Jón Magnússon (6. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Jón Magnússon lögmaður
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1946
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Ísland
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Norðurlandamálin nema finnsku, ensku, og hef nokkra þekkingu á þýsku, frönsku og spænsku
Við hvað starfar þú?
Lögmaður
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Einbýlishúsi
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Embættispróf í lögfræði.
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Rúm 60 ár.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Gott samfélag þar sem friður og öryggi ríkir og borgararnir gera sér grein fyrir mikilvægi eigin samfélagslegrar ábyrgðar og eru tilbúnir til að hjálpa náunganum án þess að búast við að fá sérstaka umbun fyrir.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Margar: t.d. Ronald Reagan, Margaret Thatcher, Helmut Schmidt
Hver er þín eftirlætis bók?
The rights of man.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Forrest Gump
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Saga, fjallgöngur,
Svör við kosningaprófinu:
Jón Magnússon
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Jón Magnússon
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Skilvirkara, ódýrara, styttir biðlista og er hagkvæmt fyrir neytendur.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Allt of mikil brögð eru af því að kennarar séu með ávirkan áróður gagnvart nemendum sínum þegar kemur að samfélagslegum spurningum. Þetta er hins vegar ekki einhlítt og verður að skoða eftir því hvað um er að ræða í samfélagsfræðslu.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mikilvægt er að sem flestir hafi vinnu og hætt er við að verði lágmarkslaun hækkuð til muna, að ýmsir hópar eigi þá erfitt með að fá vinnu.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Það þarf að hugsa samgöngusáttmálann algjörlega upp á nýtt og taka fyrst fyrir það sem skiptir mestu varðandi hnökralausa greiða umferð. Önnur mál verða að bíða þangað til skammtímavandamálin hafa verið leyst.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Við erum herlaus þjóð og eigum ekki að hafa afskipti af hernaðarátökum. Fylgja þeirri utanríkisstefnu sem var mótuð 1945 í árdaga lýðveldisins.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Þarna er spurning sem bæði er hægt að svara með jái og neii eins og hún er sett fram.
1. Eðlilegt er að þeir sem hafa fjárhagslega getu og eru vel settir greiði með svipuðum hætti og nú er einkum ef um er að ræða skammtíma vandamál sem eru ekki úr hófi kostnaðarsöm
2. Þegar um langtímavandamál er að ræða og verulegur kostnaður er eðlilegt að dregið verði verulega úr kostnaðarþáttöku sjúklinga.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Skattkerfið er til að tryggja tekjur ríkissjóðs til að standa að þeim verkefnum sem þarf að sinna. Skattheimta umfram það er óeðlileg og skaðleg.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mismunandi eftir um hvað er að ræða og einnig spurning um skilgreiningu á auðlindum.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Við eigum að styðja varnarbaráttu Ísrael gegn hryðjuverkasamtökum og standa með þeim í að uppræta þau. Íslensk stjórnvöld ættu að tala af festu fyrir því að lýðræðisþjóðir heimsins standi sameiginlega að því að uppræta hryðjuverkasamtök sem eru ógn við allmannaheill og lýðræði.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Jón Magnússon
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Jón Magnússon
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mjög mikilvægt Vegna þess hvernig samsetning þjóðarinnar hefur breyst hafa alvarlegir glæpir m.a. alvarlegir ofbeldisglæpir og morð aukist til muna og nauðsynlegt að geta unnið gegn því með auknum heimilldum lögreglunnar til forvirkra rannsókna auk annars og takmarka svo sem unnt er aðstreymi fólks til landsins.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mjög mikilvægt Alltaf á að virða í hvívetna einstaklingsfrelsi og önnur mikilvægustu ákvæði persónuréttar stjórnarskrár.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Eðlilegt að standa með Grindvíkingum og aðstoða við að þeir sem vilja geti búið í bænum ef þess er kostur og það er öruggt. En það eru alltaf takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga langt í stuðningi við búsetu á ákveðnum stöðum. Verði náttúruvá viðvarandi á svæðinu með hættu fyrir íbúa í Grindavík þá verða þeir sem vilja að fá að halda áfram að búa á svæðinu en það getur ekki verið á ábyrgð skattgreiðenda.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Jón Magnússon
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mjög mikilvægt Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki raunhæf fyrr en fyrir liggur hvaða kostir okkur bjóðast í aðildarviðræðum. Nokkuð ljóst, að Ísland getur ekki samþykkt ákvæði evrópureglna varðandi fiskveiðar t.d. Síðan er ljóst að Ísland mundi greiða meira til ES en við fáum til baka. Þessar staðreyndir verða að liggja ljósar fyrir áður en lagt er af stað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Jón Magnússon
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Mjög mikilvægt Mikilvægt að virkja til að auka velmegun í landinu.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Jón Magnússon
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Jón Magnússon
Svona svarar Jón Magnússon:
Það væri eðlilegra að á næsta kjörtímabili yrði settur niður hópur kunnáttufólks í stjórnskipunarrétti til að athuga nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrár, sem gerði tillögur til Alþingis með svipuðum hætti og Svíar gerðu í aðdraganda breytinga á stjórnarskrár sinnar. Síðan mundi málið fara til umfjöllunar Alþingis og afgreiðslu.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- Jón Magnússon3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- Jón Magnússon2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Jón Magnússon5
Svona svarar Jón Magnússon:
Mjög mikilvægt Skylda fólk til að læra Íslensku og hafa gott aðgengi fyrri útlendinga að fræðslu um Íslenska tungu og menningu.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- Jón Magnússon1
- 2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Jón Magnússon:
Flutningur opinberra starfa til landsbyggðarinnar hefur oft í för með sér verri þjónustu og aukinn kostnað það á að forðast.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Jón Magnússon3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Jón Magnússon svaraði:
- Glæpir og löggæsla
- Málefni flóttafólks og innflytjenda
- Málefni ungs fólks