Steinar Jónsson (11. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er 32 ára Reykvíkingur með brennandi áhuga á stjórnmálum og er 10. varaþingmaður Pírata í Reykjavík Norður kjörtímabilið 2021-2025, stjórnarmaður í Pírötum í Reykjavík 2023-2025 og stjórnarmaður í Matthildi - samtök um skaðaminnkun. Undanfarin 15 ár hef ég starfað hérlendis og erlendis við viðburðahald sem hljóðmaður, ljósatæknir og „rigger” (klifurmaður sem hengir upp mótora og ljósagrindur). Mín helstu þekkingarsvið eru vímuefnamál, efnahagsmál, samgöngumál og utanríkismál.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1992
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku
Við hvað starfar þú?
Hljóðmaður
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Íbúð
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Grunnskólanám
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Ég gekk til liðs við Pírata árið 2021 (3 ár).
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Ísland á að vera staður þar sem fólki líður vel, þar sem fólk hugsar um hvort annað og upplifir sig öruggt. Ég vil að Íslendingar horfi jákvætt til framtíðar og týni sér ekki í neikvæðri umræðu um hin og þessi vandamál. Því vandamálin eru til að leysa þau, og með lausnamiðuðu hugarfari getum við lagað húsnæðisvandann, minnkað verðbólguna, stytt biðlistana, leyst umferðateppurnar og lifað í sæld, stolt af því að vera sú einstaka þjóð sem við erum.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
John F Kennedy
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Tame Impala
Hver er þín eftirlætis bók?
„187 heitar og sætar pikköpplínur" með Kalla Lú Þessi bók er þjóðargersemi.
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Walk Hard: The Dewey Cox Story
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Fjallgöngur
Svör við kosningaprófinu:
Steinar Jónsson
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Steinar Jónsson
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ef einkaaðilar geta sýnt fram á aukin gæði og hagkvæmni fram yfir þá valkosti sem hið opinbera býður upp á, þá er ég hlynntur því að ríkið niðurgreiði slíka þjónustu. Mér líst hins vegar illa á að ríkið útvisti þjónustu til einkaaðila í svo miklu magni að þeir geti stundað einokun á tiltekinni þjónustuveitingu sem hið opinbera greiðir fyrir.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég vil að grunnskólar kenni börnum lífsleikni sem felur í sér grunndvallarsálfræði eins og samskipti kynjanna, námstækni, efling sjálfstrausts og greining á eigin líðan. Einnig vil ég sjá öflugt forvarnarstarf í skólum sem snýst um að fræða en ekki hræða, þar sem nemendum eru veittar góðar upplýsingar sem gera þeim betur kleift að taka upplýstar ákvarðanir um eigin heilsu. Það er hins vegar ekki hlutverk grunnskóla að kenna börnum trúarbragðafræði.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Mjög mikilvægt Það á ekki að viðgangast að lágmarkslaun séu lægri en lágmarksframfærsla.
Allir þurfa að lifa og því fylgir ákveðinn grunnkostnaður sem full laun óháð starfsvettvangi eiga að duga fyrir.
Ég legg til að ríkið áætli lágmarksframfærslu í byrjun hvers árs og að kjarasamningum beri að taka mið af þeirri upphæð.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Hingað til hefur megnið af samgönguútgjöldum ríkisins farið í landsbyggðina á meðan höfuðborgarsvæðið hefur mætt afgangi. Með tilliti til þess að megnið af þjóðinni á heima á höfuðborgarsvæðinu finnst mér sjálfsagt að ríkið setji rausnarlegar fjárveitingar í uppbyggingu á samgönguinnviðum höfuðborgarsvæðisins með sérstöku tilliti til almenningssamgangna. Ferðafrelsi á ekki að takmarkast við þá sem eiga bíl.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Mjög mikilvægt Ísland á aldrei að fjármagna stríðsrekstur. Okkar styrkleiki felst í diplómatískum samskiptum, ekki hernaði.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Mér finnst tími til kominn að fella tannlæknakostnað að miklu leyti undir sjúkratryggingakerfið og tryggja öllum ólögráða einstaklingum ókeypis tannlæknaþjónustu. Varðandi almennan kostnað við heilbrigðiskerfið, þá tel ég nauðsynlegt að auka skilvirkni heilbrigðiskerfisins til að auka afköst og draga úr kostnaði.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Lykilmarkmið skattkerfisins (að mínu mati) er að stuðla að góðum lífskjörum fyrir þjóðina alla.
Í ljósi þess að fólk er með misjöfn launakjör tel ég eðlilegt að skattkerfið taki mið af því. Að öðrum kosti myndi skattkerfið vinna gegn eigin markmiði.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Það er ekkert nema eðlilegt að fyrirtæki greiði hráefnisgjald fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar. Slíkt gjald þarf að minnsta kosti að standa undir öllum umsýslukostnaði ríkissins sem til fellur við umsýslu slíkra auðlinda. Afnot af auðlindum þjóðarinnar ætti einnig að fela í sér atvinnusköpun á Íslandi og gæta þarf sérstaklega að því að starfsemin skili ríkinu auknum skatttekjum.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Steinar Jónsson
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég hef ekki næga þekkingu á þessum málum til að taka neina afstöðu.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ísland er ennþá eitt af öruggustu löndum í heiminum. Það er á ábyrgð okkar allra að halda í þau gæði.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Steinar Jónsson
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Í ljósi aðstæðna, þá er Grindavík ekki skynsamlegur staður fyrir fólk að búa á. Þessi eldsumbrot eru nýr veruleiki sem við verðum að læra að sætta okkur við.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Við eigum að leggja áherslu á að styðja við starfsemi sem stuðlar að innlendri atvinnu- og verðmætasköpun þar sem ágóðinn verður að megninu til eftir á Íslandi. Til hliðsjónar þarf svo að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort atvinnuuppbyggingin réttlæti óafturkræfa röskun á íslenskri náttúru.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég er alfarið andvígur inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru, en sé vilji meirihluta þjóðarinnar fyrir því að opna á viðræður ætlast ég til þess að málin séu vandlega útskýrð fyrir almenningi og svo í framhaldinu kosið um áframhald viðræðna. Þegar uppi er staðið vegur lýðræðið þyngst í þessu máli.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég vil aldrei sjá gjaldtöku fyrir brýr eða vegi. Í einstaka tilvikum get ég stutt gjaldtöku í jarðgöngum, en þó einungis til að greiða upp framkvæmdakostnað mannvirkisins.
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Það liggur ljóst við að raforkuþörf samfélagsins er að aukast og til að mæta þeirri auknu þörf tel ég ákjósanlegt að við nýtum okkur vatnsaflsmáttinn frekar en vindorku. Ég er hins vegar ekki hlynntur því að byggja virkjanir til að selja alþjóðlegum stórfyrirtækjum niðurgreitt rafmagn fyrir starfsemi sem skilar ekki skatttekjum til ríkisins hvort sem starfsemin skapi ný atvinnutækifæri á Íslandi eða ekki.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Steinar Jónsson
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Steinar Jónsson
Svona svarar Steinar Jónsson:
Endurskoðun á stjórnarskrá þarf að fara fram í nánu samráði við almenning. Ég vil uppfæra núverandi stjórnarskrá, en halda því góða sem í henni er.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- Steinar Jónsson3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Steinar Jónsson3
- 4
- 5
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég er hlynntur því að fella fjármagnstekjur undir almennan tekjuskatt og hækka persónuafsláttinn á móti.
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Steinar Jónsson4
- 5
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég vil að ríkið niðurgreiði að fullu íslenskukennslu fyrir innflytjendur til að gera þeim betur kleift að aðlagast okkar samfélagi.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Steinar Jónsson3
- 4
- 5
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ég tel það vera jákvætt að dreifa störfum ríkisins um landið til að stuðla að atvinnusköpun á landsbyggðinni.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- Steinar Jónsson5
Svona svarar Steinar Jónsson:
Ríkið á ekki að takmarka aðgang ábyrgra lögráða einstaklinga að vímuefnum út frá þeim forsendum að sumir kunni sig ekki.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Steinar Jónsson svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Samgöngumál
Svona svarar Steinar Jónsson:
Húsnæðisvandinn er brýnastur, því einhvers staðar þurfa allir að búa. Úrbætur í samgöngumálum þarf að framkvæma samhliða húsnæðisuppbyggingu svo að fólk geti komist hratt og áreiðanlega á milli staða. Svo vil ég sjá greiðari aðgang að sálfræðiþjónustu, betri aðstöðu fyrir geðdeild, mannúðlegri nálgun í vímuefnamálum, fjölbreyttari meðferðarúrræði og styttri biðlista í heilbrigðiskerfinu.