Guðlaugur Þór Þórðarson (1. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Fjölskyldufaðir í úthverfi borgarinnar. Ólst upp í Borgarnesi, ættaður frá Siglufirði. Áhugamál; íþróttir, bækur, saga, tónlist, útvist, veiðar og ferðalög

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1967

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Ísland

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku, hrafl í norðurlanda máli og þýsku

Við hvað starfar þú?

Ráðherra og þingmaður

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Einbýli

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

BA í stjórnmálafræði

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Frá 18 ára aldri

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Í fremstu röð á flestum þeim sviðum sem við teljum eftirsóknarverð. Landið á að vera frjálst, land tækifæra fyrir alla. Fremst í grænni uppbyggingu og nýsköpun. Með framúrskarandi mennta og heilbrigðiskerfi. Vel hugsað um alla og ekki síst þá sem þurfa á stuðningi að halda. Atvinnulífið blómstri enda fremst meðal jafningja þegar kemur að samkeppnishæfni. Náttúran fær að njóta sín og landsmenn fá að njóta hennar.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Ólafur Thors, Ronald Reagan, Margaret Thatcher.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Queen.

Hver er þín eftirlætis bók?

Egils saga eða Gorgías

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Margar sem koma til greina en Pulp Fiction kemur upp í hugann.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Að allt of mörgu að taka.

Svör við kosningaprófinu:

Guðlaugur Þór Þórðarson

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Íslenskt hefur notið einkareksturs í heilbrigðiskerfinu frá upphafi. Dæmi; öldrunarþjónusta en nær öll hjúkrunarheimili eru rekin af einkaaðilum með mjög góðum árangri. Tannlækningar, sérfræðilækningar, meðferðarúrræði sbr. SÁÁ osfrv. Aðalaatriðið er að gæða og kostnaðargreina þjónustuna eins og kveðið er á um í lögum en þeim lögum er ekki framfylgt.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það er mikilvægt og verður ekki hjá því komist að kenna gildi í skólum. Kristinfræðsla er gott dæmi en íslenskt þjóðfélag byggir á kristnum gildum.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Guðlaugur Þór Þórðarson sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Lágmarkslaun eru ákvörðuð í kjarasamningum ég vil ekki að ríkið gangi inn í rétt samningsaðila en auðvitað viljum við öll að láglaunafólk verði með sem mestan kaupmátt og sem best lífskjör.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það er forgangsmál að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í Reykjavík. Samgöngusáttmálinn er ekki lausnin og þar hallar á Reykjavík.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Við verðum augljóslega að styðja við Úkraínu. Þeir eru ekki einungis að berjast fyrir sínu lífi og frelsi heldur líka okkar. Þeir vita hvar skóinn kreppir og við verðum að styðja þá.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Ruglingsleg spurning. Hvað er verið að vísa til? Kostnaðarþátttaka sjúklinga er sambærileg við það sem gerist á norðurlöndum þar sem eru samningar við þjónustuveitendur. Það er sömuleiðis þak á kostnaði fyrir sjúklinga. Það sem er dýrt reynda rándýrt er þjónusta þar sem engir samningar eru til staðar. Það þarf að laga.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Ef skattkerfið letur fólk til vinnu og framtaks þá hefur það slæmar afleiðingar fyrir alla.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Guðlaugur Þór Þórðarson sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Hvað er verið að vísa til? Nær allar atvinnugreinar nýta auðlindir landsins í víðri merkingu þess orðs. Er verið að tala um hækkun skatta?

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Ísland hefur lagt áherslu á að alþjóðalög verði virt, þar sem annarsstaðar.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það er ekki hægt að halda því fram að Ísland sé ekki öruggt og friðsælt en það forgangsmál að auka öryggi borgaranna. T. d. með aukinni löggæslu.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Stjórnvöld ráða ekki hver þróunin verður í Grindavík. Náttúruöflin láta ekki að stjórn.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það verður alltaf að vera jafnvægi á milli nýtingar og náttúrverndar.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Spurningin ætti að vera telur þú að hagsmunum íslendinga sér betur borgið innan ESB? Þetta séríslenska ,,kíkja í pakkann" er ekki boðlegt hvorki fyrir fréttamiðla eða stjórnmálaöfl sem vilja taka sig alvarlega. Ísland hefur ekki hag af því að ganga í ESB.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það þarf að fara í stórátak í samöngum. Við höfum góða reynslu af Hvalfjarðarmódelinu.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það er öllum ljóst að það vantar meiri græna orku.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög góð tillaga

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Guðlaugur Þór Þórðarson sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Það verður að lækka kostnað við þennan málaflokk en á sama tíma leggja áherslu á aðlögun fyrir þá sem hingað koma.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Guðlaugur Þór Þórðarson
    4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Guðlaugur Þór Þórðarson
    5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Guðlaugur Þór Þórðarson svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Orkuöflun og orkuöryggi
  • Útgjöld og tekjur hins opinbera

Svona svarar Guðlaugur Þór Þórðarson:
Loftlagsmál eru að langstærstum hluta orkumál. Ætti að vera saman.