Kristrún Frostadóttir (1. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Formaður Samfylkingarinnar, hagfræðingur og tveggja barna móðir.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1988
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, dönsku, spænsku
Við hvað starfar þú?
Alþingismaður
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Parhúsi
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Meistaragráða
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Fór á þing 2021.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Staður þar sem hverra manna þú ert skiptir ekki máli þegar kemur að því að komast í öruggt húsnæði. Allir á Íslandi eru með fastan heimilislækni og byggð hafa verið næg hjúkrunarrými fyrir eldra fólk, heimahjúkrun og -þjónusta eru í góðu standi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er gott um land allt. Vextir hafa helmingast og verðbólga er hófleg. Leikskólar eru fullmannaðir og starfsfólk á góðum á launum. Öruggt að keyra um landið, fjárfesting í vegagerð mikil og atvinnulífið stendur undir vel launuðum störfum
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jacinda Ardern, Olav Palme
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Taylor Swift
Hver er þín eftirlætis bók?
Konan við 1000 gráður A Little Life
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
What's Love Got to Do With It - Ævisaga Tinu Turner
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Tónlist
Svör við kosningaprófinu:
Kristrún Frostadóttir
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Ísland er frábært land, en það er ýmislegt hér sem virkar ekki nógu vel í þágu réttlætis, sanngirnis og jafnra tækifæra. Við getum gert svo miklu betur. Flest okkar sem búum hér viljum bæta stöðuna og á það eigum við að einblína.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Einkarekstur í sjálfu sér er ekki lausn. Heldur hvað er á hendi hins opinbera og hvað á hendi einkaaðila. Gleymum ekki að einkarekstur er líka fjármagnaður af ríkinu og með skattfé þó að rekstrarformið sé annað. Sumt virkar vel í einkarekstri, annað ekki. Hættan er sú að einkarekstur á röngum stöðum og í of miklum mæli grafi undan opinberri þjónustu og dragi þar með úr jöfnu aðgengi fólks að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Stór hluti af skólagöngu snýr að því að kenna börnum að vinna í hóp, með öðrum og læra mannleg samskipti. Foreldrar bera auðvitað ábyrgð á uppeldi barna sinna, en skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að undirbúa börn undir lífið.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Aðalatriðið er að laun fólks dugi fyrir grunnþörfum - vandi síðustu ára er að húsnæðiskostnaður og matarverð hefur rokið upp, sem og vextir og verðbólga. Þess vegna duga lágmarkslaun víða ekki fyrir grunnþörfum. Það þarf að lækka kostnaðinn við að lifa á Íslandi fyrst og fremst, þá þyrftu laun ekki að hækka.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Kristrún Frostadóttir
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Ísland á fyrst og fremst fjármagna mannúðaraðstoð. Upp geta þó komið aðstæður sem kalla á fjármögnun á vopnum, í undantekningartilvikum, eins og í tilviki Úkraínu í mikilli neyð.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Kristrún Frostadóttir
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Skattakerfinu má beita til að jafna kjör almennings - bæði eftir tekjum en líka tímabilum í lífi fólks. Barnafólk er með þyngri útgjöld en fólk sem er með uppkomin börn, sem dæmi, og taka ætti tillit til þess við skattlagningu. Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði er með hærri útgjöld en fólk á miðjum aldri sem á fasteign sína skuldlaust. Það er hægt að beita skattkerfinu með ýmsum hætti í gegnum skatta, barnagreiðslur og vaxtaafslætti, til að taka tillit til stöðu fólks.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Kristrún Frostadóttir
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Kristrún Frostadóttir
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Kristrún Frostadóttir
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á útlendingalögum sem hafa leitt til þess að meira samræmi er á milli reglna hér og á Norðurlöndunum sem dæmi. Mikilvægast er að passa upp á hvernig er tekið á móti fólki, að afgreiðsla mála sé hröð og skilvirk, enda ómannúðlegt að láta fólk bíða í óvissu um sína stöðu í of langan tíma.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Kristrún Frostadóttir
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Það skiptir máli að þetta tímabil í sögunni verði gert upp og við lærum af því. Eins og er hefur ekkert komið fram hér heima sem bendir til þess að of langt hafi verið gengið í sóttvarnaraðgerðum . Ef fram kom nýjar upplýsingar þess efnis verða stjórnvöld að taka mið af því í næsta faraldri.
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Hagsmunir náttúru og atvinnuuppbyggingar þarf oft að vega og meta. Fólk þarf að geta nýtt náttúruna, á henni höfum við lifað hingað til, en við megum ekki ganga of nærri henni heldur. Jafnvægið þarf að vera til staðar áfram.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Kristrún Frostadóttir
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Kristrún Frostadóttir
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Kristrún Frostadóttir
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Ýmislegt í byggingareglugerðum er úrelt, fyrst og fremst þarf að uppfæra regluverkið í takt við nútímann. Það þarf að endurvekja Rannsóknarmiðstöðu byggingariðnaðarins sem var lögð niður á sínum tíma til "að spara" kostnað. Annars staðar má einfalda regluverk. Þetta er allt spurning um ákveðið jafnvægi.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Kristrún Frostadóttir
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Það þarf auðlindaákvæði í stjórnarskrá og svo þarf að halda áfram að vinna breytingum á stjórnarskránni í skrefum.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- Kristrún Frostadóttir3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Kristrún Frostadóttir3
- 4
- 5
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Samfylkingin leggur til hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25%. Rífleg frítekjumörk og þrepaskipting þýðir að fólk með hóflegar fjármagnstekjur finnur ekki fyrir hækkuninni. Hafa ber í huga að hátt í 80% af fjármagnstekjum í landinu rennur til ríkustu 10% landsmanna - og um 50% til efsta 1%.
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Kristrún Frostadóttir4
- 5
Svona svarar Kristrún Frostadóttir:
Það þarf að stórefla íslenskukennslu í landinu.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- Kristrún Frostadóttir4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- Kristrún Frostadóttir3
- 4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Kristrún Frostadóttir svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Vextir og verðbólga