Berglind Sunna Bragadóttir (14. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er fæddur og uppalinn Suðurnesjamaður. Ég flutti til Reykjavíkur að háskólanámi loknu og hóf að vinna við markaðsmál. Fram að því hafði ég unnið í fjölbreyttum störfum á Keflavíkurflugvelli. Jafnréttismál, hvort sem þau snúa að búsetu, efnahag, uppruna, kyni eða kynhneigð skipta mig gífurlega miklu máli sem og geðheilbrigðismál. Ég hef mikla trú á íslensku samfélagi og þykir miður hversu mikið það hefur verið talað niður undanfarið.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1992
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku og get reddað mér á þýsku.
Við hvað starfar þú?
Sérfræðingur í stafrænum samskiptum hjá Icelandair
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Leiguhúsnæði
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Ég gekk í Framsókn í nóvember 2019, svo 5 ár.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Við þurfum að hlúa vel að samfélaginu okkar og þétta raðirnar betur, einmannaleiki er faraldur sem við verðum að vinna bug á. Eftir 10 ár vil ég að við séum ekki eins sundruð og við erum í dag og að Íslendingar hafi meiri trú á framtíðinni en þeir gera nú. Ég vil að við búum yfir öflugu heilbrigðis- og menntakerfi að hér sé öflug nýsköpun. Að fólk vilji búa hér vegna þess að hér séu bestu lífsgæðin, mesti jöfnuðurinn, mesta hamingjan og flest tækifæri.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Angela Merkel, vegna hennar málefnalegu og stöðugu forystu, hæfni til að brúa bilið milli ólíkra sjónarmiða, og ábyrgðar í ákvörðunum. Hún stöð föst á sínu gagnvart erfiðum mótaðilum án þess þó að falla í gryfju forherðingar.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Zach Bryan er í mestu spiluninni þessa dagana en hljómsveitirnar Muse og Metric eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Hver er þín eftirlætis bók?
Remarkably Bright Creatures eftir Shelby Van Pelt sem ég bíð enn spennt eftir að komi út í íslenskri þýðingu.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Perks of Being a Wallflower eða Rocky Horror Picture Show - fer eftir deginum.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Ætli ég verði ekki bara að segja pólitík. Ég hef frá blautu barnsbeini verið mjög áhugasöm um stjórnmál og ég sé ekki fram á neitt lát á því úr þessu.
Svör við kosningaprófinu:
Berglind Sunna Bragadóttir
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Ísland er í forystu á heimsvísu þegar kemur að jafnréttismálum, bæði varðandi kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Þessi árangur er afrek sem við getum verið stolt af, en það er jafnframt áminning um að við getum enn gert betur. Jafnréttið er stöðug barátta sem kallar á áframhaldandi þrautseigju og samstöðu okkar allra. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna að samfélagi þar sem öll njóta jafnréttis og virðingar, hvort sem um er að ræða lagaleg réttindi eða daglegt líf.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Það er mikilvægt að tryggja Íslendingum þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa, óháð rekstrarforminu. Allir ættu að hafa jafnan aðgang að þjónustunni, án þess að einhver geti greitt sig fram fyrir röðina. Áherslan ætti að vera á gæði þjónustunnar og aðgang allra að henni, því heilbrigðisþjónusta er ekki verslunarvara heldur réttindi allra landsmanna.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Ef spurt er hvort við ættum að hætta að fræða börn um heilbrigði, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og sjálfbærni, þá er svarið einfaldlega nei. Slík fræðsla ætti að byggja á bestu fáanlegu gögnum og vera hlutlaus, án pólitískrar innrætingar. Lestur, skrift og reikningur eru vissulega mikilvæg, en fjölbreytt fræðsla styður við heildstæðan þroska barna og eflir þau sem borgara.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Óháð gögn sýna að Borgarlínan mun margborga sig þegar hún verður að veruleika. Þessi mikilvæga framkvæmd hefur tafist óþarflega vegna óþarfa þrætna um smáatriði, en það er ljóst að höfuðborgarsvæðið þarf betri almenningssamgöngur. Fólk á að hafa valfrelsi um ferðamáta án þess að vera bundið við bílinn.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Að sjálfsögðu eigum við að styðja við bakið á Úkraínumönnum meðan þeir berjast gegn árás á sýn landamæri og sjálfstæði. Friður væri besti kosturinn, en Úkraína fékk ekki það val.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Kostnaður á ekki að koma í veg fyrir að fólk sæki sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Meginmarkmið skattkerfisins ætti að vera að fjármagna öflugt mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi sem nýtist öllum.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Auðlindir landsins ættu vera nýttar á sjálfbæran hátt og arður af nýtingu þeirra að renna til samfélagsins.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Mannúðarkrísan í Gaza er hræðileg, engum dylst það. Ísland ætti að beita sér fyrir því að stjórnvöld í Ísrael og Palestínu setjist niður og semji um frið á grundvelli tveggja ríkja lausnar. Við getum haft bein áhrif með því að bjóða fram mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og bjóða fram fundarstað fyrir friðarviðræður.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Það er eðlilegt að þeir sem menga greiði fyrir það, því við öll berum kostnað af mengun. Kostnaðurinn getur verið aukinn heilbrigðiskostnaður, umhverfistjón og hærri útgjöld við að hreinsa upp eftir mengunina.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Samþykktar umsóknir hælisleitenda hafa lengst af verið undir evrópumeðaltali, en aukningin síðustu ár hefur að mestu komið frá Úkraínu og Venesúela, hópum sem allir flokkar samþykktu að taka á móti. Eftir breytingar á heildarsýn í útlendingamálum hefur dregið verulega úr samþykktum umsóknum. Fólk er ekki vandamál.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Ísland er enn eitt af öruggustu og friðsælustu samfélögum heims. Glæpatíðni er lág og traust í samfélaginu mikið. Við höfum öflugt réttarríki og trú á lýðræði og mannréttindum. Áskoranir eru alltaf til staðar, en það er engin ástæða til að bölsýni – við þurfum bara að taka á þeim. Það er ódýr pólitík að selja fólki vandamál.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Við verðum að halda áfram að vernda náttúruna okkar á sama tíma og við nýtum auðlindir hennar fyrir land og þjóð. Þetta þarf að vera í jafnvægi og gert af virðingu, því við getum ekki nýtt það síðar sem við höfum þegar eytt.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Ekki nema skýr krafa komi til af hálfu þjóðarinnar.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Það var farsælt að fjármagna Hvalfjarðargöng með álagningu veggjalda, þar sem þau sem notuðu göngin greiddu fyrir þau. Framkvæmdin verður að vera vel úthugsuð og með sanngirni að leiðarljósi.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Það á engin að þurfa að brenna olíu fyrir orku í landi sem er jafn ríkt af auðlindum og Ísland.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Þó þörf sé á hraðri uppbyggingu megum við ekki gefa eftir í kröfum um aðgengilegt og öruggt húsnæði. Vissulega mætti endurskoða lögin til að kanna hvort rými sé til að auka skilvirkni en ég myndi fellst seint á að "slaka á regluverki" í þágu hraðari uppbyggingar.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Berglind Sunna Bragadóttir
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Stjórnarskránna þarf að endurskoða í gagnsæu ferli byggðu á skýru umboði frá þjóðinni. Stjórnarskráin þarf að endurspegla sem best sameiginleg gildi þjóðarinnar og vera í takt við nútímann.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Berglind Sunna Bragadóttir4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- Berglind Sunna Bragadóttir2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Berglind Sunna Bragadóttir4
- 5
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Inngilding er gífurlega mikilvæg. Við getum ekki kvartað yfir ógn við menningu og tungumál ef við erum ekki tilbúin að verja fjármunum í að veita þeim sem hingað flytja greiðari aðgang að þeim.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- Berglind Sunna Bragadóttir4
- 5
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Valdi og opinberum störfum þarf að dreifa um landið til að tryggja jafnræði. Það gengur ekki upp frá sanngirnis sjónarmiði að flest störf séu á sama svæði og Alþingi og þar sem flest fólk býr.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Berglind Sunna Bragadóttir3
- 4
- 5
Svona svarar Berglind Sunna Bragadóttir:
Ég er ekki sannfærð um að ríkið þurfi að fara með sölu á áfengi, en rannsóknir sýna að aukið aðgengi leiðir oft til aukinnar neyslu og misnotkunar með alvarlegum afleiðingum. Það væri hægt að fela einkaaðilum sölu áfengi, en þá með sömu hömlum og ÁTVR býr við í dag - áfengi í sér rýmum, aðeins til sölu á ákveðnum dögum og tímum o.s.frv.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Berglind Sunna Bragadóttir svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Vextir og verðbólga