Lenya Rún Taha Karim (1. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er að klára kjörtímabilið sem varaþingmaður og býð mig fram á ný sem oddviti í sama kjördæmi og síðast - Reykjavík Norður.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1999.
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík.
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Á Íslandi.
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, kúrdísku og arabísku.
Við hvað starfar þú?
Lögfræðingur hjá wpd Ísland ehf. (vindorku).
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Íbúð.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Meistaragráða.
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Rúm fjögur ár.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Land alvöru tækifæra, þar sem velferðarkerfið hefur tök á að grípa ungt fólk áður en það er orðið of seint, þar sem heilbrigðiskerfið getur tekið við fólki sem þarf á þjónustu að halda eins fljótt og auðið er, þar sem fólk hefur val um að kaupa sér húsnæði eða leigja því hvorugur valkostur er jafn íþyngjandi og það er í dag.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Í raun allar þær konur sem hafa látið í sér heyra í stjórnmálum. Þetta er ekki auðvelt og ég ber mikla virðingu fyrir þeim flottu konum sem komu á undan mér, þannig ég gæti verið hér í dag.
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Kanye West. Geitin.
Hver er þín eftirlætis bók?
Resurrection eftir Leo Tolstoy eða Brothers Karamazov eftir Fyodor Dostoyevsky.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Inglorious Basterds er alltaf góð. The Dark Knight er líka kvikmyndarlegt meistaraverk. Það er ekki hægt að toppa The Godfather samt. Ég get ekki valið, þetta er erfið spurning.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Bókalestur.
Svör við kosningaprófinu:
Lenya Rún Taha Karim
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Ég er sammála þessu að mestu leyti, hins vegar er ávallt hægt að gera betur og ættu kjörnir fulltrúar ætíð að stuðla að því að hámarka réttlæti, sanngirni og jöfn tækifæri.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Lenya Rún Taha Karim
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Foreldrar þurfa einnig að sinna lestri, skrifum og útreikningum barnanna sinna. Viðhald á því sem börnin hafa lært í skólanum er jafn mikilvægt og lærdómurinn sem fer fram í skólanum.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Lenya Rún Taha Karim
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Lenya Rún Taha Karim
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Ísland ætti að veita mannúðaraðstoð, ekki fjármagna vopnakaup. Við, sem herlaus þjóð, eigum ekki erindi í fjármögnun vopnakaupa annarra ríkja.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Lenya Rún Taha Karim
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Lenya Rún Taha Karim
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Lenya Rún Taha Karim
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Lenya Rún Taha Karim
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Lenya Rún Taha Karim
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Það er ekki hægt að svara þessari spurningu með "sammála" eða "ekki sammála". Við erum samningsaðilar að alþjóðlegum samningum og í því felst skylda í að taka við umsóknum. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fólk sæki um vernd hérlendis.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Lenya Rún Taha Karim
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Lenya Rún Taha Karim
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Þetta er spurning sem er best svarað af Grindvíkingum. Þetta er ótrúlega erfið staða sem er uppi en næst skásta niðurstaðan er að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Grindvíkingar geti lifað þægilegu og góðu lífi á nýjum stað, án erfiðleika.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Náttúran okkar er ekki ótakmörkuð auðlind. Við verðum að hafa í huga hvenær og hvernig ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu teljist til meiri almannahagsmuna en náttúran sjálf.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Lenya Rún Taha Karim
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Lenya Rún Taha Karim
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Það er fyrst og fremst nauðsynlegt að nýta orkuna okkar betur. Forgangsröðun er mikilvæg og orkuskiptin, heimili, smærri fyrirtæki og grunn innviðir landsins eiga að njóta forgangs fram yfir stóriðju.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Lenya Rún Taha Karim
Svona svarar Lenya Rún Taha Karim:
Það skiptir þó máli hvernig það yrði slakað á regluverki og kröfum - tilslakanir mega ekki leiða til þess að heilsu manna sé stefnt í hættu með óvönduðu verki.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Lenya Rún Taha Karim
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Lenya Rún Taha Karim4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- Lenya Rún Taha Karim1
- 2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- Lenya Rún Taha Karim2
- 3
- 4
- 5
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Lenya Rún Taha Karim5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Lenya Rún Taha Karim5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Lenya Rún Taha Karim svaraði:
- Heilbrigðismál
- Umhverfis- og loftslagsmál
- Vextir og verðbólga