Dagbjört Hákonardóttir (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Er gift Þórhalli Gísla Samúelssyni og eigum við tvö börn á aldrinum 11 og 7 ára. Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2010 sem lögfræðingur og hef starfað sem slíkur lengst af hjá Reykjavikurborg, með sérhæfingu í stjórnsýslu- og upplýsingatæknirétti, sem og menntamálum. Er jafnaðarkona fram í fingurgóma sem áhuga á nærsamfélaginu, en líka með hugann við þróun mála á alþjóðavísu.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1984
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, dönsku, sænsku og frönsku.
Við hvað starfar þú?
Alþingismaður
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Eigin húsnæði í fjölbýli.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Meistarapróf í lögfræði
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Ég fór á fyrsta fund hjá ungliðahreyfingunni 17 ára gömul árið 2002 og hef ekki snúið aftur síðan.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Ísland verður vonandi undir stjórn jafnaðarmanna, þar sem gildi jafnaðarstefnunnar hafa náð eyrum fólks í öllum kimum samfélagsins. Við verðum áfram fjölbreytt samfélag, en höfum tekið örugg skref í átt að því að tryggja lögbundna þjónustu til allra hópa.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Belle and Sebastian. Spilverkið. Já ég var í MH, af hverju spyrðu?
Hver er þín eftirlætis bók?
Lesarinn eftir Bernard Schlink og Þú átt gott Einar Áskell eftir Gunillu Bergström
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Ghost World og Royal Tenenbaums. Og Stella í Orlofi. Alltaf Stella.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Ég elska að fara í bíó og borða mat með mínu fólki, hvort sem það er í heimahúsi eða góðum stað. Ég sauma líka út, og mig dreymir um að að geta hlaupið meira. Og karókí!
Svör við kosningaprófinu:
Dagbjört Hákonardóttir
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Já, en betur má ef duga skal.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Hér á landi eru aðilar sem sinna einkarekinni þjónustu við góðan orðstír, en almennt ætti að bæta eftirlit með fjármögnun þjónustunnar. Við ættum ekki að stefna í þær áttir að hagnaðardrifnir aðilar greiði sér í meiri mæli arð úr starfsemi sem byggir á grunnheilbrigðisþjónustu. Samfylkingin vill að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sé á forsendum hins opinbera - enda er þjónustan greidd með skattfé almennings.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Það er ekki æskilegt að stefna að því að fjarlægja gagnrýna hugsun og samfélagsfræðslu úr skólakerfinu. Skólastofnanir eiga samkvæmt lögum að tryggja öruggt umhverfi nemenda og starfsfólks, og þar af leiðandi verða ákveðin gildi alltaf að vera höfð að leiðarljósi, svo sem samkennd og virðing.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Öll eigum við að geta náð endum saman í lok hvers mánaðar, ekki síst þau sem vinna fulla vinnu. Það á vitanlega líka við um þau sem hafa lokið vinnuskeiði eða geta einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði. Launahækkanir fara ekki bara fram í tengslum við kjarasamninga, heldur höfum við jafnaðarmenn talað fyrir öflugum tilfærslukerfum - svo sem barnabótum og stuðningi við fólk á leigumarkaði.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Dagbjört Hákonardóttir
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ísland hefur stutt við varnarbaráttu Úkraínu með því að leggja til fé í sjóði sem nýttir eru m.a. til vopnakaupa. Þá hefur Ísland jafnframt stutt við kaup á búnaði sem hentar konum sérstaklega. Kallað hefur verið eftir því að fjárhagslegur stuðningur Íslands sé skilyrtur við mannúðaraðstoð á svæðinu. Að virtu ástandinu í Úkraínu sem og alþjóðavísu tel ég ekki hægt að gera þær kröfur.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Kostnaðarhlutdeild getur verið bein (t.d. komugjöld) og svo óbein, svo sem ferðakostnaður þeirra sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Mjög mikilvægt Jafnaðarstefnan gengur út á að tryggja félagslegt réttlæti og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er mikilvægt að nýta skattkerfið með þeim hætti að allir íbúar landsins eigi jöfn tækifæri, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Til þess þurfum við að gera þær kröfur að breiðustu bökin greiði sanngjarnan skerf til samfélagsins, og ekki síður en þau sem eru tekjulægri. Á Íslandi eru þar mikil svigrúm til umbóta.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Dagbjört Hákonardóttir
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ísland ætti að kalla eftir samtali um beitingu viðskiptaþvingana gegn Ísrael í samstarfi við aðrar Norðurlandaþjóðir. Við höfum áður sýnt skýrt fordæmi þegar við viðurkenndum Palestínu árið 2014 og aðrar þjóðir fylgdu á eftir. Hörmungunum þarf að linna.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Við þurfum að leita allra leiða til að ná tökum á losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvægt er þó að taka sérstakt tillit til tekjulægri hópa og að einstaklingar í þeim hópi beri ekki þyngri byrðar en aðrir.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Útlendingalögum var breytt vorið 2024. Ég ásamt fleiri þingmönnum Samfylkingarinnar studdum breytingarnar að hluta en vildum þó standa vörð um mikilvægi fjölskyldusameiningar. Ekki var fallist á tillögu okkar þar um. Tíminn verður að leiða í ljós hvort frekari breytinga sé þörf. Leita þarf allra leiða til að tryggja mannúð og réttindi barna í þessum flókna og íþyngjandi málaflokki, í sífellt ótryggari heimi.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Stjórnvöld geta gert margt mun betur til að tryggja daglegt öryggi fólks, svo sem með eflingu öryggisinnviða og forvarna. Öryggi á heimsvísu hefur ekki verið minna í áratugi, en ég get ekki fallist á að samfélagið okkar sé hvorki öruggt og friðsælt. Öryggi fólks er hins vegar grundvallarforsenda fyrir vellíðan og jafnan mikilvægasta verkefni stjórnvalda að tryggja það.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ekki er hægt að setja sig í ímyndaðar aðstæður að þessu leyti.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ég hef ekki forsendur til að meta hver staða innviða er í Grindavík m.t.t. óvissu um þróun jarðelda sem gætu varað í áratugi til viðbótar. Öryggi Grindvíkinga er fyrir öllu.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ég geri athugasemd við orðalag, því þetta er metið með ítarlegum hætti hverju sinni i rammaáætlun undir formerkjum sjálfbærrar þróunar. Atvinnuuppbygging getur ekki alltaf gengið fyrir viðkvæmum, mikilvægum landsvæðum, en eigi frekari orkuöflun að fara fram mun það leiða til hagsmunamats á því hvort að hvaða marki eigi að ráðast í framkvæmdir.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Já - en hér skiptir tímasetning öllu sem og þátttaka mikilvægra hagsmunahópa á borð við samtök atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja, aðila í landbúnaði sem og í sjávarútvegi. Eigi að fara fram aðildarviðræður kallar það á mikla þátttöku af hálfu þessara hópa. Í lok dags ræður þjóðin, en það er skylda stjórnmálafólks að virkja alla til þátttöku og gera kröfu um að íslenskir hagsmunir séu virtir.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Samfylkingin vill að framkvæmdir í samgöngumálum verði áfram fjármagnaðar með almennum hætti í gegnum ríkissjóð. Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur sértæk staðbundin gjaldtaka þó komið að gagni og verið réttlætanleg. Mikilvægast er að frumkvæði að slíkri gjaldtöku komi frá nærsamfélagi, heimafólki sjálfu. Þá þarf markmiðið með gjaldtökunni að vera skýrt og tekjurnar af henni að nýtast beint til að ná settu marki.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Samfylkingin heur 10 ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um 5 TWh. Með bættri orkunýtni má fá allt að 1 TWh á sama tíma
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Dagbjört Hákonardóttir
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Skoða má ýmsar leiðir til að gera aðilum kleift að breyta skrifstofuhúsnæði í almennar íbúðir, en þó aldrei svo að slakað sé á öryggi.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Dagbjört Hákonardóttir
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Dagbjört Hákonardóttir4
- 5
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Fyrirtæki eru ekki einsleit og sumar atvinnugreinar eru aflögufærari en aðrar. Við viljum áfram hlúa að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og gera þeim kleift að dafna.
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Dagbjört Hákonardóttir3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Dagbjört Hákonardóttir5
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Mjög mikilvægt Þetta er eitt af okkar allra mikilvægustu verkefnum, sem hefur því miður verið verulega vanrækt vegna skorts á samheldni í ríkisstjórn og stefnuleysi. Íslenskan er lykillinn að samfélaginu og við þurfum að tryggja að vönduð kennsla standi öllum til boða. Úttekt OECD um stöðu innflytjenda sýnir svart á hvítu að við þurfum að leggjast í þjóðarátak. Við byrjum í skólunum, og þar þurfum við heldur betur að fjárfesta í menntun sérfræðinga.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Dagbjört Hákonardóttir3
- 4
- 5
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Hér þarf að horfa til þess að fjarvinna veitir fleiri tækifæri en var fyrirséð fyrir nokkrum árum. Störf án staðsetningar hafa marga kosti sem ætti að skoða betur.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Staðan í dag endurspeglar að mínu mati ekki það lagaumhverfi sem gildir, og breytingarnar á undanförnum árum hafa farið fram án þess að stjórnvöld sýni forræði á málaflokknum. Rétt er að skoða kosti og galla við breytingar sl. ára, en ljóst er að ræða þarf ítarlega ef Ísland ætlar að vera það svæði þar sem einna mesta frjálsræði gildir Evrópu.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Dagbjört Hákonardóttir svaraði:
- Málefni ungs fólks
- Menntamál
- Útgjöld og tekjur hins opinbera
Svona svarar Dagbjört Hákonardóttir:
Ísland þarf að sinna öllum lögbundnum verkefnum sínum með sóma, og leggjast í endurskoðun á skattkerfinu til að fjármagna þau. Ungt fólk á að geta einbeitt sér að öðru en því einu að geta keypt sér fasteign í framtíðinni. Við eigum að tryggja daglegt öryggi fólks og fjárfesta í velferðarkerfum, og ekki síst í menntakerfinu. Umfram allt þurfum við að rækta félagslega samheldni okkar og nærsamfélagið, til þess að geta verið til staðar fyrir hvort annað. Það er grundvallarhugsjón okkar jafnaðafólks.