Steinunn Þóra Árnadóttir (17. sæti - Reykjavíkurkjördæmi norður)

Fáein orð um þig.

Ég er félagshyggjukona og friðarsinni sem vill bæta heiminn.

Hvaða ár ert þú fædd / fæddur / fætt?

1977

Í hvaða sveitarfélagi býrð þú?

Reykjavík (suður)

Í hvaða landi ert þú fædd / fæddur / fætt?

Íslandi

Hvaða tungumál önnur en íslensku talar þú?

Dönsku, ensku og þökk sé Duolingo smá spænsku

Við hvað starfar þú?

Ég hef verið Alþingismaður síðustu 10 ár en mun hætta í komandi kosningum. Hvað gerist næst er spennandi.

Í hvers konar húsnæði býrð þú?

Íbúð í frábærri blokk

Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

MA gráða

Hvað hefur þú lengi verið í þínum flokki?

Í 22 ár eða frá árinu 2002.

Hvernig á Ísland að vera eftir 10 ár?

Frábært velferðarsamfélag sem hefur náð gríðarlegum árangri í loftslagsmálum og leggur sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.

Hver er þín fyrirmynd í pólitík?

Svava Jakobsdóttir, Friðarsinni, sósíalisti og frábær rihöfundur, ásamt því að hafa verið þingkona.

Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn eða hljómsveit?

Pearl Jam

Hver er þín eftirlætis bók?

Life after Life eftir Kate Atkinson sem hefur því miður ekki verið þýdd á íslensku.

Hvaða kvikmynd heldurðu mest upp á?

Before Midnight frá 2013. Svo dásamleg samtöl.

Hvert er eftirlætisáhugamálið þitt?

Almennt hangs.

Svör við kosningaprófinu:

Steinunn Þóra Árnadóttir

Íslenskt samfélag einkennist af réttlæti, sanngirni og jöfnum tækifærum.

  1. Mjög ósammála
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Mjög mikilvægt Það er meiri jöfnuður í íslensku samfélagi en mörgum öðrum. Of mörg búa þó við fátækt og því þarf að breyta.

Auka á vægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Grunnskólar eiga að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna og láta foreldra um að kenna samfélagsleg gildi.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Lágmarkslaun eiga að vera hærri en nú er.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Mjög mikilvægt Jafnframt þarf að meta menntun til launa. Kerfisbundi vanmat á stöfum sem konur sinna að meirihuta þarf að rétta og útrýma kynbundnum launamun.

Ríkið á að halda áfram að styðja og taka þátt í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar með talið uppbyggingu Borgarlínu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Ísland á að taka þátt í að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Draga ætti verulega úr kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Eitt af meginmarkmiðum skattkerfisins á að vera að jafna kjör almennings.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Mjög mikilvægt Annað megin markmið skattkerfisins á að vera að afla tekna í sameiginlega sjóði til að reka hér blómlegt velferðarsamfélag. Sterkt velferðarsamfélag bætir kjör og aðstæður allra.

Fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins ættu að greiða meira til ríkisins fyrir afnot af þeim.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Íslensk stjórnvöld eiga að tala af meiri festu gegn hernaði Ísraela á Gaza.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Mjög mikilvægt Ég hef hef lagt fram tillögu á Alþingi um að Ísland beiti sér fyrir því að alþjóðlgum viskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt.

Hækka ætti gjöld á mengunarvalda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Herða ætti lög eða reglur til að færri sæki hér um alþjóðlega vernd.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Íslenskt samfélag var öruggt og friðsælt en er það ekki lengur.

  1. Mjög ósammála
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Íslenskt samfélag hefur að mörgu leyti alltaf verið öruggt og er það enn í alþjóðlegu samhengi. Það hefur þó aldrei verið nógu öruggt fyrir konur og ýmsa hópa þar sem kynbundið og kynferðislegt ofbeldi hefur verið og er enn of algengt.

Komi til annars heimsfaraldurs eiga stjórnvöld að ganga skemmra í sóttvarnaaðgerðum en gert var í COVID-faraldrinum.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fólk geti áfram búið í Grindavík, sama hvað það kostar.

  1. Mjög ósammála
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Hagsmunir náttúrunnar eiga að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Hagsmunir náttúrunnar eru til lengri tíma litið gríðarlegir fjárhagslegir hagssmunir. Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru og að geta tekið eigin ákvarðanir um hvernig hennar verði notið.

Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.

  1. Mjög ósammála
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Aðild að ESB er í mínum huga neðarlega á lista yfir mikilvæg mál. Ef til stæði að sækja um aðild ætti slíkt þó aldrei að gera nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innheimta á veggjöld í auknum mæli til að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Tryggja þarf að gjaldtaka sé hófleg og vegirnir sem eru grundvallarinnviðir skulu vera í eigu hins opinbera.

Það er nauðsynlegt að virkja meira á Íslandi.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Áður er ákvörðun er tekin um að virkja meira þarf að móta stefnu um í hvað orkan eigi að fara.

Slaka ætti á regluverki og kröfum í byggingariðnaði til að flýta húsnæðisuppbyggingu.

  1. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Mjög góð tillaga

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Byggingareglugerðir hafa alltaf staðið vörð um hagsmuni almennings þegar kemur að gæðum húsnæðis. Af kröfum um gæði og aðgengi, t.d. fyrir fatlað fólk, á aldrei að gefa afslátt.

Alþingi á að vinna markvisst að endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili.

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar slæm tillaga
  3. Nokkuð góð tillaga
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    Mjög góð tillaga

Hvernig ættu skattar og gjöld á fyrirtæki að vera, miðað við í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ath
Steinunn Þóra Árnadóttir sleppti þessari fullyrðingu

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Fyrirtæki eru svo margvísleg þegar kemur að stærð að ekki er hægt að gefa eitt almenn svar við þessari spurningu.

Hvernig ættu skattar á tekjur almennings að vera, miðað við skattheimtu í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. Steinunn Þóra Árnadóttir
    3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Þrepaskipt skattkerfi er gríðarlega mikilvægt þar sem þau efnameiri leggja hlutfallslega meira til samfélagsins. Auðlegðarskattur er góð hugmynd.

Miðað við núgildandi stefnu, hversu miklu eiga stjórnvöld að kosta til þess að fólk sem hingað flytur aðlagist samfélaginu?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. Steinunn Þóra Árnadóttir
    5

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Mun meira því inngilding er hagkvæm, fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Auka þarf framboð á íslenskukennslu í skólum og á vinnustöðum.

Hversu langt ættu stjórnvöld að ganga í flutningi opinberra starfa til landsbyggðanna, miðað við stefnuna í dag?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. Steinunn Þóra Árnadóttir
    4
  5. 5

Hversu mikið frjálsræði ætti að vera í áfengissölu í verslunum, miðað við stöðuna í dag?

  1. 1
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir
    2
  3. 3
  4. 4
  5. 5

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Netsala áfengis er og á að vera bönnuð. Ég er fylgjandi ÁTVR og á móti brennivíni í búðum.

Hver eru mikilvægustu kosningamálin?

Steinunn Þóra Árnadóttir svaraði:

  • Heilbrigðismál
  • Húsnæðismál
  • Umhverfis- og loftslagsmál

Svona svarar Steinunn Þóra Árnadóttir:
Kynbundinn launamunur og það að virði starfa sem konur sinna að meirihluta sé ekki metið til launa eru efnahagsmál ekki síður en jafnréttsmál. Kerfisbundið vanmat á launum skilar konum svo lakari lífeyrisréttindum á eldri árum. Jafnréttismál og kvenfrelsismál eru þess vegna réttlætismál og efnahagsmál