Einar Jóhannes Guðnason (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég heiti Einar Jóhannes, 30 ára, giftur með eitt barn. Hef verið giftur í 10 ár, við konan bjuggum úti í 8 ár. 3 ár í Ástralíu og 5 ár í Danmörku. Eftir að við fluttum heim var raunveruleikinn annar en sá sem við fluttum frá og hef ég verið virkur í stjórnmálum að vekja athygli á málefnum ungs fólks og berjast fyrir bjartari framtíð.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1994
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Er nýfluttur í Kópavoginn en er fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, er fínn í dönsku ef Danirnir nenna að tala dönsku.
Við hvað starfar þú?
Er viðskiptastjóri hjá 50skills
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Íbúð í fjölbýli
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Framhaldsskólapróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Ég var lengi óflokksbundinn eftir að ég flutti heim í mars 2023 en skráði mig í flokkinn í upphafi þessa árs. Hef þó alltaf kosið þann flokk sem Sigmundur Davíð hefur leitt.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Ísland ætti að vera aftur öruggt og friðsælt land þar sem allir eiga möguleika á því að eiga gott líf. Sanngjörn húsnæðislán, leigumarkaður þar sem ungt fólk getur leigt og safnað pening á sama tíma, lágir skattar og blússandi atvinnulíf. Ungt fólk sem fer út í nám vill flytja aftur heim og fólk á eftirlaunaaldri getur farið á eftirlaun með reisn og notið lífsins.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Sigmundur Davíð. Maður sem gerir það sem hann segist ætla að gera og einblínir á innihald umfram umbúðir, vantar meira af því í pólitík.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Júníus Meyvant, Eló og Dopamine Machine. Það er allavega sú tónlist sem ég hef verið mest að hlusta á undanfarið.
Hver er þín eftirlætis bók?
Á svosem ekki einhverja eina sem er uppáhalds, les mér meira til gagns en gamans. Bestu bækur sem ég hef lesið nýverið eru Never Split the Difference (fyrir sölu) og Extreme Ownership (fyrir leiðtogahæfni).
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Back to the Future myndirnar eru þær sem eru alltaf uppáhalds. Er annars mikill Star Wars og Lord of the Rings maður.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Ég fylgist mikið með NFL (amerískur fótbolti) og alþjóðastjórnmálum, enda eflaust oftast á því að skoða eitthvað tengt því.
Svör við kosningaprófinu:
Einar Jóhannes Guðnason
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Erum enn á fínum stað en klárlega ekki á réttri leið.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Heilbrigt jafnvægi milli einkareksturs og ríkisreksturs í heilbrigðiskerfinu gerir öllum gott og getur skapað heilbrigða samkeppni. Það má þó ekki verða svo að allir hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Mjög mikilvægt Skólakerfið var byggt upp á þessu áður fyrr og gekk vel, við snerum dæminu við og erum í dag að uppskera sögulega lélegan námsárangur. Auðvitað er skólinn staður til þess að læra og þarf að fjalla um samfélagsleg málefni en það þurfa ekki að vera heilir áfangar og miklar áherslur á hlutum sem gætu verið einn tími í lífsleikni.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Vandinn leysist ekki með því að hækka lágmarkslaun. Efnahagsvandamálið núna er skapað af óheftum útgjöldum ríkisins, og með því að taka til þar þá eykst raunkaupmáttur og verður óþarfi að hækka laun.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Mjög mikilvægt Alls ekki. Virkilega óskynsamlegt að skuldbinda þjóðina til opins tékka sem verður að minnsta kosti 300+ milljarðir króna og ráðherrar hafa þegar sagt að talan verði mun hærri. Skortir alla skynsemi.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Þetta er mjög umdeilt mál í samfélaginu. Auðvitað þarf að hjálpa þeim sem eru í neyð en að fjármagna beint vopnakaup er eitthvað sem ég á erfitt með að vera fylgjandi.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Þetta er eflaust hægt að gera með betri ráðstöfun á fé í heilbrigðiskerfinu, væri ósammála ef eina leiðin væri aukin skattheimta.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Mjög mikilvægt Skattkerfið á að vera til þess að ríkið geti varið náttúruleg réttindi borgara, það á ekki að vera stjórnunartól yfirvalda. Höldum sköttum í lágmarki og leyfum fólki að eiga eins mikið og hægt er af laununum sínum.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Aukin skattheimta mun alltaf enda á almennum borgurum á endanum.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Einar Jóhannes Guðnason
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Við þurfum að minnka þessi gjöld. Við getum ekki verið þjóð sem segist berjast fyrir frelsi einstaklingsins og bæta svo við endalaust af gjöldum til að þvinga fólk til hlýðni. Við erum þegar mjög framarlega og er það í DNA okkar Íslendinga að hugsa vel um náttúruna.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Mjög mikilvægt Það þarf að herða lög og reglur til þess að færri komi til landsins í þeim tilgangi að sækja um alþjóðlega vernd. Núverandi kerfi hefur leitt til þess að þúsundir hafa komið hingað í þessum tilgangi, beðið 1-2 ár eftir svari og fá svo neitun. Það er ekki í lagi. Við viljum hjálpa eins mörgum og við getum, eins vel og við getum, það gerist ekki nema með stjórn á landamærunum.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Ofbeldi er að aukast í miklum mæli og tek ég sérstaklega eftir því í samtölum við konur að þær upplifa sig óöruggar. Vopnaburður ungmenna og ofbeldi er að aukast og þessu þarft að taka á.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Alltaf auðvelt að vera vitur eftirá en ég furða mig enn á daglegum upplýsingafundum og tíðum breytingum samkomutakmarkana. Þetta bjó til óþarfa kvíða einstaklinga og er mikilvægt að næst verði betur haldið á spilunum.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Ósanngjarnt orðalag, „sama hvað það kostar“ er mjög breitt hugtak og er því erfitt að taka afstöðu með því. Ef hægt er að búa áfram í Grindavík eigum við auðvitað að stefna að því að endurreisa Grindavík.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Áhrif á náttúruna á klárlega að vera tekin með í reikninginn en það þarf að beita almennri skynsemi. Hagsmunir náttúrunnar er mjög huglægt mat og á því ekki að vega þyngra.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Sé enga ástæðu til þess.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Vera með svipað viðskiptamódel og Hvalfjarðargöngin. Þeir sem áttu oft leið í gegnum göngin gátu keypt 1000 ferðir á mjög sanngjörnu verði. Væri hægt að vera með leið fyrir íbúa að kaupa slíkt og ferðamenn gætu þá í auknum mæli borgað upp vegaframkvæmdir.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Mjög mikilvægt Klárt mál, við erum með fullt af ónýttum kostum sem eru þegar í rammaáætlun.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Einar Jóhannes Guðnason
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Einar Jóhannes Guðnason
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Erum með mun stærri vandamál sem þarf að leysa.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- Einar Jóhannes Guðnason2
- 3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- Einar Jóhannes Guðnason2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Einar Jóhannes Guðnason4
- 5
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Þetta er mikilvægur málaflokkur, eflaust hægt að gera mun betur með þá peninga sem settir eru í íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Get ekki tekið afstöðu þar sem ég er ekki nógu inn í því hvernig peningnum er nákvæmlega ráðstafað í dag og veit því ekki hvort það skorti pening eða þeim sé ekki varið skynsamlega. Set meira því niðurstöðurnar hafa ekki verið góðar.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Einar Jóhannes Guðnason3
- 4
- 5
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Ef það á við, auðvitað. Það þarf þó að endurskoða fjölda stofnanna og opinberra starfa.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Einar Jóhannes Guðnason3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Einar Jóhannes Guðnason svaraði:
- Húsnæðismál
- Málefni flóttafólks og innflytjenda
- Vextir og verðbólga
Svona svarar Einar Jóhannes Guðnason:
Það er auðvitað mjög erfitt að velja bara 3 hér. Vextir/verðbólga helst í hendur við útgjöld og tekjur hins opinvera.