Ása Lind Finnbogadóttir (9. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég kenni heimspeki og sálfræði í framhaldsskóla og vinn stundum sem plötusnúður á kvöldin. Ég á tvo drengi og sambýlismann. Ég brenn fyrir félagslegu réttlæti og mannúðlegu samfélagi. Þess vegna er ég Sósíalisti.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1972
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavik
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku og menntaskóla dönsku og þýsku
Við hvað starfar þú?
Framhaldsskólakennari og plötusnúður
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Eigin blokkaríbúð
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Mastersgráða
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Frá 2018
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Fjölbreytt og lifandi samfélag jöfnuðar og mannhelgi. Blómstrandi menning og viðskipti og góð alþjóðasamvinna en engin frændhygli, fákeppni og spilling.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Sanna Magdalena
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Talk Talk, Boards of Canada, Aphex Twin og My Bloody Valentine
Hver er þín eftirlætis bók?
Saknaðarilmur
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
National Lampoons Vacation
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Tónlist og dans
Svör við kosningaprófinu:
Ása Lind Finnbogadóttir
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Hér lifir stór hópur fólks við fátækt í boði stjórnvalda. Þau búa hvorki við réttlæti, sanngirni og alls ekki jöfn tækifæri!
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Það þarf að byrja á að fjármagna almenna kerfið til fulls miðað við fólksfjölgun, öldrun þjóðar og 2 milljón túrista á ári. Þá er ég ekki bara að meina sjúkrahúsin heldur líka öldrunarstofnanir ofl. Síðan þarf að hætta að kenna 300 flóttamönnum um að kerfið sé laskað. Einkarekstur má vera í friði fyrir mér en ríkisstyrktur einkarekstur sem bitnar á almenna kerfinu er ég mjög mikið á móti!
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Fjölskyldan er frummótunaraðili og mun alltaf hafa áhrif á kjarna gildi fólks. Skólinn er hins vegar mikilvægur félagsmótunaraðili og okkar helsta tæki til jöfnunar. Skólinn á að sjálfsögðu að fjalla um samfélagsleg gildi og kenna þau. Skólinn á að vera vettvangur fyrir gagnrýna og skapandi umræðu og kennslu.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Lágmarkslaun eiga að duga til framfærslu. Það er ekki raunin í dag með leigumarkaðinn eins og hann er. Flestir á lágmarkslaunum eru á leigumarkaði. Bætur og lágmarkslaun eiga að miðast við lágmarksframfærslu skv. útreikningum Hagstofunnar.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Ríkið á að sjálfsögðu að byggja upp góðar almenningssamgöngur. Mikilvægt er að styrkja þær samgöngur sem eru við lýði í dag sem er strætó. Ég er fylgjandi Borgarlínu en er ekki fylgjandi því að láta strætó drabbast niður á meðan við bíðum.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Ísland á ekki að taka þátt í vopnakaupum. Það má styrkja uppbyggingu og mannúðaraðstoð á stríðssvæðum en ætti ekki að taka þátt í vopnakaupum.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Heilbrigðiskerfi í svo ríku landi ætti að vera gjaldfrjálst. Við vitum að margir sem búa við fátækt fara síður til læknis og komast þaðan af síður til sálfræðings. Við eigum nægar auðlindir til að hafa hér heilbrigðiskerfi eins og tíðkast á Norðurlöndunum.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Hér er engin óstjórn á landamærunum. Flóttamönnum hefur fækkað. Fjöldinn seinustu ár eru vegna Úkraínu og Venezúela sem stjórnvöld buðu. Ég er ekki að segja að það eigi að vera galopin landamæri og að það ætti að hleypa öllum inn. Reglurnar sem nú eru eru hins vegar of strangar og of auðvelt er fyrir stjórnvöld að vísa í Dyflinarreglugerð. Auðvitað kemur fólk ekki fyrst hingað út í norður ballarhaf. Við eigum að taka á móti góðum hópi og gera það af mannúð.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Þó svo að götuofbeldi hafi aukist hefur allt viðgengist hér margvíslegt ofbeldi. Það var ekkert friðsælt fyrir fjórða hvert barn sem varð fyrir kynferðisofbeldi eða heimilisofbeldi.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að taka ákvarðanir út frá bestu rannsóknum á hverjum tíma.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Ríkið á að styðja Grindvíkinga til að búa þar sem þeir kjósa.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Alltaf
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Ekki spurning
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Svona flatur skattur kemur alltaf verst niður á hinum lágt settu.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Við þurfum miklu frekar að skoða í hvað við eyðum orkunni. Styrkjum grænmetis og matvælabændur frekar en stóriðju
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Það er mikilvægt að hafa regluverk um byggingaiðnað til að gæta fyllsta öryggis. En reglugerðir sem eru að stjórnast í stærð ofl. mætti alveg vera opnara.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Ása Lind Finnbogadóttir
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Auðvitað. Við eigum að virða lýðræðislegar kosningar!
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Ása Lind Finnbogadóttir5
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Það er fáránlegt að ríkasta fólkið borgi minnstu skattana og ekkert til sveitarfélagana. Ég veit alveg að fólk með lítil fyrirtæki eru oft að basla en ef þau eru það gjöful að þau borgi arð til eigenda sinna á það fólk að sjálfsögðu að borga skatta og útsvar eins og annað fólk.
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Ása Lind Finnbogadóttir3
- 4
- 5
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Það ætti að hætta að skattleggja fátækt og það má gjarnan létta byrðum af millistéttum. Það er ríkasta fólkið sem á að borga hlutfallslega meira en ekki almenningur. Það er gjörsamlega fáránlegt að fólk með fjármagnstekjur þurfi ekki að borga útsvar!
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Ása Lind Finnbogadóttir4
- 5
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Mjög mikilvægt Við eigum nægar auðlindir til að gera vel við Íslendinga OG flóttafólk
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Ása Lind Finnbogadóttir3
- 4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Ása Lind Finnbogadóttir3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Ása Lind Finnbogadóttir svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Stjórnarskráin
Svona svarar Ása Lind Finnbogadóttir:
Ný stjórnarskrá felur í sér svo mikið réttlæti á svo mörgum sviðum svo að ég vel hana sem þriðja mál. Rétturinn til að knýja á þjóðaratkvæðagreiðslu og auðlindaákvæðið er grundvöllur fyrir öllum hinum málunum.