Þórður Snær Júlíusson (3. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er 43 ára, giftur tveggja barna faðir. Ég er menntaður stjórnmálafræðingur og með Msc-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórmálum frá Edinborgarháskóla. Ég starfaði sem blaðamaður og ritstjóri í rúm 19 ár, stofnaði fjölmiðlafyrirtækið Kjarnann, síðar Heimildin, fyrir rúmlega ellefu árum og var á meðal stjórnenda þess frá vorinu 2013 og fram í ágúst 2024. Mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanns að mínu mati er að mæta fólki í augnhæð og búa yfir getu til að setja sig í spor annarra.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1980

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Norsku, dönsku (þokkalega) og ensku.

Við hvað starfar þú?

Ég hef starfað sem blaðamaður og ritstjóri í 19 ár.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Íbúð

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Meistaragráða í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Ég skráði mig í flokkinn síðsumars 2024, enda fór þátttaka í skipulögðu flokkastarfi ekki saman við fyrra starf.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Uppfært. Stjórnmál eiga að snúast um þjónustu, ekki völd. Kerfin eiga að virka fyrir fólkið í landinu. Það þarf að byggja upp vöxt með aukinni velferð í stað þess að byggja upp vöxt á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Áherslan á að vera á efnahagslegan stöðugleika, aukna framleiðni, fjárfestingu í innviðum og því að láta velferðarkerfin grípa þá sem þurfa á því að halda. Þá er það risastórt sanngirnir og réttlætismál að notendur auðlinda greiði mun meira til samneyslunnar.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Ég hreifst af sanngirnis- og réttlætiskennd Vilmundar Gylfasonar heitins og þeim skýra vilja hans til að tala

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Nick Cave

Hver er þín eftirlætis bók?

Everything is illuminated eftir Jonathan Safran Foer.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

True Romance

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Tónlist

Svör við kosningaprófinu:

Þórður Snær Júlíusson

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Mjög mikilvægt Það er innbyggt óréttlæti og ósanngirni í mörg kerfi sem leiða til ójafnra tækifæra. Það má til að mynda nefna að skipting á hagnaði af nýtingu sjávarauðlinda er þannig að 70 prósent hans lendir hjá þeim sem fá að nýta hana og 30 prósent hjá þeim sem eiga hana. Þetta leiðir til þess að fjármagn skortir til að styðja með sómasamlegum hætti við mikilvæg velferðarkerfi og til að fjárfesta í mikilvægum innviðum. Annað dæmi eru sér íslenskar skattaglufur sem nýtast ríkustu hópum landsins.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Lágmarkslaun, eða réttara sagt ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til frítekjumarka og persónuafsláttar, eiga að duga fólki til að lifa með reisn. Því fer víðsfjarri á Íslandi og ein ástæðan er sú að megináherslan hefur verið á að búa til lágframleiðnistörf og skapa hagvöxt með fólksfjölgun. Þessu þarf að breyta.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Þórður Snær Júlíusson
    Mjög góð tillaga

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Þórður Snær Júlíusson
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Mjög mikilvægt Hagnaður af nýtingu sjávarauðlinda er þannig að 70 prósent hans lendir hjá þeim sem fá að nýta hana og 30 prósent hjá þeim sem eiga hana. Ferðaþjónusta nýtir innviði landsins til að afla sér tekna án þess að greiða sanngjarnt verð fyrir þá nýtingu. Aukin fjöldi einkaaðila stundar orkuvinnslu án þess að greiða rétt gjald til ríkissjóðs fyrir. Gjald á sjókvíaeldi á að vera hærra, endurspegla þá miklu áhættu sem verið er að taka með náttúru landsins í geiranum og leyfi til að stunda eldi á að vera tímabundið.

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Lög og reglur eiga að vera almenn og tryggja fyrirsjáanleika fyrir þá sem hingað koma og fyrir þá sem eru hér fyrir. Það þarf að fjármagna mótttökukerfin þannig að afgreiðslutími styttist og fjármagna inngildingu þannig að þeir sem koma hingað geti aðlagast. Í dag eru ekki margir að koma hingað á eigin vegum og þeir sem fá hér alþjóðlega vernd eru fyrst og síðast fólk frá Úkraínu sem fyrri stjórnvöld buðu sérstaklega fram fyrir röðina. Það er rétt ákvörðun.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Þórður Snær Júlíusson
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Við eigum að geta stutt við þá landsmenn sem verða fyrir áföllum með myndarlegum hætti. Það að tapa samfélagi er ekki lítið mál og við eigum að gera allt sem í valdi okkar stendur að hjálpa til að endurheimta það ef mögulegt er. Auk þess er búið að leggja tugi milljarða króna í að kaupa upp húsnæði í Grindavík og það getur verið mikið unnið með að koma því húsnæði aftur inn á markaðinn, sem þegar er þjakaður af því að framboð er mun meira en eftirspurn.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Ég tel að það eigi að taka tillit til hagsmuna náttúru og efnahagslegra hagsmuna íbúa landsins þegar tekin er ákvörðun um atvinnuuppbyggingu og orkuvinnslu. Til þess höfum við hannað kerfi, eins og rammaáætlun, og við eigum að nýta þau til að taka upplýstar og hóflegar ákvarðanir.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það er mikilvægt að sú ríkisstjórn sem setur aðildarviðræður aftur á dagskrá sé heil á bakvið það að fara í þær. Sömuleiðis er mikilvægt að meirihluti sé fyrir ferlinu á Alþingi þegar ráðist verður í það. Þau mistök sem gerð voru árið 2009, þegar slíka meirihluta skorti og þjóðin var ekki spurð fyrirfram, frestuðu því að Íslendingar tækju afstöðu til málsins um mörg ár. Þegar slíkir meirihlutar liggja fyrir á að spyrja þjóðina hvort fara eigi í viðræður og aftur um hvort hún samþykki gerðan samning.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Þórður Snær Júlíusson
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það er mín afstaða að framkvæmdir í samgöngumálum verði áfram fjármagnaðar með almennum hætti í gegnum ríkissjóð. Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur sértæk staðbundin gjaldtaka þó komið að gagni og verið réttlætanleg. Mikilvægast er að frumkvæði að slíkri gjaldtöku komi frá nærsamfélagi, heimafólki sjálfu. Þá þarf markmiðið með gjaldtökunni að vera skýrt og tekjurnar af henni að nýtast beint til að ná settu marki.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Ég vil framfarir í orkumálum til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti. Framboð á forgangsorku til heimila og smærri fyrirtækja þarf líka að tryggja með lögum. Við eigum að nota þá ferla sem við eigum, sérstaklega rammaáætlun, til að gæta jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Það þarf hins vegar að afgreiða rammaáætlun oftar á Alþingi og fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það er kannski rangt að segja að slaka ætti á regluverkinu. En það má einfalda það og setja inn hvata sem flýta fyrir framkvæmdum.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Þórður Snær Júlíusson
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það hefur reynst erfitt að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum á þessari öld og miklar deilur staðið um bæði efni og form. Best væri að leiða þær deilur í jörð með því að búa til skýrt og faglegt ferli til að móta breytingar á fáum en mikilvægum uppfærslum og byggja svo ofan á þær á komandi kjörtímabilum. Sú fyrsta sem þarf að koma í gegn er að festa í stjórnarskrá að auðlindir landsins séu þjóðareign.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Þórður Snær Júlíusson
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Þetta er flókin spurning. Það eru atvinnugreinar sem njóta þess að vera í til dæmis lægra virðisaukaskattsþrepi og það þarf að skoða það gaumgæfilega hvort slíkir skattalegir hvatar séu nauðsynlegir. Fjármagnstekjuskattur á eigendur fyrirtækja, og aðra sem eiga mikið fjármagn, mega hins vegar vera hærri og eiga að fara upp í 25 prósent, með ákveðnum frítekjummörkum. Vert er að benda á að slíkir skattar hafa fyrst og síðast áhrif á ríkasta eitt prósent landsmanna sem þéna um helming fjármagnstekna.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Þórður Snær Júlíusson
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það á ekki að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk og breytingar á öðrum sköttum og gjöldum en tekjuskatti eiga að innifela frítekjumörk sem vernda lágtekju- og millitekjuhópa frá því að greiða meira. Aukin vaxtabyrði heimila á síðustu árum – sem jókst um 40 milljarða frá 2021 til 2023 – er ofurskattur á venjuleg íslensk heimili og einbeitingin á að vera á að minnka þær álögur en ekki á að skattleggja þau meira.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Þórður Snær Júlíusson
    4
  5. 5

Svona svarar Þórður Snær Júlíusson:
Það liggur fyrir að stjórnvöld hafa skilað meira og minna auðu þegar kemur að inngildingu þeirra risastóru hópa sem hingað hafa flutt á undanförnum árum og lagt mikið til þess aukna hagvaxtar sem verið hefur. Ný skýrsla OECD sýnir að við höfum ekki lagt nærri nóg í til dæmis íslenskukennslu og að það bitni bæði á almennri inngildingu en ekki síður á skólagöngu bæði fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendabarna. Það er bæði rétt og mannlegt að fjárfesta í inngildingu en líka efnahagslega hagkvæmt.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Þórður Snær Júlíusson
    3
  4. 4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Þórður Snær Júlíusson
    3
  4. 4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Þórður Snær Júlíusson svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Vextir og verðbólga