Júlíus Viggó Ólafsson (7. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er hagfræðinemi við Háskóla Íslands og sit þar í stúdentaráði sem oddviti Vöku. Þar að auki er ég formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

2001

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku

Við hvað starfar þú?

Lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Stúdentaíbúð

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Stúdentspróf

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Sex ár

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Frjálst, öflugt og friðsælt. Framsækið inn í framtíðina með rætur í sterkum og góðum gildum.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Margaret Thatcher, Ronald Reagan, Lyndon B. Johnson og faðir minn.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Ég er hrifinn af Þursaflokknum

Hver er þín eftirlætis bók?

Hringadróttinssaga

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Blade Runner (1982)

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Ég er mikill áhugasagnfræðingur, eins og margir

Svör við kosningaprófinu:

Júlíus Viggó Ólafsson

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Ísland er fremst í flokki á heimsvísu þegar kemur að réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum. Að halda öðru fram krefst einbeitts brotavilja um ranga framsetningu á staðreyndum.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Vandi heilbrigðiskerfisins er fyrst og fremst ekki fjármögnunarvandi heldur skipulagsvandi, sem sést á því að um fjórðungur ríkisútgjalda fer í heilbrigðismál. Breyta þarf íslenska heilbrigðiskerfinu svo að fé fylgi sjúklingi, þ.e.a.s. að sjúkratryggingar borgi fyrir þær aðgerðir og þjónustu sem sjúklingurinn þarfnast, en að einkaaðilar sjái um framkvæmd þjónustunnar. Þannig er hægt að bæta þjónustuna og minnka biðlista án þess að hækka kostnað kerfisins fyrir sjúklingana sjálfa.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Júlíus Viggó Ólafsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Rétt ein og í heilbrigðiskerfinu þá er vandi menntakerfisins skipulag. Auka þarf vægi foreldra í ákvörðunum um menntun barna sinn með því að láta fé fylgja nemanda til þess skóla sem foreldrar hans velja, hvort sem skólinn sé opinber eða einkarekinn. Þannig er hægt að koma á samkeppni í menntun þar sem foreldrar fá að velja hvað þeim finnst mikilvægt fyrir barnið sitt að læra. Skólar eiga að keppast um að fá börn til sín, að vera bestir svo fólk velji þá umfram aðra. Stofnannavæðing menntunar er vandamálið.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Launaþróun á Íslandi hefur ekki verið í neinu samræmi við þróun hagkerfisins. Lögbundnar launahækkanir umfram getu vinnumarkaðsins skila sér bara í verðbólgu, skertri þjónustu og atvinnuleysi sem kemur verst niður á þeim sem eru að reyna að komast inn á vinnumarkaðinn.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Júlíus Viggó Ólafsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Ég stíla mig engan sérfræðing í samgöngumálum. Ég er almennt fylgjandi almenningssamgöngum, fíla göngugötur jafn mikið og næsti maður og nýt þess að búa í þéttri byggð. Ég er að sama skapi ekki andstæðingur einkabílsins. Þessir samgöngumátar verða að geta lifað samhliða. Mér finnst samgöngusáttmálinn í núverandi mynd ekki álitlegur, en kannski helst finnst mér aðkallandi að ekkert bólar á þeim framkvæmdum sem í honum felast áratug eftir fæðingu hans. Hversu lengi á að bíða eftir „árangrinum“???

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Júlíus Viggó Ólafsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sjálfstæði og fullveldi þjóða sé virt. Varnarbandalag okkar NATO er okkur líka mjög mikilvægt og við þurfum að taka virkan þátt í því. Ísland er ekki hlutlaus þjóð og hefur ekki verið það síðan að Bretar hernámu landið. Að halda öðru fram er fásinna. Þáttur í þessari þátttöku er að aðstoða Úkraínumenn. Auðvitað vilja þeir lítið annað en vopn þegar þeir berjast við innrásarherinn. Maður ber vatn á brennandi hús, það er lítið gagn í að sópa stéttina fyrir framan það

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Júlíus Viggó Ólafsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Kostnaðarþátttaka sjúklinga á að vera óbreytt. Fé á að fylgja sjúklingi, einkaaðilar sjá um framkvæmd þjónustunnar en ríkið borgar brúsann. Þannig hámörkum við góða þjónustu án þess að skerða aðgang að henni.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Meginmarkmið skattkerfisins á að vera að fjármagna nauðsynlega starfsemi ríkisins. Umfram það á að skilja pening fólks eftir hjá því svo það geti ráðstafað honum sjálft. Í vösum venjulegs vinnandi fólks, fjölskyldna og fyrirtækja. Þannig viðhöldum við okkar öfluga velferðarsamfélagi, á herðum frjáls og öflugs hagkerfis.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Fyrirtæki greiða nú þegar nógu mikið fyrir afnot sín af auðlindum. Fjármagninu er betur varið hjá fyrirtækjunum sjálfum, þar sem það fer í auknar fjárfestingar og sköpun fleiri og betri starfa, en hjá opinberum stjórnendum sem hafa sannað sig að geta eitt ótrúlegum miklum fjárhæðum í ótrúlega lítið.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Júlíus Viggó Ólafsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Ísland hefur nú þegar gert afstöðu sína skýra á alþjóðavettvangi, með skýrt ákall gegn aðgerðum Ísraels og hryðjuverkasamtaka á borð við Hamas, á Gaza. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs eru einstaklega flókin en það skiptir máli að Ísland haldi á lofti mikivægi réttinda saklausra borgara og fórnarlamba stríðsglæpa.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Ísland er eitt grænasta land í heimi þegar kemur að orkuframleiðslu og öðrum til fyrirmyndar. Við munum ekki skattleggja okkur út úr loftslagsbreytingum og aðgerðir á þessu sviði eru þegar að ná þolmörkum samfélagsins. Framfarir munu nást með betra umhverfi til nýsköpunnar og tækniframfara.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Það skiptir máli að hælisleitendakerfið okkar sé skilvirkt og í samræmi við stærð lands okkar. Það skiptir bæði máli svo þjóðin okkar geti borið kerfið, efnahagslega og samfélagslega, og til þess að kerfið sé mannúðlegt svo að fólk í leit að hæli veltist ekki um í kerfinu svo árum skipti áður en það er sent úr landi.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Júlíus Viggó Ólafsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Það vita það allir að ofbeldi og glæpir hafa aukist undanfarin ár. Uppsprettan af þessari aukningu er ef til vill margþætt en við verðum að bregðast við, t.d. með löggæslu, geðheilbrigðisþjónustu og með því að stuðla að aukinni samfélagslegri samheldni með þau gildi sem samfélagið okkar byggðist upp á að leiðarljósi.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Júlíus Viggó Ólafsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Ef um sambærilegan sjúkdóm er að ræða tel ég mikilvægt að ekki verði gengið jafn langt. En alvarleiki sjúkdóma er mismunandi og því verður að meta það að hverju sinni. Aðgerðir ríkisins í COVID voru réttlætanlegar fyrst um sinn þegar upplýsingar voru litlar og óreiðan mikil, en þegar leið á faraldurinn og sérstaklega eftir að bóluefni bárust hélt ríkið takmörkunum gangandi of lengi.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Júlíus Viggó Ólafsson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Það er allra fyrsta hlutverk ríkisins að tryggja öryggi þegna sinna. Það var gert með réttum viðbrögðum þegar gjósa fór við Grindavík, með því að verja bæinn og mikilvæga nærliggjandi innviði. Þessar aðgerðir verða að hafa skynsemi að leiðarljósi. Ég tel þær hafa gert það hingað til og munu halda áfram að gera það. Grindavík er merkilegt bæjarstæði á Suðurnesjum með einstakt samfélag. Það skiptir máli að fólk fái að snúa heim þegar svæðið er orðið öruggt.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Íslensk náttúra er einstök og á sér engar hliðstæður í heiminum. Okkur ber að verja hana. En staðreyndin er sú að náttúruverndarsjónarmið vega nú orðið of þungt og halda aftur af uppbyggingu atvinnu og öryggis í landinu. Opinberlega fjármögnum afturhaldssamtök eins og Landvernd halda framkvæmdum á nauðsynlegum innviðum, eins og Suðurnesjalínu 2, í gíslingu svo árum eða áratugum skiptir með því að kæra og kæra við öll tækifæri. Það þarf að virkja meira. Byggja og tryggja, atvinnu og öryggi.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Júlíus Viggó Ólafsson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
EES samningurinn er stórkostlegur og Íslandi til gríðarlegra hagsbóta. Engum evrópusinna hefur þó til þessa tekist að útskýra fyrir mér hvað við græðum á aðild að ESB annað en „sæti við borðið“ og „skýra rödd,“ sem skiptir litlu máli í stóra samhenginu nema að þú sért búinn að gleypa hugmyndina um Evrópusamrunann. Það er mín vegna í lagi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vilji aðild og staðfesta þannig að þjóðin vilji það ekki, en ég er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu til að „kíkja í pakkann.“

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Júlíus Viggó Ólafsson sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Almennt séð hef ég ekkert á móti vegatollum. Oftast er best að þeir borgi sem noti. En ég hef áhyggjur þegar kemur að framkvæmdinni af hálfu ríkisins. Ef tollar eru settir á og á móti falla niður aðrir skattar og gjöld sem fjármagna vegakerfið, gott og blessað. En í reynd verður það e.t.v. þannig að tollar verða settir á en gömlu skattarnir hverfa ekki. Þá þegar upp er staðir ertu bara skilinn eftir með hærri skatta, sem ég er alfarið á móti.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Það er orkuskortur á Íslandi. Sama hvað Landvernd, Vinstri grænir eða Ungir umhverfissinnar segja. Orka er undirstaða uppbyggingar og velferðar. Þjóðin er sammála í þessu máli. Það þarf að virkja meira.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Staðan á húsnæðismarkaði er alveg hreint galin. Fólk býr í 100 ára gömlum húsum og enginn kippir sér við, en ef byggja á nýtt hús er regluverkið svo þungt og flókið að halda mætti að verktakarnir væru að byggja geimskutlu. Ofan á það bætast svo fagurfræðilegar kröfur og geðþóttaákvarðanir um hverfaskipulag hjá andlitslausum embættismönnum. Það er krísuástand á íslenskum húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk, og svona rugl þarf að víkja. Það þarf að byggja meira. Punktur.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Nei. stjórnarskráin er fín.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Hærri skattar á fyrirtæki hækka verð, minnka hagvöxt, fækka störfum og draga úr grósku hagkerfisins. Skattar eiga bara að fjármagna nauðsynlega starfsemi ríkisins, annars á að skilja peninginn eftir hjá eim sem eiga hann. Þeir fara hvort eð er mun betur með hann.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. Júlíus Viggó Ólafsson
    1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Mjög mikilvægt Hærri skattar á tekjur almennings draga úr kaupmætti, gera störf dýrari, dregur úr neyslu, vexti hagkerfisins og eru refsar fólki fyrir að vinni meira og sæki sér meiri tekjur. Hærri tekjuskattur verður til þess að dýrari er að halda starfsmenn, sem fækkar störfum og atvinnutækifærum, eykur atvinnuleysi og hækkar verð á neysluvörum og þjónustu. Ég er fylgjandi lægri skatti g flötum skatti. Best er að skilja peninginn eftir í vösum vinnandi fólks og fjölskyldna svo það getið ráðstafað honum sjálft.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    4
  5. 5

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Þegar ég svara meira er það minna ákall um aukið fjármagn og heldur ákall um forgangsröðun á notkun fjármagns. Það má mögulega nota hluta þess fjármagns sem sparast nú úr hælisleitendakerfinu til að efla íslenskukennslu og hjálpa þeim sem hingað koma að aðlagast íslensku samfélagi. Það er grundvallaratriði að standa vörð um íslenska tungu, gildi og samfélag.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Júlíus Viggó Ólafsson
    4
  5. 5

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Þetta mál er vand með farið. Það er ákveðin hagkvæmni sem fellst í því að hafa opinberar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, og ríkinu ber nú að fara vel með fé. En að sama skapi verður að taka tillit til byggðalegra sjónarmiða. Fólk á landsbyggðinni borgar skatta eins og fólk á höfuðborgarsvæðinu og því eðlilegt að hluti opinberra starfa sé þar, sérstaklega þau sem snerta beint svæði á landsbyggðinni. Þetta þarf að taka hvert svona mál fyrir sig með skynsemina að leiðarljósi.

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Júlíus Viggó Ólafsson
    5

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
ÁTVR er steingervingur. Einn daginn munum við líta á stofnunina eins og við lítum á mjólkurbúðir eða einokun ríkisins á ljósvakamiðlum eða símaþjónustu. Ég er ekki vakinn og sofinn yfir frjálsri sölu áfengis, það eru mun mikilvægari mál sem þarf að tækla í íslensku samfélagi, en þetta er mál sem ég myndi alltaf kjósa með ef ég fengi tækifæri til þess í einhverju formi.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Júlíus Viggó Ólafsson svaraði:

  • Húsnæðismál
  • Menntamál
  • Vextir og verðbólga

Svona svarar Júlíus Viggó Ólafsson:
Fasteignamarkaðurinn er á suðupunkti og nú er viðvarandi krísuástand á honum, sérstaklega fyrir ungt fólk. Staða menntamála á Íslandi er þjóðinni til skammar. Það er magnað að við sættum okkur við þessar aðstæður fyrir börnin okkar. Efnahagsmálin eru gríðarlega mikilvæg, það verður að ná niður vöxtum og verðbólgu og grunnurinn að því er að koma stjórn á ríkisfjármálin. Það er beintenging á milli þeirra, verðbólgu og vaxta og því verður að ráðast að rót vandans með hallalausum og minni rekstri ríkissjóðs.