Tryggvi Másson (5. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er 31 árs gamall Þróttari úr Laugardalnum. Hef mest alla mína ævi búið í Laugardalnum og bý þar núna ásamt fjölskyldunni minni. Ég er lærður viðskiptafræðingur og hagfræðingur og hef á síðustu árum starfað fyrir Samtök atvinnulífins, þingflokk Sjálstæðisflokksins og núna starfa ég hjá Klíníkinni.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1993
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku
Við hvað starfar þú?
Viðskiptaþróun hjá Klíníkinni
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Fjölbýlishúsi
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Meistaragráða í atferlishagfræði
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
9 ár
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Ísland verður besti staðurinn í heiminum til að búa, leika og starfa á. Landið verður eftirsóknarverður staður til þess að mennta sig og starfa. Ísland mun hafa sérstöðu sem fjölskylduvænasta lands í heiminum og laða þannig að sér öflugt starfsfólk hvaðanæva af. Sérstaða Íslands í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, hvort sem er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuframleiðslu mun stuðla að blómlegri byggð upp allt land. Öflugt atvinnulíf mun standa undir bestu velferð og velsæld í heiminum.
Hver er þín fyrirmynd í pólitík?
Óli Björn Kárason
Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?
Daft Punk
Hver er þín eftirlætis bók?
Nudge eftir Richard H. Thaler og Cass R. Sunstein
Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?
Stjörnustríð (e. Star Wars)
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Matreiðsla
Svör við kosningaprófinu:
Tryggvi Másson
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Réttlæti er best tryggt með skýrum lögum og reglum ásamt öflugu ákæru- og dómsvaldi. Þá er það kjarni stefnu Sjálfstæðisflokksins að tryggja jöfn tækifæri hér á landi þar sem allir geti blómstrað í námi, leik og starfi. Sanngirni næst svo best fram með samspil þessara tveggja þátta þar sem fólk nýtur frelsis til að skapa sín eigin örlög en getur leitað leitað réttar síns finnist það á sér brotið með ósanngjörnum hætti.
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Stjórnvöld eiga að tryggja rétt borgaranna til að fá hágæða heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu innan ásættanlegs tímaramma. Þannig sé sjúklingum tryggt að fái þeir ekki þjónustu innan þess tíma sé þeim frjálst að leita annað óháð rekstrarformi þess sem veitir þjónustuna. Með því að gera sjúklingnum kleift að sækja þjónustu þar sem best hentar honum mun einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukast einstaklingnum og heilbrigðiskerfinu í heild til heilla.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Grunnskólarnir spila mikilvægt hlutverk í samfélagi fjölskyldna um land allt. Það verður aldrei hægt að kljúfa skólann frá samfélaginu. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn svo það er samvinnuverkefni allra sem koma að uppeldi barnanna að kenna þeim samfélagsleg gildi.
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Ísland hefur borið gæfu til þess að treysta aðilum vinnumarkaðarins til að semja um lágmarkslaun, kaup og kjör á vinnumarkaði. Það hefur stuðlað að öruggum en sveigjanlegum vinnumarkaði með eitt hæsta atvinnustig í heimi ásamt einum hæstu lágmarkslaunum á byggðu bóli. Stjórnvöld eiga að beita sér fyrir bættri umgjörð utan um vinnumarkaðinn en að öðru leyti treysta aðilum vinnumarkaðarins fyrir því að semja um kaup og kjör í landinu.
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Ríkið á að standa við gerða samninga við sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu. Í honum felast m.a. stofnvegaframkvæmdir sem sveitarfélögin hafa beðið árum saman eftir. Að því sögðu verða sveitarfélögin, og þá sérstaklega Reykjavíkurborg að standa við sinn hlut samningsins. Stofnvegaframkvæmdir samningsins í Reykjavík hafa dregist á langinn með tilheyrandi samgöngutöfum. Í framtíðinni ætti ekki að gera svona samning nema allir aðilar skuldbindi sig til að standa við umfang, tímaramma og útgjaldaramma hans.
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Tryggvi Másson
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Greiðsluþátttaka sjúklinga er tæp 15% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála, sem er sambærilegt því sem gerist á Norðurlöndunum. Fella ætti alla þá þjónustu sem niðurgreidd er af ríkinu á sjúkrahúsunum undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og tryggja þar með að öllum sjúklingum jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð hvar þjónustan er veitt. Það kerfi sem er við lýði um þak á greiðsluþátttöku sjúklinga er að mörgu leiti mjög gott og ætti að útvíkka til fleiri þjónustuflokka heilbrigðisþjónustu.
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Markmið stjórnvalda er að tryggja jafnrétti, jafnan rétt til góðrar menntunar og starfa. Þá eiga stjórnvöld að tryggja að allir geti sótt sér fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags eða búsetu. Stjórnvöld eiga að tryggja eldri borgurum og þeim sem höllustum fæti standa sterkt öryggisnet með öflugu almannatryggingakerfi auk þess að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Loks eiga stjórnvöld að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Skattkerfið er leið til að ná þessum markmiðum.
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Eðlilegt er að þeir sem nýti sér með sjálfbærum hætti náttúruauðlindir borgi fyrir aðgang að þeim. Í dag greiða fyrirtæki margvíslega skatta og gjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem ætti að einfalda og lækka. Að því sögðu nýtur nærsamfélag ágóðans af nýtingu náttúruauðlindanna aðeins með takmörkuðum hætti. Leita ætti leiða til að nærsamfélagið njóti ágóðans betur t.d. í gegnum lóðaleigu og fasteignaskatta.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Grænir skattar og gjöld eiga að draga úr mengunarvaldandi hegðun og stuðla í staðinn að umhverfisvænni hegðun. Samkvæmt hugmyndafræðinni ætti þetta útrýma mengunarvaldandi hegðun og ekkert verður eftir til að skattleggja. En þess í stað virðast grænir skattar og gjöld aðeins hækka og hegðun borgaranna breytist lítið. Endurskoða ætti alla græna skatta frá grunni með þetta að leiðarljósi. Þá ætti ekki að leggja á þessa skatta nema umhverfisvænni hegðun sé raunverulegur valkostur.
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
Svona svarar Tryggvi Másson:
Verndarkerfið er neyðarkerfi fyrir fólk á flótta. Stjórnvöld ættu að stuðla að því að allir þeir sem uppfylla skilyrði þess að fá hér vernd og eru ekki með vernd í öðru ríki fái skjóta málsmeðferð. Þá er mikilvægt að þeir sem uppfylla ekki skilyrðin fái einnig skjóta málsmeðferð. Markmið breytinganna ætti að snúast um bætta málsmeðferð en ekki að fækka þeim sem sækja hér um vernd, þó þær breytingar leiði það eflaust af sér að umsóknum fækki.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Ísland er friðsælasta og öruggasta land í heimi þrátt fyrir að manndrápsmál hafi aldrei verið fleiri og vopnaburður hafi aukist. Það mun þurfa samræmdar aðgerðir menntakerfisins, íþrótta- og tómstundastarfs, forvarna og lögreglu til þess að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að Ísland verði áfram friðsælasta og öruggasta land á byggðu bóli.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Tryggvi Másson
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Stjórnvöld hafa því miður ekki fjárráð til þess að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar. T.d. ef hraun flæðir yfir alla byggð í Grindavík mun það kosta stjarnfræðilegar fjárhæðir að tryggja að fólk geti búið áfram í Grindavík, undir eða ofan á hrauninu.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Stjórnvöld hafa sem betur fer látið af mest allri atvinnuuppbyggingu á eigin vegum. Slík uppbygging á betur heima hjá einstaklingum og einkafyrirtækjum. Sjálfbærni náttúru, efnahags og samfélags ætti ætíð að meta til jafns þegar einstaklingar og fyrirtæki sækja um leyfi fyrir hverslags uppbyggingu. Ef einstaklingar og fyrirtæki uppfylla eðlileg skilyrði og kröfur um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda ætti ekkert að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu þeirra.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
- Tryggvi Másson
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum getur verið góð leið til þess að flýta fyrirhuguðum samgönguframkvæmdum. Vegagerðin hefur takmörkuð fjárráð, tæki og mannskap hverju sinni svo tækifæri geta skapast til samvinnuverkefna fjárfesta, sveitarfélaga og ríkis. Veggjöldin verða þó aðeins að standa undir þeirri framkvæmd sem þau eru rukkuð fyrir, engri annarri. Líta ætti til hugmynda Haraldar Benediktssonar um Samfélagsvegi sem fyrirmynd: https://xd.is/2023/04/27/ny-nalgun-i-uppbyggingu-vegakerfisins/
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Ætli stjórnvöld sér að viðhalda þeim lífsgæðum sem tekist hefur að byggja hér upp á Íslandi er nauðsynlegt að virkja meira.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Tryggvi Másson
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Tryggvi Másson
Svona svarar Tryggvi Másson:
Þrátt fyrir að stjórnarskráin hafi að mestu leiti staðist vel tímans tönn eru ákveðin atriði í stjórnarskránni má endurskoða. Þar ber helst að nefna ákvæði um lágmarksfjölda og hámarksfjölda kjördæma í Alþingiskosningum og ákvæði um lágmarksaldur forseta Íslands.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- Tryggvi Másson2
- 3
- 4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- Tryggvi Másson1
- 2
- 3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Tryggvi Másson4
- 5
Svona svarar Tryggvi Másson:
Íbúar af erlendu bergi brotnir hafa aldrei verið jafn margir á Íslandi og nú. Stjórnvöld ættu að leggja mikið á sig til þess að gera þeim sem flytja hingað kleift að aðlagast íslensku samfélagi svo þau geti fullnýtt sér þau tækifæri sem hér felast, þeim og landinu öllu til heilla.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Tryggvi Másson:
Stjórnvöld ættu að stefna að því að efla sveitarstjórnarstigið og tryggja þar með fleiri störf í hverju sveitarfélagi. Það gerir sveitarfélögin að ákjósanlegri stað til þess að búa, stofna fjölskyldu og reka fyrirtæki sem leiðir af sér enn frekari fjölgun starfa. Þá ættu stjórnvöld að stefna að því að flytja störf þar sem þau eiga heima. Sumum störfum er best að sinna nálægt þeim stað sem á að þjónusta á meðan önnur störf ættu ekki að vera bundin ákveðinni staðsetningu.
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- 1
- 2
- 3
- Tryggvi Másson4
- 5
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Tryggvi Másson svaraði:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Vextir og verðbólga