Rósa Björk Brynjólfsdóttir (2. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er 3 barna móðir í Vesturbænum í Reykjavík. Ólst upp í Kópavogi en fór í MR og fór í háskóla í Grenoble í Frakklandi og Háskóla Íslands þar sem ég menntaði mig í frönsku og fjölmiðlafræði. Er líka menntaður fjallaleiðsögumaður og vann við það á hálendi Ísland í mörg ár ásamt því að vinna við fjölmiðla bæði á Íslandi og í París áður en ég fór að vinna við stjórnmál. Ég er grænmetisæta og hef ekki borðað kjöt í 5 ár. Við eigum Vita sem er 3 ára ástralskur fjárhundur og höfum búið sl. 2 ár í París.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1975

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

107 Reykjavík

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Frönsku, ensku og smá í dönsku/sænsku

Við hvað starfar þú?

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Við búum í íbúð í 4 íbúða fjölbýli.

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

BA-próf frá Háskóla Íslands og Université de Stendhal í Grenoble.

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Ég gekk til liðs við VG árið 2003 og tók 9. sæti á lista hreyfingarinnar í Reykjavík Suður sama ár. Sagði mig svo úr hreyfingunni þegar ég fór að vinna við fjölmiðla og varð óflokksbundin. Gekk svo aftur til liðs VG 2010, var svo varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi 2013-2016, framkvæmdastjóri þingflokks árið 2015 og svo þingmaður og oddviti VG í Suðvesturkjördæmi 2017-2020. Sagði mig úr flokknum það ár en skráði mig aftur 2024.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Ísland er auðugt land út frá náttúrunnar hendi. Eftri 10 ár verðum við fremst á meðal annarra þjóða og fyrirmynd hvað varðar græna orkustefnu, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hringrásarhagkerfinu. Eftir 10 ár verður enn sterkara menntakerfi, enn sterkari sprotafyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti og þegar kemur að kvenréttindum og lýðræði verður Ísland fyrirmynd annarra þjóða eftir 10 ár.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru áhrifamestu stjórnmálakonur samtímans á Íslandi og það hefur verið ótrúlega dýrmætt að vinna náið með þeim báðum. Jóhanna Sigurðardóttir er líka sterk fyrirmynd, fyrir sína ótrúlega seiglu og hinsegin samfélagið. Kvennalistakonur hafa ávallt verið magnaðar fyrirmyndir fyrir að sýna hverju samtakamátturinn getur áorkað. Simone Veil var líka mögnuð, hún lifði af Helförina, varð síðar heilbrigðisráðherra Frakklands og breytti þungunarrofslögum þar í landi 1974.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Mjög mörg ! Sade er algjör drottning og hefur fylgt mér frá 14 ára aldri en hin franska Zaho de Sagazan er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér undanfarið og ég er að fara á tónleika með henni í Strasbourg. Lianne La Havas er frábær söngkona en líka Cloe Sol sem ég hlusta mikið á þessa dagana. Svo fíla ég líka Aya Nakamura sem er ein mest spilaðasta tónlistarkona í heimi og sló í gegn með atriði sitt á opnunarhátíð Ólympíuleikunum í París. Ásgeir Trausti er líka í uppáhaldi hjá mér og Michael Kiwanuka.

Hver er þín eftirlætis bók?

Margar bækur í miklu uppáhaldi. Hannah Kent skrifaði bókina Náðarstund sem sat lengi í mér, enda í fyrsta sinn sem seinustu aftökur Íslandssögunnar eru sagðar frá sjónarhorni Agnesar. Svo hef ég verið nýlega að lesa bækur Claire Keegan; Fóstur og Smáhlutir sem þessir. Þær eru frábærlega skrifaðar.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Ég held mjög mikið upp á kvikmyndina Amelie eftir Jean-Pierre Jaunet og allar myndirnar hans; Délicatessen og Very Long Engagement. In the Mood for Love er líka algjörlega frábær og tyrknesk-þýska myndin The Edge of Heaven er mjög góð. Kvikmyndin Perfect Days eftir Wim Wenders er frábær kvikmynd og ég mæli mjög með henni. Íranska myndin Holy Spider er svakalega góð, sérstaklega í ljósi pólitísks ástands þar. Svo held ég líka mjög mikið upp á Harry Potter myndirnar og Lord of the Rings, þar sem ég á 3 börn.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Útivera og fjallgöngur.

Svör við kosningaprófinu:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Rósa Björk Brynjólfsdóttir:
Mjög mikilvægt Auðvitað eiga börn að læra að lesa, skrifa og reikna í skólum en líka læra um samfélagsleg gildi.

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Mjög ósammála
  2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    Mjög góð tillaga

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    4
  5. 5

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    4
  5. 5

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
    1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Jafnrétti og mannréttindi
  • Umhverfis- og loftslagsmál