiða hana.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson4
- 5
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Þörf er á þrepaskiptingu í skattlagningu fyrirtækja svo stærri fyriræki greiði meiri skatt heldur en smærri fyriræki og einyrkjar.
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Lægstu laun, örorka, og ellilífeyri ættu að vera skattfrjáls. Með því að hækka persónuafslátt fá allir jafna skattalækkun sem hlutfallslega hefur mest áhrif á þá sem minnst eiga.
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson5
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Passa þarf að öll ábyrgð sem kemur að inngildingu lendi ekki á bara herðum þeirra sem hingað flytja.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson5
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Bæði til að efla byggðir og líka svo fólk hafi val á störfum sem eru í samræmi við sína menntun í sinni heimabyggð.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson3
- 4
- 5
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Ef að ríkið missir tekjulind þá færist sá kostnaður á skattgreiðendur annaðhvort í formi almennra skatta eða hærri skatta á áfengi. Því betra að halda núverandi stöðu.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Arnlaugur Samúel Arnþórsson svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Samgöngumál
Svona svarar Arnlaugur Samúel Arnþórsson:
Grunninnviðir eru undirstaða samfélagsins okkar og þurfa að vera í góðu standi ef við ætlum að byggja betra samfélag ofan á það.