Reyn Alpha Magnúsdóttir (22. sæti - Reykjavíkurkjördæmi suður)

Fáein orð um þig.

Hæ! Ég heiti Reyn Alpha og er 23 ára, með BS-gráðu í tölvunarfræði með kynjafræði sem aukagrein og nú í meistaranámi við deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég hef setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka hinsegin fólks og femínista síðastliðin tæp fimm ár óslitið og er núverandi forseti Trans Íslands.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

2001

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Auk íslensku tala ég ensku en hef auk þess grunn í sænsku og dönsku og kann svo smávegis í þýsku.

Við hvað starfar þú?

Ég er í meistaranámi til kennsluréttinda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með áherslu á framhaldsskólastigið, samhliða því að gegna hlutverki forseta Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Líkt og margt ungt fólk og sérstaklega námsfólk á Íslandi bý ég í foreldrahúsum.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Ég er með BS-gráðu í tölvunarfræði með kynjafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Ég hef verið viðloðandi Pírata af og til frá því að ég fékk fyrst aldur til að taka þátt í störfum stjórnmálaflokka. Ég er hins vegar nokkuð nýbyrjuð að taka virkan þátt í flokksstarfinu, hafandi einbeitt mér að öðrum félagsstörfum síðastliðin ár.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Ísland hefur alla burði til þess að verða fyrirmyndarsamfélag þar sem jöfnuður er tryggður, réttindi fólks eru virt og við styðjum betur við fólk sem þarf á aðstoð að halda. Við eigum að koma okkur í efsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe með því að bæta réttarstöðu hinsegin fólks til muna, ekki síst trans og intersex fólks.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Það er margt fólk sem ég lít mikið upp til á hinu pólitíska sviði en ég vil hér kannski helst nefna þau Andrés Inga Jónsson þingmann Pírata, Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borgarstjórn og Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Þau hafa sannað sig og sýnt sem mjög öflugt stjórnmálafólk sem brennur virkilega heitt fyrir sínum málum og stendur mjög tryggilega með mannréttindum, sérstaklega réttindum jaðarsettra hópa.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Það er mjög erfitt að velja eina! En til að nefna eitthvað held ég mikið upp á FLOTT, Daða Frey og Unu Torfa.

Hver er þín eftirlætis bók?

Greinasafnið og hinsegin sagnfræðiritið Svo veistu að þú varst ekki hér, ritstýrt af Ástu Kristínu Benediktsdóttur, Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Írisi Ellenberger.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Eins umdeild og hún kann að vera meðal þjóðarinnar þá er Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Ég er mikið Eurovisionnörd en líður þess utan sjaldan betur en í sundi!

Svör við kosningaprófinu:

Reyn Alpha Magnúsdóttir

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Þó svo að Ísland komi vel út úr alþjóðlegum mælingum á ýmsa mælikvarða þá er það alls ekki þannig að öll hafi jöfn tækifæri, hvort sem er vegna félagslegrar eða efnahagslegrar stöðu eða vegna skorts á tengslum við rétta fólkið. Við þurfum að tryggja réttlæti fyrir okkur öll, ekkert okkar er frjálst fyrr en við erum öll frjáls.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Í því blandaða kerfi sem við búum við í dag er eðlilegt er að ríkið taki aukinn þátt í kostnaði einstaklinga við sérhæfða heilbrigðisþjónustu á vegum einkaaðila sem ekki stendur til boða af hálfu hins opinbera. Heilbrigðiskerfið á hins vegar almennt séð að vera sameign þjóðarinnar og ekki rekið í hagnaðarskyni.

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Við erum að bregðast skyldum okkar sem samfélag á meðan á meðal okkar eru einstaklingar undir framfærsluviðmiðum. Til lengri tíma litið er mikilvægt að skoða möguleikana á því að koma á fót skilyrðislausri grunnframfærslu á Íslandi.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Mjög mikilvægt Uppbygging Borgarlínu og innviða fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eru meðal mikilvægustu samgöngubóta sem hugsast geta á höfuðborgarsvæðinu og munu bæta lífsgæði íbúa til muna, sama hvort við ferðumst með almenningssamgöngum, virkum ferðamátum eða jafnvel í einkabílum.

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Ísland á að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum og aðstoða Úkraínumenn með öðrum hætti en beinni fjármögnun á vopnakaupum.

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Mjög mikilvægt Kostnaður útilokar í dag ákveðna hópa fólks frá því að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem skilar sér í skertum lífsgæðum og mögulega á endanum þörf á flóknari, erfiðari og kostnaðarsamari inngripum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Mjög mikilvægt Ísland þarf að beita sér með mun meiri festu gegn því þjóðarmorði sem Ísraelsríki er að fremja á palestínsku þjóðinni fyrir allra augum, til dæmis með viðskiptaþvingunum.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Mjög mikilvægt Ísland hefur bolmagn til að taka á móti mun fleira fólki á flótta en við gerum nú þegar, þrátt fyrir allt talið um hinn ímyndaða stórtæka vanda kerfisins vegna fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það skiptir máli að við leggjum enn frekari áherslu á að byggja upp innviði til að taka betur á móti fólki sem hingað kemur og styðja betur við það, til dæmis með auknu aðgengi að íslenskukennslu og félagslegum úrræðum á borð við sálfræðiþjónustu.

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Það hefur ekki breyst að Ísland er öruggt og friðsælt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Hins vegar hefur versnandi félagsleg staða og líðan fólks á síðustu árum óneitanlega haft sitt að segja. Við þurfum að gera stórátak í geðheilbrigðismálum sem felur meðal annars í sér að styðja við fólk í viðkvæmri félagslegri stöðu, að stórefla geðheilbrigðiskerfið og innleiða jákvæðar samfélagsbreytingar sem draga úr streitu og leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Mjög ósammála
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Öllum aðgerðum stjórnvalda þarf að veita aðhald og þær þarf að vera hægt að endurskoða. Þær aðgerðir sem gripið var til vegna COVID-19 voru hins vegar iðulega vel rökstuddar miðað við þau gögn sem voru til staðar hverju sinni og þær báru óneitanlega árangur þótt gagnrýna megi einstaka aðgerðir og hvernig staðið var að allsherjarafléttingu samkomutakmarkana.

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Við eigum að styðja við íbúa Grindavíkur eftir fremsta megni en þurfum þó að vera raunsæ með það að ef það kemur á daginn að búseta í Grindavík sé ekki sé örugg eða raunhæf til frambúðar ættum við frekar að verja fjármununum í varanlegri lausnir.

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Það er lífseig mýta að það þurfi að velja á milli náttúrunnar og atvinnulífs, hagsmunir þeirra geta vel farið saman og við eigum alltaf að leggja okkur fram við að vernda náttúruna eftir fremsta megni því hún er undirstaða alls.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Píratar eru raunverulegur lýðræðisflokkur og treysta þjóðinni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin hagi.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga
Ath
Reyn Alpha Magnúsdóttir sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Eðlilegt væri að skoða það hvort stórnotendur svo sem rútufyrirtæki og vörubílastöðvar greiddu meira fyrir notkun á vegum vegna þess mikla slits sem þeir valda, með tilheyrandi aukinni viðhaldsþörf. Veggjöld mega hins vegar ekki bitna á tekjulægri hópum.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Ísland framleiðir mesta raforku á hvern íbúa af öllum ríkjum heims. Orkuskorturinn er mýta.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Við getum ekki gefið afslátt af aðgengis- og öryggiskröfum gagnvart íbúðarhúsnæði.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Klára þarf vinnu við að innleiða nýja, uppfærða stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs og ábendingum sem hafa komið fram síðan þá, í víðtæku samráði við almenning og sérfræðinga.

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    4
  5. 5

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Koma þarf í veg fyrir að hægt sé að nýta sér óþrepaskipt fjármagnstekjuskattkerfi til að komast hjá því að greiða hátekjuskatt.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Létta þarf skattbyrði þeirra sem minnst hafa á milli handanna, til dæmis með hækkun persónuafsláttar og með því að greiða út vannýttan persónuafslátt.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Reyn Alpha Magnúsdóttir
    5

Svona svarar Reyn Alpha Magnúsdóttir:
Aðgengi innflytjenda að íslensku samfélagi er ófullnægjandi, meðal annars vegna skorts á íslenskukunnáttu. Tryggja þarf að öll sem flytja til landsins hafi þess kost að læra íslensku óháð aldri, uppruna, fjárhagsstöðu eða vinnutíma, á öllum færnistigum, auk þess sem að fræða þarf fólk um réttindi þess, skyldur og um íslenska menningu almennt.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Reyn Alpha Magnúsdóttir sleppti þessari fullyrðingu

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Reyn Alpha Magnúsdóttir sleppti þessari fullyrðingu

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Reyn Alpha Magnúsdóttir svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Jafnrétti og mannréttindi