Helgi Hrafn Ólafsson (8. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)
Fáein orð um þig.
Ég er grunnskólakennari af höfuðborgarsvæðinu með sterka tengingu við Vestfirðina. Ég styð menntun og heilbrigði fyrir alla óháð félagslegri stöðu, efnahagslegri stöðu eða hvað annað sem að greinir okkur að. Félagslegt jafnrétti skiptir mig máli og ég tel skatta og velferðarkerfið vera leið til að þau sem að hafi það betra geti hjálpað þeim sem að hafi það verra.
Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?
1988
Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?
Reykjavík.
Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?
Íslandi.
Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?
Ensku, dönsku og smá þýsku.
Við hvað starfar þú?
Ég er grunnskólakennari.
Í hvers konar húsnæði býrð þú?
Ég bý í fjölbýli.
Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?
Ég hef lokið framhaldsmenntun á háskólastigi.
Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?
Frá því árið 2004.
Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?
Við eigum að vera jafnara og réttlátara samfélag sem að styður við sem flesta. Við eigum að fagna fjölmenningu því að hún mun sjá til þess að bestu hugmyndirnar fái brautargengi og að samfélagi okkar gangi sem best fyrir alla, ekki bara fyrir suma.
Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?
Körfubolti er aðal áhugamálið. Ég hef spilað, þjálfað og fylgst með körfubolta í hartnær 30 ár. Skemmtilegasta sem ég geri!
Svör við kosningaprófinu:
Helgi Hrafn Ólafsson
Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Mjög mikilvægt Það þarf ekki að einkavæða heilbrigðiskefið, það þarf að draga úr sóun þar og leggja meiri fjármagn í það sem skiptir máli, m.a. heilbrigðisstarfsfólkið.
Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Ísland á ekki að taka þátt í stríðsrekstri, en það getur stutt við Úkraínu, og aðrar þjóðir, ef út í það er farið, með öðrum hætti þegar þau standa í alþjóðlegum deilum sem leiða til ofbeldis, stríðs og dauða.
Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Landið og auðlindir þess er okkar allra, ekki aðeins fyrirtækjaeigenda. Ágóðinn af nýtingu á auðlindum landsins ætti með réttu að deilast betur niður á þegna þess.
Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Við á Íslandi getum og eigum að hjálpa þeim sem minna mega sín. Annað fer gegn því alþjóðlega samfélagi sem við erum hluti af.
Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.
Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
"Sama hvað það kostar" er allt of afgerandi hugtak. Stjórnvöld eiga að tryggja að fólk sem að bjó áður í Grindavík geti lifað góðu lífi. Ef að það er orðið óhagkvæmt og ómögulegt að fólk geti búið í Grindavík þannig að það sé öruggt, þá verður að koma tímapunktur þar sem það er gefið upp á bátinn. Það á að sjálfsögðu að hjálpa fólki sem hefur orðið heimilislaust og er í fjárhagslegum kröggum vegna umbrotanna hjá Grindavík, en það getur ekki endilega ætlast til að það búi áfram í Grindavík.
Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Eilíf hagnaðarkrafa mun að lokum blóðmjólka náttúruna, það er ástæðan fyrir að það má ekki veiða allan fiskinn í sjónum eða höggva öll tréin á landinu eða virkja hvern einasta læk. Það verður að gæta hófsemi og náttúran verður að að vera í forgangi, ekki bara fyrir okkur núna heldur fyrir framtíðarkynslóðir.
Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Það verður að gæta hófsemi við virkjanaframkvæmdir og náttúran verður að að vera í forgangi, ekki bara fyrir okkur núna heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Það er hægt að bæta orkudreifikerfi Íslands án þess að þurfa að virkja allar ár og alla læki. Satt að segja þá finnst mér líka að orkunotkun álvera og annars iðnaðar (ca. 80% af allri raforkuframleiðslu landsins) vera allt of mikið.
Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Það má einfalda regluverk, en að tala um að slaka á regluverki og kröfum í byggingariðnaði hljómar um of eins og við ættum að minnka öryggistaðla í byggingu húsnæða á Íslandi sem er ekki eitthvað sem mér líst vel á.
Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.
- Helgi Hrafn Ólafsson
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Markviss endurskoðun stjórnarskrárinnar er vissulega þörf, en ég tel það ekki vera forgangsatriði í næstu ríkisstjórn. Forgangsmálin ættu að vera heilbrigðiskerfið, menntakerfið og efnahagsmál.
Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?
- 1
- 2
- 3
- Helgi Hrafn Ólafsson4
- 5
Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?
- 1
- 2
- Helgi Hrafn Ólafsson3
- 4
- 5
Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?
- 1
- 2
- 3
- Helgi Hrafn Ólafsson4
- 5
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Ef við viljum raunverulega styðja við inngildingu nýrra íbúa á Íslandi þá ættum við að kosta hluti sem að styðja við það. Miðað við tölur OECD þá þurfum við að leggja meiri metnað í hluti eins og t.d. að kosta íslenskukennslu þeirra.
Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?
- 1
- 2
- Helgi Hrafn Ólafsson3
- 4
- 5
Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?
- Helgi Hrafn Ólafsson1
- 2
- 3
- 4
- 5
Svona svarar Helgi Hrafn Ólafsson:
Allar rannsóknir sýna að skert aðgengi að áfengi stuðli að betri heilsu almennings og þ.a.l. minna álagi á heilbrigðiskerfið vegna áfengistengdra heilsuvandamála. Meira aðgengi að áfengi t.d. í verslunum mun skaða heilsu almennings.
Hver eru mikilvægustu kosningamálin?
Helgi Hrafn Ólafsson svaraði:
- Heilbrigðismál
- Menntamál
- Vextir og verðbólga