Atli Stefán Yngvason (16. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er 41 árs Reykvíkingur og er alinn upp í Hlíðunum og Breiðholti. Ég bý nú í 105 Reykjavík ásamt maka mínum honum Ægi Mána Helgasyni kaupmanni. Foreldrar mínir eru Guðrún Halla Tulinius túlkur/þýðandi og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Ég er samskipta- og markaðsstjóri Mílu, meðstjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið (tæknivarpið.is) og formaður íbúaráðs Laugardals.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1983
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku og dönsku.
Við hvað starfar þú?
Samskipta- og markaðsstjóri
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Eigin húsnæði - íbúð á þéttingarreit.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
B.Sc. gráða í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
5-6 ár
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Vistvæn þjóð sem brennur fyrir mannréttindu, lýðræði og alþjóðasamstarfi. Þjóð sem aðrir þjóðir horfa til og vilja líkjast í frelsi, velmegun og lífsgæðum.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Maynard James Keenan
Hver er þín eftirlætis bók?
American Gods.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
1. Spirited away 2. Old Boy 3. LOTR Return of the king 4. Empire strikes back 5. Dune 2 6. Sin City 7. LOTR Fellowship of the Ring 8. Aliens 9. Howl's moving castle 10. LOTR Two Towers
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Tækniþróun - tækni og tæki.
Svör við kosningaprófinu:
Atli Stefán Yngvason
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Við höfum því miður náð að smíða hér kerfi sem býr til ofurríkt fólk sem berst gegn samfélagsmyndun og kaupir sér fjölmiðla til að dreifa óupplýsingum með það markmið að lágmarka þátttöku í uppbyggingu samfélagsins. Ofríkt fólk beitir sér gegn því að auður dreifist til fleiri aðila og sankar að sér völdum. Þetta hefur áhrif á réttlæti, sanngirni og tækifæri annarra til að njóta velmegunar. Ég er alveg til í að fólk geti efnast en það eru klárlega efri mörk.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Heilbrigðiskerfi sama hvar þau eru rekin reiða sig á einkarekstur fyrir tækjabúnað, nýsköpun, aðferðir og lyf. Ríkið á að veita almennilega grunnþjónustu og það á að vera skýrt hvað sé innifalið þar þannig einkarekstur geti dafnað utan grunnþjónustu. Þarfir notenda eiga að stýra því hvað sé innifalið í grunnþjónustu og þar hefur sárlega vantar áherslur á geðheilbrigði og lýðheilsu.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Öll menntun er samspil skóla og foreldra. Börn ættu klárlega að kynnast mismunandi útgáfum samfélagslegra gilda og mynsturs í grunnskóla.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Hér ætti enginn að þurfa síga inn í fátækt á verðbólgu og hávaxtatímabilum.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Góðar almenningssamgöngur eru umhverfis- og mannréttindamál. Þetta eru samgöngur þeirra sem hafa minna á milli handanna. Þetta er miklu umhverfisvænara en aðrir samgöngukostir.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mér finnst í góðu lagi að styrkja frelsisbaráttu Úkraínu - sú barátta hefur mikla þýðingu fyrir Evrópu. Það að hagnast af vopnakaupum er hinsvegar allt annað mál.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Ef kostnaðarþátttaka eykst lækkar aðgengi fólks að heilbrigðiskerfinu. Það þarf að koma í veg fyrir . Komugjöld og slíkt eru hinsvegar alltof lág, eða almennt notkunartengdgjöld og hefur fyrri ríkisstjórn lækkað þau of mikið - sem hefur t.d. fyllt allar heilsugæslur landsins af "frequent fliers".
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Já, eitt af hlutverkum skatta er að styðja fólk í samfélaginu okkar þegar þau þurfa á því að halda.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Íslenskt samfélag á þessar auðlindir saman. Strax og aðilar eru farnir að sanka að sér auðlindum á ósanngjarnan máta og flýta pening út í skattaskjól - þá er eitthvað rotið í gangi.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Þetta stríð er á forræði hins vestræna heims og við erum öll þáttakendur í þeirra ömurð sem á sér stað þar. Þetta eru stríðsglæpir sem við munum öll skammast okkur fyrir í framtíðinni.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Þau sem menga þau borga. Mengun gengur á lífsgæði og auðlindir samfélaga. Mengun mun alltaf kosta eitthvað til lengri tíma og er nú þegar farin að kosta okkur.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Við þurfum talsvert meira af mannúð í núverandi kerfi. Við þurfum á fólki að halda til lengri tíma og við þurfum að taka vel á móti fólki sem vill hingað koma til að vinna og taka þátt í samfélaginu.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Atli Stefán Yngvason
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Já, alveg fram að því að þau viðbrögð og lyf sem við þurfum eru mætt til leiks.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Ef þú setur inn "kvikt jarðhræringarsvæði næstu áratugi" í stað Grindavík, þá er nokkuð auðvelt að gera upp hug sinn. Annars mun ég hlusta á sérfræðinga hvað varðar framtíð hættusvæða eins og Grindavík er - ekki einhver loforð stjórnmálafólks.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Flest atvinnustarfssemi gengur á náttúruna en mismikið. Við þurfum átta okkur á áhrifum atvinnuuppbyggingar á náttúruna til að geta vegið hana - án náttúru eigum við engin lífsgæði til lengdar. Það er til góð skopmynd sem rammar þetta inn. Þar sitja nokkrir aðilar saman í dystópískum aðstæðum utandyra og eru að hlýja sér yfir varðeld og einn aðilinn segir "Yes, the planet got destroyed. But for a beautiful moment in time we created a lot of value for shareholders."
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Mjög mikilvægt Samstarf á alþjóðalegum vettvangi er það sem hefur skipt sköpum fyrir velmegun á Íslandi. Marshall aðstoðin og EES-samningurinn þar helst að nefna. Það eru tvær helstu ástæður þess að við búum ekki lengur í torfkofum.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Já, þetta virkaði mjög vel fyrir Hvalfjarðargöngin. Meira svona og minna af framúrakstri sem lendir á ríkinu.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Já, einhvern tímann í framtíðinni munum við þurfa að virkja eða nýta betur þær virkjanir sem við eigum. Ég er hinsvegar ekki á því að koma upp óafturkræfum vatnsfallsvirkjunum sem stoppa alla fossa landsins. Ég er mjög opinn fyrir vindmyllum og sólarorku.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Ég sé ekki í fljótu bragði hvaða reglugerðir ættu að fjúka - í nútímalegu samfélagi - nema við viljum stíga mörg skref aftur til fortíðar og þægindum.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Atli Stefán Yngvason
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Alveg klárlega. Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og lýðræði þarf að vera í stöðugri þróun til að skila sem mestum ábata fyrir samfélög.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Atli Stefán Yngvason4
- 5
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Það eru ýmsar lausnir til þess að styðja við samfélagið. Hér eru skattar frekar lágir á atvinnurekstur - lægri en í BNA síðast þegar ég vissi. Það á samt ekki blint að hækka skatta - það á að hækka skatta þar sem það er hægt og til þess að fjármagna félagskerfi sem virka.
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Atli Stefán Yngvason3
- 4
- 5
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Ég hef engan áhuga á því að hækka eða lækka skatta - ég hef áhuga á því að auka lífsgæði Íslendinga, tryggja stöðugan kaupmátt og efla efnahag landsins.
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Atli Stefán Yngvason4
- 5
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Góðir innviðir sem taka vel á móti fólki sem hingað vill flytja og vinna hér eru ein grunnstoð lífsgæða Íslendinga.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- Atli Stefán Yngvason2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Við eigum að reka okkar opinberu stofnanir með hagræði, aðgengi og sanngirni sem leiðarljós. Ef flutningur opinberra starfa nær að haka við þau box þá er ég opinn fyrir því. En ég held að þetta séu bittlingar fortíðar þegar betur er að gáð.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- Atli Stefán Yngvason4
- 5
Svona svarar Atli Stefán Yngvason:
Við eigum að uppfylla áfengissölulögin sem við eigum að setja út frá EES-samningi.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Atli Stefán Yngvason svaraði:
- Evrópumál
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál