Grímur Grímsson (3. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég hef starfað sem lögreglumaður í 37 ár og er yfirlögregluþjónn og stýri Rannsóknarsviði Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Auk þess að hafa lokið námi frá Lögegluskóla ríkisins eru ég viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í endurskoðun og reikningshaldi. Ég er kvæntur faðir þriggja uppkominna barna. Við eigum sex barnabörn. Áherslumál mín eru: lækkun verðbólgu og vaxta og öryggismál, þ.m.t. málefni barna og netöryggi.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1961

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku og dönsku

Við hvað starfar þú?

Ég er lögreglumaður

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Ég bý í eigin húsnæði, í fjöleignahúsi.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Meistarapróf

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Ég er nýgenginn í Viðreisn.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Réttlátt samfélag þar sem þar sem frjálslyndi og jafnrétti er haft að leiðarljósi. Við munum búa við efnahagslegt jafnvægi og vera þátttakendur í alþjóðlegri samvinnu.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Friðrik Sophusson

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Eric Clapton. Eagles.

Hver er þín eftirlætis bók?

Minningabók e. Vigdísi Grímsdóttur

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Guðfaðirinn I

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Hjólreiðar

Svör við kosningaprófinu:

Grímur Grímsson

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Laun eru ákvörðuð í frjálsum samningum, tækifæri til menntunar eru fremur góð og jöfn, kynjajafnrétti mikið, a.m.k. samanborið við aðrar þjóðir.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Blandað kerfi, þ.e. öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem tekist er á við erfiðari tilfellin ásamt samningum við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk, er líklegt til að stytta biðlista. Gæta þarf að jafnvægi, þ.e. að einkarekstur taki ekki frá opinbera kerfinu og minnki möguleika þess til þjálfunar starfsfólks.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Grímur Grímsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Uppeldi, þ.m.t. kennsla í grunnfögum, þ.e. lestri, skrift og stærðfræði svo og kynning á samfélagslegum gildum á að vera samstarf foreldra og skóla og e.a. fleiri aðila í samfélaginu, s.s. fleiri úr fjölskyldu barna og þá sem koma að tómstundum barna. Öll einhliða "kennsla" rýrir möguleika barna til þess að mynda sér sjálfstæða skoðun.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Lágmárkslaun eiga að vera sem næst svokölluðum neysluviðmiðum. Lág lágmarkslaun leiða til misskiptingar og minnka möguleika foreldra til að veita börnum sínum eðlileg kjör sem þurfa að vera sambærileg kjörum barna almennt.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Grímur Grímsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það er ekki fullreynt að bæta leiðarkerfi strætó þannig að það þjóni tilgangi sínum, þ.a. notkun almenningssamgangna sé raunverulegur kostur fyrir íbúa Höfuðborgarsvæðisins, án Borgarlínu. Aðrar nauðsy legar samgöngubætur mega ekki líða fyrir uppbyggingu Borgarlínu.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Grímur Grímsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Stríð verður ekki háð án vopna. Ef við styðjum Úkraínumenn sem Rússar hafa ráðist á þá verðum við að skilja að barátta þeirra er háð með vopnum. Að ætla öðrum þjóðum að sjá Úrkaínumönnum fyrir vopnum en við séum í mýkri málum er hræsni.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mikil kostnaðarþátttaka getur gert það að verkum að fólk leiti síður eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins og þannig úr jafnræði þegnanna þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Segir sig eiginlega sjáft.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Grímur Grímsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Aðgangur að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar á ekki að vera byrði á þjóðinni og á a.m.k. að standa undir opinberri þjónustu við leyfishafa og viðeigandi eftirlit.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Við eigum að horfa til þess að rödd Íslands skipti máli alþjóðlega. Framganga Ísraelsmanna þegar þeir ætla að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas með þeim afleiðingum að tugir þúsunda barna og annarra saklausra borgara láta lífið er óásættanleg.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Grímur Grímsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Hvati til að minnka losun á helst að vera annar en skattlagning. Leita á leiða til þess að hafa blandað kerfi, þ.e. tiltölulega lága mengunarskatta í bland við úrbótarstyrki.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Það er afar mikilvægt að þeir sem sækja hér um alþjóðlega vernd fái hratt úrlausn sinna mála. Skoða ætti reglur nágrannaþjóða okkar varðandi umsóknir sem taldar eru augljóslega óréttmætar eða ef umsækjandi kemur frá landi sem er skilgreint sem öruggt upprunaríki. Sum lönd afgreiða slíkar umsóknir innan 48 klst. Það er mikilvægt að innviðir okkar ráði vel við þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem við tökum á móti, þ.a. við getum tekið vel á móti þeim og skaffað þeim viðunandi úrræði að öllu leyti.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Skipulagðri brotastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi svo sem víða annars staðar í heiminum, þ.a. öryggi þjóðarinnar er ógnað. Alvarlegt ofbeldi hefur aukist, einnig hnífaburður. Jafnvel telja börn sig þurfa að bera eggvopn á sér. Netbrot og -árásir hafa aukist, sérstaklega finnur almeningur fyrirnetsvikum sem oft eru drýgð af fólki sem staðsett er í öðrum löndum. Öryggistilfinning þeirra sem lenda í netsvikum minnkar mikið.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Skoða þarf hvort þær aðgerðir sem gripið var til hafi skilað tilætluðum árangri.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Grímur Grímsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Meta þarf kostnað og ávinning af þeim aðgerðum sem gripið verður til. Ekkert réttlætir að horfa til þess að allt sé gert til að tryggja búsetu í Grindavík "sama hvað það kostar".

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Grímur Grímsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Það er rétt að vega og meta hverjum við seljum rafmagn en það liggur í hlutarins eðli að þegar landsmönnum fjölgar eykst eftirspurn eftir öllum þáttum daglegs lífs, þ.m.t. rafmagni. Menn eru ekki óvelkomnir í náttúru Íslands. Rammaáætlun er verkfæri sem sátt var um að nota til að greina virkjanakosti og við eigum að halda okkur við hana. Það er mikilvægt að ákvarðataka sé innan skynsamlegra tímatakmarkana.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Grímur Grímsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Þjóðin ræður þessu og það á að spyrja hana. Að fegninni niðurstöðu eiga allir flokkar að sætta sig við hana.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það mun flýta framkvæmdum sem nauðsynlegar eru.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Grímur Grímsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Mjög mikilvægt Höldum okkur við rammaáætlun og gætum þess að ákvarðanir séu innan skynsamlegra tímamarka.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Grímur Grímsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það er mjög líklegt að við myndum auka fjölda íbúða ef við endurskoðum regluverk í byggingariðnaði og e.a. metum þörf fyrir breytingar.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Grímur Grímsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Flokkarnir þurfa að vinna að endurskoðun á stjórnarskránni allt kjörtímabilið en bíða ekki fram á síðasta þingvetur. Tillögur gætu legið fyrir um breytingar um mitt kjörtímabil.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Grímur Grímsson
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það er óvíst og jafnvel ólíklegt að hærri skattar á fyrirtæki skili hærri skatttekjum.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Grímur Grímsson
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það eru ekki efni til að lækka skatta strax en slíkt ætti að skoða er líður á kjörtímabilið og árangur hefur náðst í baráttu við verðbólgu og hún orðin lægri og vextir og skuldir ríkisins sömuleiðis.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Grímur Grímsson
    4
  5. 5

Svona svarar Grímur Grímsson:
Nú þegar fyrirsjáanlegt er að dregur úr kostnaði við hælisleitendur ætti að verja hluta þeirra fjármuna til aðlögunar þeirra sem hingar flytjast.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Grímur Grímsson
    4
  5. 5

Svona svarar Grímur Grímsson:
Það er mikilvægt að jafna opinberum störfum á milli landshluta. Velja þarf vel þær stofnanir sem fluttar yrðu, m.a. til að tryggja að viðeigandi þekking annað hvort flytjist með stofnun eða sé til staðar á þeim stað sem flutt er til.

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Grímur Grímsson
    4
  5. 5

Svona svarar Grímur Grímsson:
Létt vín og bjór ætti að selja í almennum verslunum, matvörubúðum. Heimila ætti netverslun en aðeins á tilteknu tímabili dags, þ.e. nætursölu á ekki að leyfa.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Grímur Grímsson svaraði:

  • Glæpir og löggæsla
  • Málefni ungs fólks
  • Vextir og verðbólga

Svona svarar Grímur Grímsson:
Vextir og verðbólga: Það er grundvallaratriði að ná tökum á þessari tvennu, að öðrum kosti verður vinna við aðra málaflokka hjóm. Málefni ungs fólks: Við setjum heilbrigðismál í forgang, sérstaklega geðheilbrigði ungs fólks. Bakgrunnur ungs fólks sem ekki finnur sig í samfélagi okkar er mjög oft varðaður kvíða, áföllum og einangrun. Löggæsla/öryggismál: Í þessum málaflokki finnum við öruggara samfélagi stað, ungt fólk sem hefur farið út af sporinu og almennt öryggi í heimi þar sem stíð geysar.