Jóhannes Loftsson (1. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er grúskari og barráttumaður fyrir réttlátu opnu samfélagi þar sem skynsemi og ábyrgð ræður för.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1973
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Mosó
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Ísland
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
enska, (danska - gróft). ((þýska-frekar dapur þó)
Við hvað starfar þú?
Verkfræðingur
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
parhúsi
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
MSc, byggingarverkfræði, MSc Efnaverkfræði
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
3 ár.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Opið ábyrgt samfélag, velmegunar, með öflugu heilbrigðiskerfi og skólakerfi og samgönguvandan leystan á ódýran hraðan hátt án þess að fara í rándýr puntverkefni sem kalla á tollhið í ártúnsbrekkunni. Ég vil sjá reykavíkurflugvöll endurbættan með aukni millilandaflugi. Ég vil sjá fasteignaverð aftur lækka til fyrra horfs (um helming) með hraðri uppbyggingu úthverfa. Ég vil einnig sjá heilbrigða þjóð sem lærði kovidlexíuna og er staðföst um að endurtaka þenan tíma aldreir aldrei aftur.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Abraham Lincoln
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Sálin
Hver er þín eftirlætis bók?
Atlas Shrugged
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Die hard
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Hlaup og glugga í samfélagsmál
Svör við kosningaprófinu:
Jóhannes Loftsson
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Mikil þöggun ríkir nú um stöðu bóluefnaskaðaðra, og yfirvöld hafa aðeins viðurkennt 7 tilfelli skaðbótaskyld. Fjöldi skaðaðra gæti þó hlaupið á tugum þúsunda. Ólíklegt er að nokkurn tíman í sögunni hafi verið birtar jafn margar skýrslur um eitivirkni nokkurs lyfs.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Jóhannes Loftsson
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Jóhannes Loftsson
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Jóhannes Loftsson
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Borgarlínan mun fasteignaþróunarverkefni sem átt hefur þátt í því að halda fasteignaverði háu með að beina uppbyggingu bara að dýrustu svæðum borgarinnar. Miklir hagsmunur er með því að fasteignaverð haldist sem hæst. Ef yfirvöld vildu raunverulega borgarlínu, þá væri hún löngu komin. Það þarf ekki annað en strætó sem keyrir tíðar. Slík samgöngulausn er ekki margra áratuga verkefni.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Herlausar þjóðir eiga aldrei að taka þátt í stríðum.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
VIð viljum að fé fylgi sjúklingi, þannig að sjúklingar séu ekki bundnir ákvörðun búrókrata hvaða lækninga þeir megi leita. Opinbert fé er takmarkað. Ef draga á úr kostnaðarþátttöku mun það þýða að búrókratinn mun reyna að takmarka aðgengi að nauðsynlegri þjónustu (ef hún er of dýr)
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Það á aldrei að breyta skattkerfinu í vopn í stríði milli stétta. Öll mismunun mun leiða til undanskota. Skattkerfið þarf að vera einfallt og gagnsætt, það mun gagnast öflum og hvetja alla til aukinnar tekjuöflunar og hagsældar.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Háð því hvað um ræðir. Gjald þarf alla vega að dekka alla opoinbera þjónustu gengd nýtingunn.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Ísland er herlaus þjóð. Við eigum ekki að skipta okkur að erlendum stríðsátökum. Þetta á líka við um að reka áróður fyrir stríði á erlendri grundu. Mjög óheppilegt er að ísland hafi gert það um árabil.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Jóhannes Loftsson
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Jóhannes Loftsson
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Jóhannes Loftsson
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Mjög mikilvægt Yfirvöld gengu það langt fram í sóttvarnaraðgerðum að mjög sársaukafullt rifja það upp. Mikilvægum upplýsingum var haldið frá almenningi. Lög voru brotin, og stjórnarskráin er mjög veik eftir þetta tímabil. Veruleg hætta er á að fordæmi sé komið fyrir jafnvel enn harðari aðgerðum næst. Gríðarlegar upphæðir töpuðust úr hagkerfinu, og stærstu hluti núverandi vandamála má án efa rekja til þess.Stærsta váin snýr að lýðheilsu þjóðarinnar og tugþúsundir gætu verið í hættu.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Auðvitað á að reyna að gera allt sem hægt er fyrir gindvíkinga, en bærinn er í dag hættulegt svæði og gæti endað undir hrauni. Fram að því að gosi lýkur þarf að taka tillit til þess og lágmarka kostnað þar sem hægt er. Því fé er betur varið í að styðja Grindvíkinag að fá heimili annars staðar.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Þetta á að vega nokkuð jafnt. Annars er auðvelt að stöðva allar freamkæmvdir.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Jóhannes Loftsson
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Veggjöld eru í lagi, en aðeins ef notendur eru rukkaðir
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Jóhannes Loftsson
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Sammála, en með ákveðnar efasemdir ef of hratt er farið í vindmilluvirkjunum. Ekki er komin nein reynsla á þær hér og því þarf a byrja hægt.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Jóhannes Loftsson
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Jóhannes Loftsson
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- Jóhannes Loftsson2
- 3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- Jóhannes Loftsson2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- Jóhannes Loftsson2
- 3
- 4
- 5
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Jóhannes Loftsson3
- 4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- Jóhannes Loftsson4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Jóhannes Loftsson svaraði:
- Heilbrigðismál
- Orkuöflun og orkuöryggi
- Vextir og verðbólga
Svona svarar Jóhannes Loftsson:
Vantar að nefna uppgjör kófsins. Vegna þeirrar þöggunar sem átt hefur sér stað er mikilvægt að allt komi upp á yfirborðið.