Laufey Líndal Ólafsdóttir (4. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Móðir þriggja barna og amma eins.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1974

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Ensku

Við hvað starfar þú?

Tæknistýra Samstöðvarinnar og grasrótaraktivisti í málefnum leigjenda, einstæðra foreldra og fólks í fátækt.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Félagslegu leiguhúsnæði

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

BA í stjórnmálafræði. Ólokið MA í Blaða- og fréttamennsku.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Frá stofnun 2017.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Sósíalískt, réttlátt og með pláss fyrir alla íbúa óháð uppruna og annarra félagslegra og fjárhagslegra hindrana.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Margar og um leið engin sérstök. Öll hafa sína kosti og galla, en í augnablikinu Cornell West.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Mjög margir, Prince, Gil Scott-Heron, A Tribe Called Quest, Nina Simone, James Brown, Lauryn Hill, Yasiin Bey..... listinn heldur áfram.

Hver er þín eftirlætis bók?

Alltof margar. Color Purple, til að nefna einhverja.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Do the Right Thing eftir Spike Lee.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Tónlist, pólitík og bækur

Svör við kosningaprófinu:

Laufey Líndal Ólafsdóttir

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Mjög mikilvægt Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims og kemur gjarnan vel út í alþjóðasamanburði. Þetta er hinsvegar merkingarlaust á meðan þúsundir barna búa við fátækt, fjöldi fólks neitar sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu (eða hefur takmarkað aðgengi að henni) og neyðarástand ríkir á leigumarkaði og í húsnæðismálum almennt. Ójöfnuður er augljóslega gríðarlegur.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Skólinn er fullkominn vettvangur til að læra um samfélagsleg gildi og mikilvægt að kennarar tryggi að öllum börnum líði vel innan (og að einhverju leyti utan) veggja skólans, beri virðingu hvert fyrir öðru og læri að umgangast hvert annað af umburðarlyndi. Börn sem tilheyra jaðarsettum minnihlutahópum eiga ekki að þurfa að mæta fordómum frá samnemendum sínum og sjálfsagt að fræða öll börn um tilvistarrétt allra í samfélaginu.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Lágmarksklaun þurfa að vera í takt við það sem manneskja þarf, ekki aðeins fyrir grunnframfærslu, heldur einnig til að lifa með reisn og njóta lífsins utan vinnu.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Almannasamgöngur eru ekki bara samfélagslegt réttlætismál heldur einnig brýnasta umhverfismálið. Bílaeign verður ekki minnkuð án öflugra almenningssamgangna. Sósíalistar leggjast hinsvegar alfarið gegn veggjöldum sem fjallað er um í sáttmálanum. Allar framkvæmdir eiga að vera greiddar úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Ísland er herlaus þjóð og á ekki að styðja stríðsrekstur.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Heilbrigðisþjónusta á að vera með öllu gjaldfrjáls.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Ísland ætti að styðja málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Sammála, með þeim fyrirvara að slík gjöld ættu einungis að leggjast á fyrirtæki og fjársterka aðila, ekki sem gjaldtaka á almenning. Aðgerðir í loftslagsmálum verða að fela í sér félagslegt réttlæti og beina sjónum að stórtækum sökudólgum.

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Nauðsynlegt að hlusta á og vera í virku samstarfi við íbúa bæjarins og koma til móts við þá eins og kostur er.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög góð tillaga

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Nauðsynlegt að vera í virku samráði og samtali við almenning um veigamikla þætti sem snúa að alþjóðasamvinnu og aðildum.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Málið hefur þegar farið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ber að virða. Stjórnarskráin er líka lifandi samfélagssáttmáli sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun í virku samráði við þjóðina.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    4
  5. 5

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Mjög mikilvægt Sósialistaflokkurinn vill lækka skatta á smærri fyrirtæki og einyrkja auk þess að lækka tryggingargjald á fyrstu starfsmenn en hækka skatta á allra stærstu fyrirtækin. Til þess að fyrirtækin greiði eðlilega til samneyslu sveitarfélaganna verði aftur komið á aðstöðugjaldi og það þrepaskipt eftir stærð þeirra.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Mjög mikilvægt Sósíalistaflokkurinn vill afnema skatt af lægstu launum og þar með talið á grunnlífeyri eftirlaunafólks, öryrkja og fólks með fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    5

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Stjórnvöld eiga að sjá öllum innflytjendum fyrir hágæða íslenskukennslu og tryggja jafnt aðgengi að henni. Einnig ætti stefnan að miða að inngildingu fremur en aðlögun og gera innflytjendum kleift að nýta menntun sína og reynslu í íslensku samfélagi.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Laufey Líndal Ólafsdóttir sleppti þessari fullyrðingu

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. Laufey Líndal Ólafsdóttir
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Laufey Líndal Ólafsdóttir svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Vextir og verðbólga

Svona svarar Laufey Líndal Ólafsdóttir:
Útgjöld og tekjur hins opinbera einnig mikilvæg og samhangandi.