Hulda Bjarnadóttir (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég elst upp í Breiðholti að mestu, fyrst í Ölduseli áður en ég flyt til Oslóar með fjölskyldu minni. Þar bjó ég frá 9-12 ára aldurs. Flyt svo heim og klára grunnskóla í neðra Breiðholti og fjölmiðlafræði í FB. Ég æfði handbolta með FRAM og eignaðist góða vini líka í Safamýrinni. Byrjaði snemma að vinna í fjölmiðlum, fór í viðskiptafræði og vann eftir það í atvinnulífinu. Á tvö börn ásamt eiginmanni og við búum í Laugardalnum. Ég er glaðlynd, lausnamiðuð og klassískur hrútur að mati nánustu.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1973

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík - Laugardal

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku, norsku, sænsku.

Við hvað starfar þú?

Hef starfað á Alþjóðalegu mannauðssviði (corporate) Marel undanfarin sex ár. Sinni auk þess trúnaðarstörfum í gegnum stjórnarsetur og ýmis verkefni/ráðgjöf. Hef verið forseti Golfsambands Íslands frá árinu 2021.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Deili húsnæði með 3 öðrum eigendum.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

MBA gráða

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Frá því um tvítugt

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Friðsælt land sem er fyrirmynd og fremst á sviði orkugjafa, nýsköpunar og tækni. Land tækifæri fyrir unga fólkið okkar.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Allir öflugir stjórnmálaleiðtogar sem hafa ákveðið að þjóna landi og þjóð og lagt mikla vinnu í að skapa það Ísland við getum verið stolt af.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Er mjög stolt af allri íslenskri tónlistarflórunni. Finnst Laufey núna alveg geggjuð. Myndi alltaf keyra í Tinu Turner, Lady Gaga, Pink eða Abba ef ég þarf að komast í snöggan góðan gír.

Hver er þín eftirlætis bók?

Frida Kahlo sat lengi eftir hjá mér og I am Malala. Eins Eyðimerkurblómið, Með lífið að veði eftir Yeonmi Park og þær bækur sem segja frá fólki á flótta á leið til frelsis.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Shawshank Redemption kemur strax upp í hugann og þær myndir sem Óskar Þór Axelsson hefur leikstýrt. Hann hefur náð fram einstakri spennu og gæsahúð.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Golf.. einfaldasta spurningin klárlega.

Svör við kosningaprófinu:

Hulda Bjarnadóttir

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Hulda Bjarnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Að kenna samfélagsgildi er samtarfsverkefni skóla og heimilis. Aðalnámskráin útlistar ágætlega því sem á að dekka utan þess að skrifa, lesa og reikna.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Hulda Bjarnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf betri almenningssamgöngur í núverandi mynd.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Við afhendum fjármagn til NATO og Úkraínu menn forgangsraða líkt og þeir telja mikilvægast.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Kerfið á að tryggja ódýrt aðgengi að heilbrigðiskerfinu og tryggja áfram frítt aðgengi fyrir börn og öryrkja.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Hulda Bjarnadóttir sleppti þessari fullyrðingu

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Hulda Bjarnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Afstaðan hefur verið skýr og sjálfstæði Palestínu er viðurkennt.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Hulda Bjarnadóttir sleppti þessari fullyrðingu

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Hulda Bjarnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Hulda Bjarnadóttir
    Mjög góð tillaga

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
EF alþingiskosningar kalla eftir aðildarviðræðum þá að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu áður en viðræður hefjast.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Hvalfjarðargöngin sanna vel heppnaða gjaldtöku sem tryggir uppbyggingu og úrbætur.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Það þarf að tryggja græna orku til framtíðar og leggja grunninn að slíkum fjárfestingum.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Hulda Bjarnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf fjölbreyttara framboð.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Hulda Bjarnadóttir sleppti þessari fullyrðingu

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Hulda Bjarnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Hulda Bjarnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. Hulda Bjarnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Hulda Bjarnadóttir:
Tryggja þarf áframhaldandi gott aðgengi að íslensku kennslu.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Hulda Bjarnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Hulda Bjarnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Hulda Bjarnadóttir svaraði:

  • Atvinnulíf og nýsköpun
  • Heilbrigðismál
  • Málefni ungs fólks