Guðmundur Auðunsson (3. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en hef búið á þremur heimsálfum. Ég á 4 drengi og tvo afadrengi. Ég fluttist erlendis til að mennta mig í framhaldsháskólanámi í Alþjóða hagfræði og alþjóða stjórnmálafræði, eftir nám í Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þar kynntist ég konu minni, sem er bandarísk, og höfum við að mestu búið erlendis síðan. Við skiptum nú tíma okkar á milli London í Bretlandi og Íslands og eigum heimili í báðum löndum.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1963

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Grímsnesi.

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi, í Reykjavík.

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ég tala góða ensku og dönsku, get bjargað mér á þýsku og ítölsku.

Við hvað starfar þú?

Ég starfa sjálfstætt sem ráðgjafi, sérstaklega í hugbúnaðargeiranum.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Eigin húsnæði.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Meistaranámi á háskólastigi.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Ég gerðist stofnfélagi Sósíalistaflokksins þegar hann var stofnaður 2017.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Samfélag þar sem manngildi eru ofar auðgildum og jöfnuður og réttlæti er í fyrirrúmi.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Ég á margar fyrirmyndir en ef ég á að velja einn þá er það sósíalistinn og baráttumaðurinn Nelson Mandela.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Lundúnarhljómsveitin The Clash.

Hver er þín eftirlætis bók?

Ég um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson. Hún hafði mikil áhrif (reyndar allur bókaflokkurinn) á mig á unglingsárum mínum.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Sovéska myndin Komið og Sjáið eftir leikstjórnann Elem Klimov. Besta stríðs og helfararmynd allra tíma. Skilur engan eftir ósnortinn.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Ég á mörg áhugamál en hef mjög gaman af því að spila Bridds!

Svör við kosningaprófinu:

Guðmundur Auðunsson

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Það vantar mikið upp á að við búum við samfélag sem einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum, þó vissulega höfum við ágætan grunn að slíku samfélagi. Samfélag réttlætis, sanngirni og jöfnum tækifærum er einmitt það sem við sósíalistar viljum ná, myndum setja jöfnuð inn í stað jafnra tækifæra sem eru mikilvæg en ekki nægjanleg.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Guðmundur Auðunsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Það á ekki að koma til greina að einkaaðilar séu að græða peninga á kostnað samfélagsins með því að lækna fólk. Þetta er samfélagsþjónusta sem aldrei á að leyfa hagnaðardrifin fyrirtæki.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Skólinn á að taka á öllum þáttum mannlífsins.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Í ríku samfélagi eins og okkar á það ekki að líðast að fólk geti ekki lifað af launum sínum.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Það er eðlilegt að ríkið komi að samgöngum höfuðborgarinnar.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Guðmundur Auðunsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Ísland á að styðja við Úkraínumenn með öðru en vopnakaupum.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Fólk á ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna fátæktar.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Hækka þarf skatta á efnaða einstaklinga, fjármagnstekjur og fyrirtæki en lækka þá á láglaunafólk.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Renta auðlindanna á að renna til almennings.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Við eigum þegar að taka upp viðskiptabann á Ísrael.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Þeir sem menga eiga að borga.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Guðmundur Auðunsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Reglurnar eru þegar of harðar og draga á úr kostnaði við hælisleitendur með því að gefa þeim tímabundið atvinnuleyfi.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Fjölgun landsmanna hefur því miður aukið á glæpi en almennt búum við í friðsælu og öruggu landi.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Við verðum að finna milliveg í slíkum uppákomum. Mikilvægt að halda skólastarfi gangandi fram í lengstu lög.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðmundur Auðunsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Auðvitað á að tryggja byggð í Grindavík, en það er auðvitað ekki hægt að kosta svo miklu að samfélagið beri það ekki.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðmundur Auðunsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Almennt á náttúran á njóta vafans. En atvinnuuppbygging er líka nauðsynleg og þarf að finna rétt jafnvægi milli þess og náttúrunnar.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Við hljótum einhverntímann að greiða atkvæði um ESB aðild en þetta er alls ekki forgangsmál í dag.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Guðmundur Auðunsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Samgönguframkvæmdir á að fjármagna í gegnum skattakerfið.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Guðmundur Auðunsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Við hljótum að þurfa að auka raforkuframleiðslu í framtíðinni en slík uppbygging þarf að vera framkvæmd af samfélaginu í gegnum Landsvirkjun og einkaaðilar eiga að koma þar hvergi nærri.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Guðmundur Auðunsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Það má vafalaust laga regluverk í byggingariðnaði og hröð og fljót húsnæðisuppbygging er nauðsynleg, en alls ekki má slá af gæðakröfum. Við búum á landi jarðskjálfta og eldgosa.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Guðmundur Auðunsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Það á að nota núyju stjórnarskrána sem við höfum þegar unnið sem þungamiðju slíkra breytinga.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Guðmundur Auðunsson
    5

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Við þurfum að snúa við skattalækkunarstefnu nýfrjálshyggjunnar gagnvart fyrirtækjum og efnafólki.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. Guðmundur Auðunsson
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Mjög mikilvægt Lægri á lág og millitekjufólk en mun hærri fyrir hátekjufólk og fjárfesta.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Guðmundur Auðunsson
    4
  5. 5

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Það þarf að hjálpa innflytjendum til þess að koma sér fyrir í íslensku samfélagi, t.d. með stóraukinni íslenskukennslu sem á að vera einstaklingunum að kostnaðarlausu.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Guðmundur Auðunsson sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Það þarf að ákveða slíkt í hverju tilfelli. Almennt er gott að flytja ýmsa starfsemi út á land þar sem það á við.

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Guðmundur Auðunsson
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Ekki mikilvægt mál. Mér að ósekju mætti gera einhverjar breytingar án þess að auka aðgengi til muna, en kerfið sem við búum við er almennt gott.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Guðmundur Auðunsson svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Útgjöld og tekjur hins opinbera

Svona svarar Guðmundur Auðunsson:
Erfitt að velja. Það þarf að breyta því hvernig er gefið í samfélaginu. Færa gæðin frá breiðu bökunum til þeirra sem minna mega sín.