Hulda Bjarnadóttir (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég elst upp í Breiðholti að mestu, fyrst í Ölduseli áður en ég flyt til Oslóar með fjölskyldu minni. Þar bjó ég frá 9-12 ára aldurs. Flyt svo heim og klára grunnskóla í neðra Breiðholti og fjölmiðlafræði í FB. Ég æfði handbolta með FRAM og eignaðist góða vini líka í Safamýrinni. Byrjaði snemma að vinna í fjölmiðlum, fór í viðskiptafræði og vann eftir það í atvinnulífinu. Á tvö börn ásamt eiginmanni og við búum í Laugardalnum. Ég er glaðlynd, lausnamiðuð og klassískur hrútur að mati nánustu.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1973
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík - Laugardal
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, norsku, sænsku.
Við hvað starfar þú?
Hef starfað á Alþjóðalegu mannauðssviði (corporate) Marel undanfarin sex ár. Sinni auk þess trúnaðarstörfum í gegnum stjórnarsetur og ýmis verkefni/ráðgjöf. Hef verið forseti Golfsambands Íslands frá árinu 2021.
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Deili húsnæði með 3 öðrum eigendum.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
MBA gráða
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Frá því um tvítugt
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Friðsælt land sem er fyrirmynd og fremst á sviði orkugjafa, nýsköpunar og tækni. Land tækifæri fyrir unga fólkið okkar.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Allir öflugir stjórnmálaleiðtogar sem hafa ákveðið að þjóna landi og þjóð og lagt mikla vinnu í að skapa það Ísland við getum verið stolt af.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Er mjög stolt af allri íslenskri tónlistarflórunni. Finnst Laufey núna alveg geggjuð. Myndi alltaf keyra í Tinu Turner, Lady Gaga, Pink eða Abba ef ég þarf að komast í snöggan góðan gír.
Hver er þín eftirlætis bók?
Frida Kahlo sat lengi eftir hjá mér og I am Malala. Eins Eyðimerkurblómið, Með lífið að veði eftir Yeonmi Park og þær bækur sem segja frá fólki á flótta á leið til frelsis.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Shawshank Redemption kemur strax upp í hugann og þær myndir sem Óskar Þór Axelsson hefur leikstýrt. Hann hefur náð fram einstakri spennu og gæsahúð.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Golf.. einfaldasta spurningin klárlega.
Svör við kosningaprófinu:
Hulda Bjarnadóttir
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Hulda Bjarnadóttir
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Hulda Bjarnadóttir
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Að kenna samfélagsgildi er samtarfsverkefni skóla og heimilis. Aðalnámskráin útlistar ágætlega því sem á að dekka utan þess að skrifa, lesa og reikna.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Hulda Bjarnadóttir
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf betri almenningssamgöngur í núverandi mynd.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Við afhendum fjármagn til NATO og Úkraínu menn forgangsraða líkt og þeir telja mikilvægast.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Kerfið á að tryggja ódýrt aðgengi að heilbrigðiskerfinu og tryggja áfram frítt aðgengi fyrir börn og öryrkja.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Hulda Bjarnadóttir
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Afstaðan hefur verið skýr og sjálfstæði Palestínu er viðurkennt.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Hulda Bjarnadóttir
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Hulda Bjarnadóttir
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Hulda Bjarnadóttir
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Hulda Bjarnadóttir
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Hulda Bjarnadóttir
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
EF alþingiskosningar kalla eftir aðildarviðræðum þá að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu áður en viðræður hefjast.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Hvalfjarðargöngin sanna vel heppnaða gjaldtöku sem tryggir uppbyggingu og úrbætur.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Það þarf að tryggja græna orku til framtíðar og leggja grunninn að slíkum fjárfestingum.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Hulda Bjarnadóttir
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf fjölbreyttara framboð.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- Hulda Bjarnadóttir3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Hulda Bjarnadóttir3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- Hulda Bjarnadóttir3
- 4
- 5
Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf áframhaldandi gott aðgengi að íslensku kennslu.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Hulda Bjarnadóttir3
- 4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Hulda Bjarnadóttir3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Hulda Bjarnadóttir svaraði:
- Atvinnulíf og nýsköpun
- Heilbrigðismál
- Málefni ungs fólks